Rahm bestur báða dagana en Cantley í forystu Valur Páll Eiríksson skrifar 4. september 2021 10:01 Cantley (t.v.) og Rahm (t.h.) berjast á toppnum. Þriðji hringur mótsins hefst í dag. Cliff Hawkins/Getty Image Bandaríkjamaðurinn Patrick Cantley er enn í forystu að tveimur hringjum loknum á Tour Championship, lokamóti PGA-mótaraðarinnar, sem fram fer á East Lake-vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Cantley hefur ekki leikið manna best á mótinu en er þrátt fyrir það í forystu. Fyrirkomulag mótsins er þannig að kylfingar hefja ekki leik á jafningjagrundvelli, heldur markast skor þeirra í upphafi á árangri þeirra á PGA-mótaröðinni fyrr á árinu. This is just silly good, Patrick. pic.twitter.com/9qBBLZIxCp— TOUR Championship (@playofffinale) September 3, 2021 Cantley hóf keppni í fyrradag á tíu höggum undir pari en lék á þremur undir parinu á fyrsta hring til að halda forystunni. Spánverjinn Jon Rahm lék þá á fimm undir pari og var aðeins tveimur höggum á eftir Cantley eftir fyrsta hringinn, en hann hafði hafið keppni á sex undir pari. Rahm hélt uppteknum hætti í gær. Aftur lék hann á 65 höggum, fimm undir pari, og minnkaði bilið á toppnum um helming. Cantlay lék á 66 höggum og er á 17 undir pari í heildina en Rahm er á 16 undir. The weekend is officially here. pic.twitter.com/Sugyq8bQ5l— TOUR Championship (@playofffinale) September 3, 2021 Þeir félagar eru með töluvert forskot á næstu menn, en mótið er þó aðeins hálfnað og ljóst að margt getur breyst. Bryson De Chambeau er á ellefu undir parinu í þriðja sæti, Justin Thomas er á tíu undir, en báðir léku á þremur undir pari í gær. Þá eru Tony Finau, Kevin Na, Viktor Hovland, Cameron Smith og Harris English næstir á níu undir pari. Rory McIlroy lék á fjórum höggum undir pari í gær og fór upp um sjö sæti. Hann er á átta undir pari í heildina, jafn þeim Jordan Spieth og Louis Oosthuizen í 10.-12. sæti. Much love to @RickRoss for coming out to the @playofffinale! Appreciate what you're doing for the game of golf by encouraging minorities and the younger generation to play #inspiresomeone pic.twitter.com/5THYeMpyLX— Tony Finau Golf (@tonyfinaugolf) September 3, 2021 Þriðji hringur mótsins fer fram í dag. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf klukkan 17:00. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Cantley hefur ekki leikið manna best á mótinu en er þrátt fyrir það í forystu. Fyrirkomulag mótsins er þannig að kylfingar hefja ekki leik á jafningjagrundvelli, heldur markast skor þeirra í upphafi á árangri þeirra á PGA-mótaröðinni fyrr á árinu. This is just silly good, Patrick. pic.twitter.com/9qBBLZIxCp— TOUR Championship (@playofffinale) September 3, 2021 Cantley hóf keppni í fyrradag á tíu höggum undir pari en lék á þremur undir parinu á fyrsta hring til að halda forystunni. Spánverjinn Jon Rahm lék þá á fimm undir pari og var aðeins tveimur höggum á eftir Cantley eftir fyrsta hringinn, en hann hafði hafið keppni á sex undir pari. Rahm hélt uppteknum hætti í gær. Aftur lék hann á 65 höggum, fimm undir pari, og minnkaði bilið á toppnum um helming. Cantlay lék á 66 höggum og er á 17 undir pari í heildina en Rahm er á 16 undir. The weekend is officially here. pic.twitter.com/Sugyq8bQ5l— TOUR Championship (@playofffinale) September 3, 2021 Þeir félagar eru með töluvert forskot á næstu menn, en mótið er þó aðeins hálfnað og ljóst að margt getur breyst. Bryson De Chambeau er á ellefu undir parinu í þriðja sæti, Justin Thomas er á tíu undir, en báðir léku á þremur undir pari í gær. Þá eru Tony Finau, Kevin Na, Viktor Hovland, Cameron Smith og Harris English næstir á níu undir pari. Rory McIlroy lék á fjórum höggum undir pari í gær og fór upp um sjö sæti. Hann er á átta undir pari í heildina, jafn þeim Jordan Spieth og Louis Oosthuizen í 10.-12. sæti. Much love to @RickRoss for coming out to the @playofffinale! Appreciate what you're doing for the game of golf by encouraging minorities and the younger generation to play #inspiresomeone pic.twitter.com/5THYeMpyLX— Tony Finau Golf (@tonyfinaugolf) September 3, 2021 Þriðji hringur mótsins fer fram í dag. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf klukkan 17:00. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira