Memphis Depay skoraði fyrstu tvö mörk leiksins þegar að Hollendingar unnu 4-0 sigur á Svartfellingum í G-riðli. Georginio Wijnaldum og Cody Gakpo bættu sínu markinu við hvor og tryggðu stórsigur Hollendinga.
Halil Dervisoglu skoraði fyrsta mark Tyrkja í 3-0 sigri liðsins á Gíbraltar í sama riðli. Hakan Calhanoglu lagði upp fyrsta markið og skoraði mark númer tvö, áður en að Kenan Karaman innsyglaði 3-0 sigurinn.
Tyrkir eru nú á toppi riðilsins með 11 stig eftir fimm leiki, einu stigi meira en bæði Hollendingar og Norðmenn sem sitja í öðru og þriðja sæti.
Skotar eru nú í þriðja sæti F-riðils eftir 1-0 sigur á Moldavíu. Lyndon Dykes skoraði mark Skota snemma leiks.
Í sama riðli vann Ísrael 5-2 sigur á Austurríki og lyfti sér upp í annað sæti riðilsins með tíu stig. Austurríkismenn sitja í fjórða sæti með sjö stig.
Í H-riðli gerðu unnu Króatar nauman 1-0 sigur gegn Slóvakíu, en þar eru Rússar efstir með tíu stig og Króatar í öðru sæti einnig með tíu. Marcelo Brozovic skoraði eina mark leiksins fimm mínútum fyrir leikslok.
Öll úrslit dagsins
A-riðill
Írland 1-1 Aserbaídsjan
Serbía 4-1 Lúxemborg
D-riðill
Finnland 1-0 Kasakstan
Úkraína 1-1 Frakkland
F-riðill
Færeyjar 0-1 Danmörk
Ísrael 5-2 Austurríki
Skotland 1-0 Moldavía
G-riðill
Lettland 0-2 Noregur
Gíbraltar 0-3 Tyrkland
Holland 4-0 Svartfjallaland
H-riðill
Kýpur 0-2 Rússland
Slóvenía 1-0 Malta
Slóvakía 0-1 Króatía