Már stóð sig með prýði á leikunum, setti nýtt Íslandsmet og skemmti fólki hér heima með bæði góðri frammistöðu og kostulegum myndböndum.
„Læt þetta vera lokaorð mín héðan frá Tókýó. Klárlega ógleymanlegt verkefni á ógleymanlegum tímum. Ég kem heim með eitt Íslandsmet og þrátt fyrir að missa af gullinu með einni sekúndu þá kem ég heim sáttur!“ segir Már á Facebook-síðu sinni.
„Kæru þjálfarar mínir Steindór Gunnarsson, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Ragnar Friðbjarnarson, Helgi Rafn Guðmundsson, þau fyrirtæki sem standa á bak við mig, elsku pabbi og allir sem hafa fylgst með. Takk kærlega fyrir samfylgdina í bili,“ segir að lokum í færslu Más.
Í færslunni - sem sjá má hér að neðan - má sjá myndband af sund- og tónlistarmanninum syngja lagið Ísland er land þitt.