Þakkar stuðninginn og segir markið hafa verið hina fullkomnu afmælisgjöf Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2021 09:30 Bukayo Saka í leiknum gegn Andorra. Marc Atkins/Getty Images Bukayo Saka, leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, sneri aftur á Wembley-leikvanginn í 4-0 sigri Englands á Andorra í undankeppni HM í fótbolta . Hann hafði ekki stigið fæti þar inn síðan hann brenndi af vítaspyrnunni sem tryggði Ítalíu sigur á Evrópumótinu fyrr í sumar. Saka, sem fagnaði 20 ára afmæli sínu á sunnudag er leikurinn fór fram, skoraði fjórða og síðasta mark Englands í leiknum. Hann segir þann stuðning sem hann fékk á meðan leik stóð ómetanlegan en eftir að brenna af vítaspyrnunni gegn Ítalíu varð hann fyrir barðinu á kynþáttaníði og almennum viðbjóði á samfélagsmiðlum. „Þetta var fullkomin afmælisgjöf. Ég er mjög ánægður með þær mótttökur sem ég fékk hér í kvöld. Það sýnir hversu stolt fólk er fyrir mína hönd og það gerði mikið fyrir mig. Það fékk mig til að gefa allt sem ég átti í leikinn,“ sagði Saka í viðtali eftir leik. „Það breytir öllu. Meira að segja núna get ég heyrt stuðningsfólk okkar syngja nafn mitt. Það skiptir öllu máli. Það fær mig til að trúa að allir styðji við bakið á mér. Þetta er það sem mig dreymdi um, að spila á fullum Wembley fyrir framan fjölskylduna mína og skora á afmælisdaginn. Ég er mjög hamingjusamur,“ bætti þessi tvítugi leikmaður við. England fans singing 'Happy Birthday' to Bukayo Saka at full-time pic.twitter.com/v8Up9Yl6J1— Football Daily (@footballdaily) September 6, 2021 Ásamt því að skora eitt þá lagði Saka einnig upp annað af tveimur mörkum Jesse Lingard í leiknum. Með sigrinum er enska liðið komið skrefi nær HM sem fram fer í Katar á næsta ári. Liðið mætir Póllandi ytra þann 8. september í líklega erfiðasta leik liðsins í undankeppninni til þessa. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Átti erfitt uppdráttar á miðjunni | Þrír hægri bakverðir í byrjunarliðinu England vann nokkuð torsóttan 4-0 sigur á Andorra í undankeppni HM í fótbolta. Trent Alexander-Arnold fékk loks tækifæri á miðjunni en nýtti það ekki nægilega vel að mati fjölmiðla ytra. 6. september 2021 07:31 Lingard með tvö í sigri Englands á Andorra England vann 4-0 sigur á Andorra er liðin mættust á Wembley í Lundúnum í I-riðli undankeppni HM karla í fótbolta á næsta ári. Hálfgert B-lið Englendinga mætti til leiks sem átti í vandræðum framan af leik. 5. september 2021 17:55 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Saka, sem fagnaði 20 ára afmæli sínu á sunnudag er leikurinn fór fram, skoraði fjórða og síðasta mark Englands í leiknum. Hann segir þann stuðning sem hann fékk á meðan leik stóð ómetanlegan en eftir að brenna af vítaspyrnunni gegn Ítalíu varð hann fyrir barðinu á kynþáttaníði og almennum viðbjóði á samfélagsmiðlum. „Þetta var fullkomin afmælisgjöf. Ég er mjög ánægður með þær mótttökur sem ég fékk hér í kvöld. Það sýnir hversu stolt fólk er fyrir mína hönd og það gerði mikið fyrir mig. Það fékk mig til að gefa allt sem ég átti í leikinn,“ sagði Saka í viðtali eftir leik. „Það breytir öllu. Meira að segja núna get ég heyrt stuðningsfólk okkar syngja nafn mitt. Það skiptir öllu máli. Það fær mig til að trúa að allir styðji við bakið á mér. Þetta er það sem mig dreymdi um, að spila á fullum Wembley fyrir framan fjölskylduna mína og skora á afmælisdaginn. Ég er mjög hamingjusamur,“ bætti þessi tvítugi leikmaður við. England fans singing 'Happy Birthday' to Bukayo Saka at full-time pic.twitter.com/v8Up9Yl6J1— Football Daily (@footballdaily) September 6, 2021 Ásamt því að skora eitt þá lagði Saka einnig upp annað af tveimur mörkum Jesse Lingard í leiknum. Með sigrinum er enska liðið komið skrefi nær HM sem fram fer í Katar á næsta ári. Liðið mætir Póllandi ytra þann 8. september í líklega erfiðasta leik liðsins í undankeppninni til þessa.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Átti erfitt uppdráttar á miðjunni | Þrír hægri bakverðir í byrjunarliðinu England vann nokkuð torsóttan 4-0 sigur á Andorra í undankeppni HM í fótbolta. Trent Alexander-Arnold fékk loks tækifæri á miðjunni en nýtti það ekki nægilega vel að mati fjölmiðla ytra. 6. september 2021 07:31 Lingard með tvö í sigri Englands á Andorra England vann 4-0 sigur á Andorra er liðin mættust á Wembley í Lundúnum í I-riðli undankeppni HM karla í fótbolta á næsta ári. Hálfgert B-lið Englendinga mætti til leiks sem átti í vandræðum framan af leik. 5. september 2021 17:55 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Átti erfitt uppdráttar á miðjunni | Þrír hægri bakverðir í byrjunarliðinu England vann nokkuð torsóttan 4-0 sigur á Andorra í undankeppni HM í fótbolta. Trent Alexander-Arnold fékk loks tækifæri á miðjunni en nýtti það ekki nægilega vel að mati fjölmiðla ytra. 6. september 2021 07:31
Lingard með tvö í sigri Englands á Andorra England vann 4-0 sigur á Andorra er liðin mættust á Wembley í Lundúnum í I-riðli undankeppni HM karla í fótbolta á næsta ári. Hálfgert B-lið Englendinga mætti til leiks sem átti í vandræðum framan af leik. 5. september 2021 17:55