Sport

„Mögu­lega þarf að taka allt liðið af lífi eftir frammi­stöðuna í kvöld“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Brian Kelly hugsar sig eflaust tvisvar um áður en hann segir næst brandara í beinni.
Brian Kelly hugsar sig eflaust tvisvar um áður en hann segir næst brandara í beinni. Ezra Shaw/Getty Images

Brian Kelly, þjálfari liðs Notre Dame-háskólans í amerískum fótbolta, lét vægast sagt undarleg ummæli falla eftir að liðið vann dramatískan 41-38 sigur gegn Florida State í framlengdum leik.

„Ég er hlynntur aftökum, mögulega þarf að taka allt liðið af lífi eftir frammistöðuna í kvöld,“ sagði Kelly að leik loknum er hann ræddi við blaðamenn. Þessi ótrúlegu ummæli voru tekin upp og sjá má þau hér að neðan.

Kelly reyndi að útskýra mál sitt á blaðamannafundi eftir leikinn en hann sagðist þá hafa verið að vitna í John McKay, fyrrum þjálfara Tampa Bay Buccaneers. 

Sá var spurður út í hvernig honum fannst lið sitt framkvæma hlutina í leiknum (e. What do you think of your team´s execution?). McKay svaraði að hann væri hlynntur því (e. I´m in favor of it).

Framkvæmd sókna í íþróttum eins og amerískum fótbolta eru kallaðar „execution“ á móðurmálinu. „Execution“ getur hins vegar einnig þýtt aftaka, það er að taka einhvern að lífi. 

„Ég var að vitna í gömul ummæli eftir John McKay, ég var að grínast. Þetta átti að vera fyndið en var það ekki. Þessu var teið alvarlega, er ekki í lagi með ykkur?“ spurði Kelly hneykslaður á blaðamannafundinum.

Hér að neðan má sjá nokkur tíst varðandi ummæli Kelly en þau féllu vægast sagt í grýttan jarðveg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×