Kosningar, verðmætin í hafinu og hvað við getum gert betur Arnar Atlason skrifar 6. september 2021 12:00 Hið margumrædda kvótakerfi, sem við Íslendingar styðjumst við, er í ár 38 ára gamalt. Því var komið á árið 1984 í fyrsta ráðuneyti Steingríms Hermannssonar þáverandi forsetisráðherra. Þegar um þetta er rætt í dag er mikilvægt að horfa til þess hverjir hafa setið í stjórn síðan þá: Sjálfstæðisflokkur: 30 ár Framsóknarflokkur: 27 ár Samfylking og forv: 14 ár Vinstri græn: 9 ár Viðreisn: 1 ár Björt framtíð: 1 ár Flokkur fólksins ekki setið í stjórn Miðflokkur ekki setið í stjórn Píratar ekki setið í stjórn Sósíalistar ekki setið í stjórn (tölur eru rúnnaðar af að heilum árum) Út frá ofantöldu má nokkuð ljóst vera hverjir hafa mótað kerfið og eiga heiður af núverandi mynd þess. Hvað er það sem íslenskur nútímamaður skyldi hafa í huga þegar hann gengur nú inn í kjörklefann? Eitt af því hlýtur að vera að hámarka eigin afrakstur af langstærstu einstöku auðlind okkar þjóðar, sjávarauðlindinni. Í því sambandi má benda á eftirfarandi atriði sem verða til þess að afrakstur okkar er mun minni en hann gæti verið. Öll snúa þau að lægra virði vegna markaðsbresta. Fákeppni , það liggur fyrir að fákeppni ríkir í íslenskum sjávarútvegi. Samt hefur ekki verið hróflað við henni af neinni alvöru, þróunin er skýr og fræðin segja að verðmæti tapist þegar fákeppni eykst. Lóðrétt samþætting og milliverðlagning (transfer pricing) er skilgreind bæði í skattalegu samhengi sem og hagfræðilegu sem markaðsbrestur sem leitt geti til lægra virðis. Á íslandi hafa stærstu fyrirtækin komist upp með að tala um mikilvægi lóðréttar samþættingar, sem þau kalla virðiskeðju, án gagnrýni ráðamanna. Samkeppni , já samkeppni. Stærstu fyrirtækjum landsins, sem halda á áðurnefndum milliverðlagningarkeðjum í formi útgerðar, landvinnslu, innlendra sölufyrirtækja, erlendra sölufyrirtækja og erlendra aflandsfélaga, er veittur allt að helmingsafsláttur á hráefnisverði samanborið við keppinauta sem ekki halda á nema hluta af keðjunni, (útgerðarmenn án vinnslu og vinnslumenn án útgerðar). Þetta er gert með úreltum verðlagningarreglum í stað þess að notaðar séu rauntölur af samkeppnismarkaði. Hér blasir við að þjóðin verður af gríðarlegum fjárhæðum sem láta auðlindagjöld líta út sem smáaura. Ofangreindur lestur er hugsaður sem veganesti inn í kjörklefann. Undirritaður fullyrðir að íslenski nútímamaðurinn á að bera mun meira úr býtum en hann gerir í dag vegna auðæfanna í hafinu. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Atlason Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Hið margumrædda kvótakerfi, sem við Íslendingar styðjumst við, er í ár 38 ára gamalt. Því var komið á árið 1984 í fyrsta ráðuneyti Steingríms Hermannssonar þáverandi forsetisráðherra. Þegar um þetta er rætt í dag er mikilvægt að horfa til þess hverjir hafa setið í stjórn síðan þá: Sjálfstæðisflokkur: 30 ár Framsóknarflokkur: 27 ár Samfylking og forv: 14 ár Vinstri græn: 9 ár Viðreisn: 1 ár Björt framtíð: 1 ár Flokkur fólksins ekki setið í stjórn Miðflokkur ekki setið í stjórn Píratar ekki setið í stjórn Sósíalistar ekki setið í stjórn (tölur eru rúnnaðar af að heilum árum) Út frá ofantöldu má nokkuð ljóst vera hverjir hafa mótað kerfið og eiga heiður af núverandi mynd þess. Hvað er það sem íslenskur nútímamaður skyldi hafa í huga þegar hann gengur nú inn í kjörklefann? Eitt af því hlýtur að vera að hámarka eigin afrakstur af langstærstu einstöku auðlind okkar þjóðar, sjávarauðlindinni. Í því sambandi má benda á eftirfarandi atriði sem verða til þess að afrakstur okkar er mun minni en hann gæti verið. Öll snúa þau að lægra virði vegna markaðsbresta. Fákeppni , það liggur fyrir að fákeppni ríkir í íslenskum sjávarútvegi. Samt hefur ekki verið hróflað við henni af neinni alvöru, þróunin er skýr og fræðin segja að verðmæti tapist þegar fákeppni eykst. Lóðrétt samþætting og milliverðlagning (transfer pricing) er skilgreind bæði í skattalegu samhengi sem og hagfræðilegu sem markaðsbrestur sem leitt geti til lægra virðis. Á íslandi hafa stærstu fyrirtækin komist upp með að tala um mikilvægi lóðréttar samþættingar, sem þau kalla virðiskeðju, án gagnrýni ráðamanna. Samkeppni , já samkeppni. Stærstu fyrirtækjum landsins, sem halda á áðurnefndum milliverðlagningarkeðjum í formi útgerðar, landvinnslu, innlendra sölufyrirtækja, erlendra sölufyrirtækja og erlendra aflandsfélaga, er veittur allt að helmingsafsláttur á hráefnisverði samanborið við keppinauta sem ekki halda á nema hluta af keðjunni, (útgerðarmenn án vinnslu og vinnslumenn án útgerðar). Þetta er gert með úreltum verðlagningarreglum í stað þess að notaðar séu rauntölur af samkeppnismarkaði. Hér blasir við að þjóðin verður af gríðarlegum fjárhæðum sem láta auðlindagjöld líta út sem smáaura. Ofangreindur lestur er hugsaður sem veganesti inn í kjörklefann. Undirritaður fullyrðir að íslenski nútímamaðurinn á að bera mun meira úr býtum en hann gerir í dag vegna auðæfanna í hafinu. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun