Innlent

Mikill viðbúnaður þegar bifreið rann í sjóinn í Nauthólsvík

Árni Sæberg skrifar
Viðbragðsaðilar voru fljótir á vettvang.
Viðbragðsaðilar voru fljótir á vettvang. Aðsend

Tilkynnt var um bifreið sem runnið hafði í sjóinn í Nauthólsvík rétt í þessu. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út ásamt almennri lögreglu og sjúkraliði.

Starfsmaður Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu staðfestir útkallið í samtali við fréttastofu. Hann segir eðlilegt að sérsveitin hafi verið kölluð út enda séu þjálfaðir kafarar í henni.

Einn hafi verið í bifreiðinni sem fór út í sjó og tókst honum að koma sér út úr bílnum. Verið sé að hlúa að honum þessa stundina.

Talið sé að bifreiðin hafi runnið af rampi sem notaður er af meðal annars siglinga- og sjósundsfólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×