Hefur farið í 100 sýnatökur: „Get haldið þessu áfram fram í rauðan dauðann“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. september 2021 10:03 Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari, er mögulegur sýnatökukóngur landsins. vísir/Vilhelm Það væri heiður að vera sýnatökukóngur Íslands, segir leikarinn Jóhannes Haukur sem fór í sína eitt hundruðustu skimun á föstudag. Hann segist vanur sýnatökupinnanum og gæti haldið þessu áfram fram í rauðan dauðann. Í dag hafa um milljón sýni vegna kórónuveirufaraldursins verið tekin hér á landi, ýmist við landamærin eða innanlands. Skimunum er misskipt milli landsmanna en sennilega hafa fáir fengið sýnatökupinnan eins oft upp í nefið og leikarinn Jóhannes Haukur. „Ég náði minni hundruðustu covid skimun á föstudag, eða hundraðasta PCR prófinu. Það er svona ákveðinn áfangi.“ Þessi fjöldi skimana á sér eðlilegar skýringar þar sem Jóhannes hefur verið við tökur á Netflix þáttunum Vikings í Írlandi og tökulið er skimað daglega. Þar að auki hafa ferðalög verið tíð vegna þáttanna. Hann segir orðinn vanur sýnatökunum sem hafi þó verið erfiðar í fyrstu. „Fyrstu skiptin eru skrýtin en svo venst þetta, það er bara eins og með allt í lífinu. Þegar þú ert kominn upp í hundrað skipti, þó einhver stingi eyrnapinna lengst aftan í nefholurnar að þá er það ekkert mál. Þetta er vont fyrst en svo venst þetta,“ segir Jóhannes brattur. „Ég get alveg haldið þessu áfram fram í rauðan dauðann.“ Hann segist ekki hafa heyrt af neinum sem hefur oftar farið í skimun. „Það væri kannski áhugavert að vita hvort maður væri allavega á topp fimm eða tíu. Þetta er ákveðinn heiður að hafa. Ég veit ekki betur en að ég sé sýnatökukóngur landsins.“ „En þetta er lítil fyrirhöfn af minni hálfu. Ég sit bara og opna munnin og glenni út nasavængina. Það eru aðrir sem sjá um að taka sýnin og greina þau. En ég á minn þátt í þessu,“ segir Jóhannes nokkuð stoltur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Íslendingar erlendis Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Í dag hafa um milljón sýni vegna kórónuveirufaraldursins verið tekin hér á landi, ýmist við landamærin eða innanlands. Skimunum er misskipt milli landsmanna en sennilega hafa fáir fengið sýnatökupinnan eins oft upp í nefið og leikarinn Jóhannes Haukur. „Ég náði minni hundruðustu covid skimun á föstudag, eða hundraðasta PCR prófinu. Það er svona ákveðinn áfangi.“ Þessi fjöldi skimana á sér eðlilegar skýringar þar sem Jóhannes hefur verið við tökur á Netflix þáttunum Vikings í Írlandi og tökulið er skimað daglega. Þar að auki hafa ferðalög verið tíð vegna þáttanna. Hann segir orðinn vanur sýnatökunum sem hafi þó verið erfiðar í fyrstu. „Fyrstu skiptin eru skrýtin en svo venst þetta, það er bara eins og með allt í lífinu. Þegar þú ert kominn upp í hundrað skipti, þó einhver stingi eyrnapinna lengst aftan í nefholurnar að þá er það ekkert mál. Þetta er vont fyrst en svo venst þetta,“ segir Jóhannes brattur. „Ég get alveg haldið þessu áfram fram í rauðan dauðann.“ Hann segist ekki hafa heyrt af neinum sem hefur oftar farið í skimun. „Það væri kannski áhugavert að vita hvort maður væri allavega á topp fimm eða tíu. Þetta er ákveðinn heiður að hafa. Ég veit ekki betur en að ég sé sýnatökukóngur landsins.“ „En þetta er lítil fyrirhöfn af minni hálfu. Ég sit bara og opna munnin og glenni út nasavængina. Það eru aðrir sem sjá um að taka sýnin og greina þau. En ég á minn þátt í þessu,“ segir Jóhannes nokkuð stoltur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Íslendingar erlendis Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira