Skelfingar landsleikjahlé Tottenham Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2021 10:00 Steven Bergwijn haltraði af velli í sigri Hollands á Tyrklandi. Hann er einn af sex leikmönnum sem gætu verið fjarverandi er Tottenham Hotspur mætir Crystal Palace um helgina. ANP Sport/Getty Images Það gæti þó reynst þrautin þyngri að fullmanna leikmannahóp Tottenham Hotspur gegn Crystal Palace er enska úrvalsdeildin hefst á nýjan leik eftir landsleikjahlé um næstu helgi. Tottenham hefur farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni og er með fullt hús stiga að loknum þremur leikjum. Allir leikirnir hafa unnist 1-0 og á liðið enn eftir að fá á sig mark. Það er spurning hvort það breytist nú um helgina en liðið verður að öllum líkindum án sex leikmanna í leiknum gegn Palace. Alls hafa fjórir leikmenn liðsins orðið fyrir meiðslum í landsleikjahléinu og þá voru tveir leikmenn liðsins hluti af ævintýri Argentínumanna í Brasilíu eins og Vísir hefur nú þegar greint frá. Giovani Lo Celso og Cristian Romero voru báðir í byrjunarliði Argentínu er liðið mætti Brasilíu í Brasilíu. Tottenham Hotspur hafði beðið þá sérstaklega um að halda kyrru fyrir á Englandi þar sem ljóst var að þeir þyrftu að fara í sóttkví við heimkomuna. Það gerður þeir ekki og ætlar enska félagið sér að sekta leikmennina. Ryan Sessegnon og Oliver Skipp voru báðir valdir í U-21 árs landslið Englands. Sessegnon tókst að meiðast á æfingu á meðan Skipp meiddist í 2-1 sigri liðsins á Kósovó. Suður-Kóreumaðurinn Heng-Min Son meiddist á æfingu á mánudaginn og þá fór Steven Bergwijn haltrandi af velli í 6-1 sigri Hollands á Tyrklandi. Stuðningsfólk Tottenham krossar nú eflaust fingur í þeirri von um að enginn slasist í þeim landsleikjum sem eftir eru í þessum glugga. Harry Kane verður eflaust í byrjunarliði Englands gegn Póllands og miðað við meiðslasögu hans er líklegt að annar ökklinn verði bólginn að leik loknum. Leikur Póllands og Englands er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en útsending tíu mínútum fyrr eða klukkan 18.35. Enski boltinn Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Sjá meira
Tottenham hefur farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni og er með fullt hús stiga að loknum þremur leikjum. Allir leikirnir hafa unnist 1-0 og á liðið enn eftir að fá á sig mark. Það er spurning hvort það breytist nú um helgina en liðið verður að öllum líkindum án sex leikmanna í leiknum gegn Palace. Alls hafa fjórir leikmenn liðsins orðið fyrir meiðslum í landsleikjahléinu og þá voru tveir leikmenn liðsins hluti af ævintýri Argentínumanna í Brasilíu eins og Vísir hefur nú þegar greint frá. Giovani Lo Celso og Cristian Romero voru báðir í byrjunarliði Argentínu er liðið mætti Brasilíu í Brasilíu. Tottenham Hotspur hafði beðið þá sérstaklega um að halda kyrru fyrir á Englandi þar sem ljóst var að þeir þyrftu að fara í sóttkví við heimkomuna. Það gerður þeir ekki og ætlar enska félagið sér að sekta leikmennina. Ryan Sessegnon og Oliver Skipp voru báðir valdir í U-21 árs landslið Englands. Sessegnon tókst að meiðast á æfingu á meðan Skipp meiddist í 2-1 sigri liðsins á Kósovó. Suður-Kóreumaðurinn Heng-Min Son meiddist á æfingu á mánudaginn og þá fór Steven Bergwijn haltrandi af velli í 6-1 sigri Hollands á Tyrklandi. Stuðningsfólk Tottenham krossar nú eflaust fingur í þeirri von um að enginn slasist í þeim landsleikjum sem eftir eru í þessum glugga. Harry Kane verður eflaust í byrjunarliði Englands gegn Póllands og miðað við meiðslasögu hans er líklegt að annar ökklinn verði bólginn að leik loknum. Leikur Póllands og Englands er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en útsending tíu mínútum fyrr eða klukkan 18.35.
Enski boltinn Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Sjá meira