Kolbeinn Þórðarson kom Íslandi yfir með skoti af löngu færi á 37. mínútu leiksins. Ákveðinn heppnisstimpill var yfir markinu en skotið - þó fast hafi verið - var nokkuð beint á Konstantinos Tzolakis, markvörð Grikklands.
„MARK! Kolbeinn Þórðarsson kemur Íslandi yfir með skoti frá miðbænum. Skot Kolbeins var fast en þó heldur beint á Kostas Tzolakis sem gerði ævintýraleg mistök sem við kunnum honum bestu þakkir fyrir,“ segir í lýsingu Vísis frá leiknum.
„Í augnablikinu ákvað ég að skjóta, ég hef verið að æfa langskotin, þó þetta tiltekna skot hafi ekki verið það besta hjá mér þá telur það,“ sagði markaskorarinn sjálfur að leik loknum.
Hér að neðan má svo sjá mark Kolbeins sem og mark Grikklands í leiknum. Ísland er með fjögur stig eftir tvo leiki en liðið vann 2-1 sigur á Hvíta-Rússlandi ytra í fyrsta leik undankeppninnar.