Maritech keypti um helmingshlut í félaginu árið 2019 sem varð í kjölfarið umboðsaðili fyrir Maritech á Íslandi. Í kjölfar kaupanna verður Sea Data Center hluti af Maritech Iceland, dótturfélagi norska fyrirtækisins sem er eitt það stærsta á sviði hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveg,
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Maritech þar sem Sea Data Center er lýst sem leiðandi alþjóðlegri upplýsingaveitu fyrir sjávarútveginn. Gagnavísindi eru sögð eitt af helstu áherslusviðum móðurfyrirtækisins sem líti á þetta sem mikilvæga fjárfestingu sem muni styðja við vöruframboð Maritech og gera það einstakt á heimsvísu.
Sea Data Center var stofnað árið 2018 en starfsemin hafði áður verið rekin af greiningardeild ráðgjafarfyrirtækisins Markó Partners. Í upplýsingaveitu félagsins má meðal annars finna nýjustu upplýsingar um þróun á mörkuðum, útflutningsverð og smásöluverð hjá verslanakeðjum. Þar er líka að finna upplýsingar um veiði og kvótanýtingu auk greiningar og tengla á sjávarútvegsfréttir.