Fólk eins og við Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 8. september 2021 14:30 Við í Vinstri grænum teljum að fjölbreytileiki sé styrkur hvers samfélags og því eigi íslenskt samfélag að taka þeim fagnandi sem hingað koma, óháð uppruna þeirra eða þeim forsendum sem dvölin byggir á. „Gleymd‘ekki þínum minnsta bróður…..“ söng Pálmi Gunnarsson ásamt fleirum fyrir mörgum árum. Þá eins og nú voru viðsjár víða í heiminum og hungur og aðrar hörmungar herjuðu á fórnarlömb styrjalda og uppskerubrests. Þó margt hafi gengið bærilega í heiminum fram að Covid er enn fólk á flótta, af ýmsum ástæðum. Styrjaldir hafa knúið dyra, stjórnarskipti hafa hrakið fólk á vergang og nú eru loftslagsbreytingar farnar að valda því að fólk neyðist til að taka sig upp til að leita betra lífs. Verkefnin eru víða Undangengin misseri hafa stríð í Nagorno-Karabak milli Armena og Azera orsakað að tugir þúsunda borgara beggja ríkja hafa lagt á flótta og fyrirséð að sum þeirra munu aldrei komast aftur til síns heima; átök í austurhluta Úkraínu og innlimun Krímskagans í Rússland hafa gert fólki á þeim svæðum ómögulegt að upplifa öryggi frá degi til dags; straumur flóttafólks sem flýr stjórnmálaástandið í Hvíta Rússlandi til nágrannaríkjanna Litháens, Lettlands og Póllands; hundruð þúsunda Afgana flýja nú heimaland sitt eftir valdatöku Talibana. Og hér eru ónefndar allar þær þúsundir sem neyðst hafa til að flýja átökin í Sýrlandi og Yemen og þau hundruð þúsunda sem flýja þær breyttu aðstæður sem loftslagsbreytingar valda í heimalöndum þeirra. Nú er áætlað að um 82 milljónir manna um allan heim séu á flótta, bæði innan heimalanda sinna og utan. Margt af þessu fólki hefur neyðst til að dvelja í flóttamannabúðum árum saman, sumar fjölskyldur í áratugi. Það er væntanlega öllum ljóst að það öryggi sem fólk er að leita eftir er ekki að finna í flóttamannabúðum, né bjartari framtíð barnanna. Börn eins og okkar börn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur tekið ákvörðun um að taka við auknum fjölda flóttamanna frá Afganistan, og hluti þeirra er þegar kominn til landsins. Næstu daga og vikur koma til landsins um 70 kvótaflóttamenn að auki. Miðað við stærð þjóðarinnar tökum við á móti fleiri flóttamönnum en hin Norðurlöndin að Svíþjóð undanskilinni. Það er staða sem við eigum að hafa metnað til að halda og bæta í. Reynslan sýnir að með þessu auðgum við íslenskt samfélag í menningarlegu, félagslegu og efnahagslegu tilliti. Í kvöldfréttum RÚV í gær var greint frá niðurstöðum könnunar sem bendir til að 40 prósent Íslendinga vilja taka á móti fleira flóttafólki. Það er gleðiefni. Íslendingar eru efnuð þjóð á flesta mælikvarða og hér býr fólk við öryggi. Það eru gæði sem við ekki bara getum heldur eigum að deila með öðrum, og gefa þeim tækifæri til að öðlast betra líf. Þannig öxlum við þá ábyrgð sem við höfum tekið að okkur í alþjóðasamfélaginu um leið og við gefum fólki eins og okkur, börnum eins og okkar, tækifæri til að leita hamingjunnar. Við í Vinstrihreyfingingunni – grænu framboði teljum að málefni fólks á flótta hafi til þessa verið of lituð af því að vera stjórnsýsluverkefni frekar en þjónusta við fólk með mannúð og virðingu að leiðarljósi. Þessu vill Vinstrihreyfingin – grænt framboð breyta eins og fram kemur í stefnu okkar um innflytjendur og fólk á flótta. Höfundur er þingmaður VG og læknir, frambjóðandi í 3. sæti lista VG í SV kjördæmi og fulltrúi Íslands í flóttamannanefnd Evrópuráðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
Við í Vinstri grænum teljum að fjölbreytileiki sé styrkur hvers samfélags og því eigi íslenskt samfélag að taka þeim fagnandi sem hingað koma, óháð uppruna þeirra eða þeim forsendum sem dvölin byggir á. „Gleymd‘ekki þínum minnsta bróður…..“ söng Pálmi Gunnarsson ásamt fleirum fyrir mörgum árum. Þá eins og nú voru viðsjár víða í heiminum og hungur og aðrar hörmungar herjuðu á fórnarlömb styrjalda og uppskerubrests. Þó margt hafi gengið bærilega í heiminum fram að Covid er enn fólk á flótta, af ýmsum ástæðum. Styrjaldir hafa knúið dyra, stjórnarskipti hafa hrakið fólk á vergang og nú eru loftslagsbreytingar farnar að valda því að fólk neyðist til að taka sig upp til að leita betra lífs. Verkefnin eru víða Undangengin misseri hafa stríð í Nagorno-Karabak milli Armena og Azera orsakað að tugir þúsunda borgara beggja ríkja hafa lagt á flótta og fyrirséð að sum þeirra munu aldrei komast aftur til síns heima; átök í austurhluta Úkraínu og innlimun Krímskagans í Rússland hafa gert fólki á þeim svæðum ómögulegt að upplifa öryggi frá degi til dags; straumur flóttafólks sem flýr stjórnmálaástandið í Hvíta Rússlandi til nágrannaríkjanna Litháens, Lettlands og Póllands; hundruð þúsunda Afgana flýja nú heimaland sitt eftir valdatöku Talibana. Og hér eru ónefndar allar þær þúsundir sem neyðst hafa til að flýja átökin í Sýrlandi og Yemen og þau hundruð þúsunda sem flýja þær breyttu aðstæður sem loftslagsbreytingar valda í heimalöndum þeirra. Nú er áætlað að um 82 milljónir manna um allan heim séu á flótta, bæði innan heimalanda sinna og utan. Margt af þessu fólki hefur neyðst til að dvelja í flóttamannabúðum árum saman, sumar fjölskyldur í áratugi. Það er væntanlega öllum ljóst að það öryggi sem fólk er að leita eftir er ekki að finna í flóttamannabúðum, né bjartari framtíð barnanna. Börn eins og okkar börn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur tekið ákvörðun um að taka við auknum fjölda flóttamanna frá Afganistan, og hluti þeirra er þegar kominn til landsins. Næstu daga og vikur koma til landsins um 70 kvótaflóttamenn að auki. Miðað við stærð þjóðarinnar tökum við á móti fleiri flóttamönnum en hin Norðurlöndin að Svíþjóð undanskilinni. Það er staða sem við eigum að hafa metnað til að halda og bæta í. Reynslan sýnir að með þessu auðgum við íslenskt samfélag í menningarlegu, félagslegu og efnahagslegu tilliti. Í kvöldfréttum RÚV í gær var greint frá niðurstöðum könnunar sem bendir til að 40 prósent Íslendinga vilja taka á móti fleira flóttafólki. Það er gleðiefni. Íslendingar eru efnuð þjóð á flesta mælikvarða og hér býr fólk við öryggi. Það eru gæði sem við ekki bara getum heldur eigum að deila með öðrum, og gefa þeim tækifæri til að öðlast betra líf. Þannig öxlum við þá ábyrgð sem við höfum tekið að okkur í alþjóðasamfélaginu um leið og við gefum fólki eins og okkur, börnum eins og okkar, tækifæri til að leita hamingjunnar. Við í Vinstrihreyfingingunni – grænu framboði teljum að málefni fólks á flótta hafi til þessa verið of lituð af því að vera stjórnsýsluverkefni frekar en þjónusta við fólk með mannúð og virðingu að leiðarljósi. Þessu vill Vinstrihreyfingin – grænt framboð breyta eins og fram kemur í stefnu okkar um innflytjendur og fólk á flótta. Höfundur er þingmaður VG og læknir, frambjóðandi í 3. sæti lista VG í SV kjördæmi og fulltrúi Íslands í flóttamannanefnd Evrópuráðsins.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar