Finnur fyrir kláðanum og íhugaði að taka þátt á Ólympíuleikunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2021 14:31 Usain Bolt hefur skemmt sér ágætlega síðan hann lagði hlaupaskóna á hilluna. Til að mynda tók hann þátt í fótboltaleik á vegum Unicef. Matt McNulty/Getty Images Usain Bolt, fljótasti maður í heimi, segir það ekki koma til greina að snúa aftur á hlaupabrautina þó hann finni enn fyrir kláðanum. Hinn 35 ára gamli Bolt lagði hlaupaskóna á hilluna árið 2017 eftir að hafa unnið átta Ólympíugull á ferli sínum sem og að setja heimsmet í 100 og 200 metra spretthlaupi. Bolt íhugaði að taka skóna af hillunni fyrir Ólympíuleikana sem fram fóru í sumar í Tókýó en fyrrum þjálfari hans, Glen Mills, sagði honum að það væri ekki sniðug hugmynd. „Það er of seint. Ef ég hefði ætlað að snúa aftur hefði það þurft að vera á þessum Ólympíuleikum,“ sagði Bolt í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Þegar ég sagði þjálfaranum mínum að ég ætlaði að hætta á sínum tíma settist hann niður með mér og sagði að þegar maður leggur skóna á hilluna þá er maður hættur. Það þýðir ekkert að skipta um skoðun og snúa aftur, svo vertu viss um að þú sért tilbúinn að hætta.“ Itching for a return!Usain Bolt admits he had been tempted by a possible return for the Tokyo Games but his coach persuaded him not to He's now embarking on a career in music — BBC Sport (@BBCSport) September 9, 2021 „Ég man að ég fór til hans árið 2019 og spurði hvaða skoðun hann hefði á því að reyna taka þátt á Ólympíuleikunum. Ég man hvernig hann horfði á mig og sagði mér að gleyma þessu. Ég mun ekki íhuga endurkomu án þess að hafa þjálfarann minn mér við hlið. Ef hann vill ekki gera það þá mun ég ekki gera það þó ég sé enn með kláðann.“ Hefur trú á að báðar geti slegið heimsmetið Bolt telur að rígurinn milli Shelly-Ann Fraser Pryce og Elaine Thompson-Herah, báðar frá Jamaíka, geti leitt til þess að önnur þeirra slái heimsmetið í 100 og 200 metra spretthlaupi. Núverandi met á Florence Griffith Joyner frá Bandaríkjunum en þau hafa staðið frá árinu 1988. „Þegar ég sá þær stíga upp og hlaupa hélt ég að þær gætu slegið metið. Elaine hefur bætt tækni sína gífurlega, sama má segja um Shelly-Ann. Ég held að þær muni báðar vera nálægt því að slá metið. Fólk hefur verið að tala um þessi met í mörg ár svo ef þær ná að slá annað hvort væri það risastórt fyrir íþróttina í heild,“ sagði Bolt að lokum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Sjá meira
Hinn 35 ára gamli Bolt lagði hlaupaskóna á hilluna árið 2017 eftir að hafa unnið átta Ólympíugull á ferli sínum sem og að setja heimsmet í 100 og 200 metra spretthlaupi. Bolt íhugaði að taka skóna af hillunni fyrir Ólympíuleikana sem fram fóru í sumar í Tókýó en fyrrum þjálfari hans, Glen Mills, sagði honum að það væri ekki sniðug hugmynd. „Það er of seint. Ef ég hefði ætlað að snúa aftur hefði það þurft að vera á þessum Ólympíuleikum,“ sagði Bolt í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Þegar ég sagði þjálfaranum mínum að ég ætlaði að hætta á sínum tíma settist hann niður með mér og sagði að þegar maður leggur skóna á hilluna þá er maður hættur. Það þýðir ekkert að skipta um skoðun og snúa aftur, svo vertu viss um að þú sért tilbúinn að hætta.“ Itching for a return!Usain Bolt admits he had been tempted by a possible return for the Tokyo Games but his coach persuaded him not to He's now embarking on a career in music — BBC Sport (@BBCSport) September 9, 2021 „Ég man að ég fór til hans árið 2019 og spurði hvaða skoðun hann hefði á því að reyna taka þátt á Ólympíuleikunum. Ég man hvernig hann horfði á mig og sagði mér að gleyma þessu. Ég mun ekki íhuga endurkomu án þess að hafa þjálfarann minn mér við hlið. Ef hann vill ekki gera það þá mun ég ekki gera það þó ég sé enn með kláðann.“ Hefur trú á að báðar geti slegið heimsmetið Bolt telur að rígurinn milli Shelly-Ann Fraser Pryce og Elaine Thompson-Herah, báðar frá Jamaíka, geti leitt til þess að önnur þeirra slái heimsmetið í 100 og 200 metra spretthlaupi. Núverandi met á Florence Griffith Joyner frá Bandaríkjunum en þau hafa staðið frá árinu 1988. „Þegar ég sá þær stíga upp og hlaupa hélt ég að þær gætu slegið metið. Elaine hefur bætt tækni sína gífurlega, sama má segja um Shelly-Ann. Ég held að þær muni báðar vera nálægt því að slá metið. Fólk hefur verið að tala um þessi met í mörg ár svo ef þær ná að slá annað hvort væri það risastórt fyrir íþróttina í heild,“ sagði Bolt að lokum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Sjá meira