Skipta rekstrinum upp og flytja í ný dótturfélög Eiður Þór Árnason skrifar 9. september 2021 11:36 Skeljungur rekur meðal annars bensínstöðvar Orkunnar. vísir/kolbeinn Tumi Stjórn Skeljungs hyggst skipta rekstrareiningum félagsins upp og flytja stærstan hluta þeirra í tvö ný dótturfélög. Breytingin er sögð liður í því að skerpa frekar á áherslum í rekstri Skeljungs. Starfsemi annars dótturfélagsins verður einkum á sviði þjónustu til einstaklinga svo sem rekstur þjónustustöðva Orkunnar, Extra, 10-11, Löðurs bílaþvottastöðva, apóteka Lyfsalans og Lyfjavals, rekstri á Gló og ýmsum fasteignum tengdum framangreindum rekstri. Þá mun félagið halda á eignarhlutum í Brauð & Co ehf. og Wedo ehf. sem rekur Heimkaup. Starfsemi Skeljungs hf. muni í auknum mæli snúa að stýringu eignarhluta Starfsemi seinna félagsins mun fyrst og fremst snúa að sölu og þjónustu við fyrirtæki, dreifingu og innkaupum á eldsneyti, smurolíum, hreinsi- og efnavörum, áburði sem og öðrum vörum og þjónustuþáttum til fyrirtækja. Þjónusta og sala til stórnotenda, í útgerð, flugi og verktöku verður einnig hluti af starfsemi sama félags ásamt fasteignum tengdum framangreindum rekstri. Þá mun félagið halda á eignarhlutum í Íslenska Vetnisfélaginu ehf., EAK ehf. og fleiri tengdum félögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skeljungi sem verður móðurfélag ofangreindra rekstrarfélaga. Munu verkefni Skeljungs í auknum mæli snúa að stýringu eignarhluta í rekstrarfélögum, auk annarra fjárfestinga eftir atvikum. Ráðgert er að Skeljungur hf. verði áfram skráð félag á markaði. Fjárfestahópurinn Strengur, undir forystu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur, eignaðist tæpan meirihluta hlutafjár í Skeljungi í fyrra. Fjárfestarnir höfðu áður gefið út að þeir vildu afskrá Skeljung af markaði. Boða til hluthafafundar Nýverið tilkynnti stjórn Skeljungs að hún hafi hafið einkaviðræður við kaupendahóp vegna sölu á færeyska dótturfélaginu P/F Magn. Þá stendur til að setja mikinn fjölda fasteigna Skeljungs í formlegt söluferli. Stjórnin hyggst boða til hluthafafundar í félaginu þar sem heimild til sölu á P/F Magn og uppskiptingu rekstrar Skeljung verður meðal annars tekin fyrir. „Þessar breytingar eru afrakstur vinnu við mótun nýrrar stefnu félagsins um að sækja fram og nýta tækifæri á markaðnum til sóknar. Við teljum stofnun þessara dótturfélaga vera mikilvægan þátt í að skerpa áherslur þeirra tækifæra sem félagið býr yfir,“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð. Bensín og olía Kauphöllin Tengdar fréttir Viðskiptavinum brá í brún við óvænta rukkun í heimabanka Margir viðskiptavinir Orkunnar lentu í því nýlega að fá afturvirkan reikning frá Orkunni. Málið tengist vanda í samskiptum tölvukerfa Orkunnar og Salt pay. Samkvæmt heimildum fréttastofu hleypur heildarupphæðin vegna málsins á hundruðum milljóna króna. 12. ágúst 2021 15:59 Skeljungur setur fjölda fasteigna á sölu Skeljungur hf. hefur hafið söluferli á stórum hluta fasteignasafns síns. Um er að ræða flestar bensínstöðvar félagsins á stórhöfuðborgarsvæðinu. 12. ágúst 2021 14:13 Skeljungur eykur umsvif sín í lyfsölu Fjölorkufélagið Skeljungur verður meirihlutaeigandi í apótekakeðjunni Lyfsalanum og Lyfjavali með viðskiptum sem tilkynnt var um í dag. Kaupin eru sögð liður í að minnka vægi eldsneytissölu í rekstri Skeljungs. 25. júní 2021 22:49 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Starfsemi annars dótturfélagsins verður einkum á sviði þjónustu til einstaklinga svo sem rekstur þjónustustöðva Orkunnar, Extra, 10-11, Löðurs bílaþvottastöðva, apóteka Lyfsalans og Lyfjavals, rekstri á Gló og ýmsum fasteignum tengdum framangreindum rekstri. Þá mun félagið halda á eignarhlutum í Brauð & Co ehf. og Wedo ehf. sem rekur Heimkaup. Starfsemi Skeljungs hf. muni í auknum mæli snúa að stýringu eignarhluta Starfsemi seinna félagsins mun fyrst og fremst snúa að sölu og þjónustu við fyrirtæki, dreifingu og innkaupum á eldsneyti, smurolíum, hreinsi- og efnavörum, áburði sem og öðrum vörum og þjónustuþáttum til fyrirtækja. Þjónusta og sala til stórnotenda, í útgerð, flugi og verktöku verður einnig hluti af starfsemi sama félags ásamt fasteignum tengdum framangreindum rekstri. Þá mun félagið halda á eignarhlutum í Íslenska Vetnisfélaginu ehf., EAK ehf. og fleiri tengdum félögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skeljungi sem verður móðurfélag ofangreindra rekstrarfélaga. Munu verkefni Skeljungs í auknum mæli snúa að stýringu eignarhluta í rekstrarfélögum, auk annarra fjárfestinga eftir atvikum. Ráðgert er að Skeljungur hf. verði áfram skráð félag á markaði. Fjárfestahópurinn Strengur, undir forystu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur, eignaðist tæpan meirihluta hlutafjár í Skeljungi í fyrra. Fjárfestarnir höfðu áður gefið út að þeir vildu afskrá Skeljung af markaði. Boða til hluthafafundar Nýverið tilkynnti stjórn Skeljungs að hún hafi hafið einkaviðræður við kaupendahóp vegna sölu á færeyska dótturfélaginu P/F Magn. Þá stendur til að setja mikinn fjölda fasteigna Skeljungs í formlegt söluferli. Stjórnin hyggst boða til hluthafafundar í félaginu þar sem heimild til sölu á P/F Magn og uppskiptingu rekstrar Skeljung verður meðal annars tekin fyrir. „Þessar breytingar eru afrakstur vinnu við mótun nýrrar stefnu félagsins um að sækja fram og nýta tækifæri á markaðnum til sóknar. Við teljum stofnun þessara dótturfélaga vera mikilvægan þátt í að skerpa áherslur þeirra tækifæra sem félagið býr yfir,“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bensín og olía Kauphöllin Tengdar fréttir Viðskiptavinum brá í brún við óvænta rukkun í heimabanka Margir viðskiptavinir Orkunnar lentu í því nýlega að fá afturvirkan reikning frá Orkunni. Málið tengist vanda í samskiptum tölvukerfa Orkunnar og Salt pay. Samkvæmt heimildum fréttastofu hleypur heildarupphæðin vegna málsins á hundruðum milljóna króna. 12. ágúst 2021 15:59 Skeljungur setur fjölda fasteigna á sölu Skeljungur hf. hefur hafið söluferli á stórum hluta fasteignasafns síns. Um er að ræða flestar bensínstöðvar félagsins á stórhöfuðborgarsvæðinu. 12. ágúst 2021 14:13 Skeljungur eykur umsvif sín í lyfsölu Fjölorkufélagið Skeljungur verður meirihlutaeigandi í apótekakeðjunni Lyfsalanum og Lyfjavali með viðskiptum sem tilkynnt var um í dag. Kaupin eru sögð liður í að minnka vægi eldsneytissölu í rekstri Skeljungs. 25. júní 2021 22:49 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Viðskiptavinum brá í brún við óvænta rukkun í heimabanka Margir viðskiptavinir Orkunnar lentu í því nýlega að fá afturvirkan reikning frá Orkunni. Málið tengist vanda í samskiptum tölvukerfa Orkunnar og Salt pay. Samkvæmt heimildum fréttastofu hleypur heildarupphæðin vegna málsins á hundruðum milljóna króna. 12. ágúst 2021 15:59
Skeljungur setur fjölda fasteigna á sölu Skeljungur hf. hefur hafið söluferli á stórum hluta fasteignasafns síns. Um er að ræða flestar bensínstöðvar félagsins á stórhöfuðborgarsvæðinu. 12. ágúst 2021 14:13
Skeljungur eykur umsvif sín í lyfsölu Fjölorkufélagið Skeljungur verður meirihlutaeigandi í apótekakeðjunni Lyfsalanum og Lyfjavali með viðskiptum sem tilkynnt var um í dag. Kaupin eru sögð liður í að minnka vægi eldsneytissölu í rekstri Skeljungs. 25. júní 2021 22:49