Brugðið eftir alvarlegar hótanir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. september 2021 12:15 Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúi Miðflokksins lét lögreglu vita af alvarlegum hótunum í sinn garð á þriðjudag. Vísir Varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúi Miðflokksins hringdi í neyðarnúmer ríkislögreglustjóra eftir að honum bárust alvarlegar hótanir á þriðjudaginn. „Þetta er er aðili, sem hefur verið að hringja í mig nokkrum sinnum og brá nú á það ráð að fara dýpra ofan í málin. Þetta leiddi til þess að ég hringdi í ríkislögreglustjóra eins og við eigum að gera ef við lendum í áreiti, við sem erum fulltrúar þarna niðri í ráðhúsi. Það var það sem ég þurfti að grípa til á þriðjudaginn.“ Baldur staðfestir að um sama mann sé að ræða og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra og höfuðstöðvar nokkurra stjórnmálaflokka fyrr á árinu. Aðspurður um hvers kyns hótun hafi verið að ræða segir Baldur: „Atvikin voru bara þess eðlis að ég taldi fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun mála.“ Hann segist hafa fengið mjög góða þjónustu hjá lögreglu og ráðgjöf í framhaldinu. Baldur segir óþægilegt að lenda í svona. „Þó að maður sé nú ágætlega á sig kominn þá er maður nú ekki skotheldur. Þetta var óþægilegt og ekki það sem maður óskar eftir,“ segir hann, Baldur segist ekki vera með sérstaka gæslu frá lögreglu eftir atvikið. „En maður kíkir í kringum sig og vonar að fólk sem er í svona miklu ójafnvægi fái viðeigandi aðstoð,“ segir Baldur að lokum. Fréttastofa hefur fengið staðfest að sérsveit ríkislögreglustjóra hafi vaktað Ráðhús Reykjavíkur á meðan á borgarstjórnarfundi stóð þar síðasta þriðjudag. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Þá herma heimildir fréttastofu að á meðan á fundinum stóð hafi borgarfulltrúum verið tilkynnt að þeir mættu ekki fara einir úr húsi að loknum fundi. Heimildir fréttastofu herma að eftir þessa uppákomu hafi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verið beðin um að taka upp að nýju óformlegt eftirlit með húsi borgarstjóra. Reykjavík Lögreglumál Miðflokkurinn Skotvopn Skotið á bíl borgarstjóra Borgarstjórn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúi Miðflokksins hringdi í neyðarnúmer ríkislögreglustjóra eftir að honum bárust alvarlegar hótanir á þriðjudaginn. „Þetta er er aðili, sem hefur verið að hringja í mig nokkrum sinnum og brá nú á það ráð að fara dýpra ofan í málin. Þetta leiddi til þess að ég hringdi í ríkislögreglustjóra eins og við eigum að gera ef við lendum í áreiti, við sem erum fulltrúar þarna niðri í ráðhúsi. Það var það sem ég þurfti að grípa til á þriðjudaginn.“ Baldur staðfestir að um sama mann sé að ræða og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra og höfuðstöðvar nokkurra stjórnmálaflokka fyrr á árinu. Aðspurður um hvers kyns hótun hafi verið að ræða segir Baldur: „Atvikin voru bara þess eðlis að ég taldi fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun mála.“ Hann segist hafa fengið mjög góða þjónustu hjá lögreglu og ráðgjöf í framhaldinu. Baldur segir óþægilegt að lenda í svona. „Þó að maður sé nú ágætlega á sig kominn þá er maður nú ekki skotheldur. Þetta var óþægilegt og ekki það sem maður óskar eftir,“ segir hann, Baldur segist ekki vera með sérstaka gæslu frá lögreglu eftir atvikið. „En maður kíkir í kringum sig og vonar að fólk sem er í svona miklu ójafnvægi fái viðeigandi aðstoð,“ segir Baldur að lokum. Fréttastofa hefur fengið staðfest að sérsveit ríkislögreglustjóra hafi vaktað Ráðhús Reykjavíkur á meðan á borgarstjórnarfundi stóð þar síðasta þriðjudag. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Þá herma heimildir fréttastofu að á meðan á fundinum stóð hafi borgarfulltrúum verið tilkynnt að þeir mættu ekki fara einir úr húsi að loknum fundi. Heimildir fréttastofu herma að eftir þessa uppákomu hafi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verið beðin um að taka upp að nýju óformlegt eftirlit með húsi borgarstjóra.
Reykjavík Lögreglumál Miðflokkurinn Skotvopn Skotið á bíl borgarstjóra Borgarstjórn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira