Við fjöllum um hugsanlega kæru gegn Sigurði G., hæstaréttarlögmanni vegna umfjöllunar hans um mál Þórhildar Gyðu, sem kærði Kolbein Sigþórsson fyrir kynferðisofbeldi. Mjög umdeild þykir deiling málsgagna á samfélagsmiðlum og hafa margir lýst skoðun sinni á málinu.
Við förum svo til allra átta, á Austurland þar sem umsvif í byggingageiranum eru mikil, á Suðurland þar sem bæjarstjóri segir pólitískan skrípaleik koma í veg fyrir mikilvæg atvinnuskapandi verkefni og verðum í beinni frá Akranesi og komumst að því hvernig hinn vinsæli viðkomustaður Langisandur mun koma til með að líta út í breyttri mynd.