Hækka Sjálfstæðisflokkinn í 21 stig og biðjast afsökunar á mistökum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. september 2021 06:34 Einkunn Sjálfstæðisflokksins hefur verið uppfærð. Ungir umhverfissinnar hafa hækkað stigafjölda Sjálfstæðisflokksins á kvarða sínum um stefnumál í umhverfismálum úr 5,3 í 21 stig af 100 mögulegum eftir að ábendingar bárust um að gögn hefðu ekki verið metin með réttum hætti. Í tilkynningu frá Ungum umhverfissinnum segjast samtökin harma mistökin og biðja Sjálfstæðisflokkinn afsökunar á þeim. Þar segir að stjórnmálaflokkunum hafi verið tilkynnt að þau gögn sem yrðu notuð við matið væru samþykktar stefnur og landsfundarályktanir og kosningaáherslur. Sjálfstæðismenn hefðu skilað inn ályktun umhverfis- og samgöngunefndar frá landsfundinum 2018 og drög að ályktunum málefnanefnda sem tilkynnt var að yrðu uppfærð að loknum flokksráðsfundi þann 28. ágúst síðastliðinn. „Ofangreind gögn voru send á matsaðila eftir að nafn flokksins hafði verið afmáð (líkt og með öll önnur gögn). Að flokksráðsfundi loknum, voru birtar samþykktar ályktanir málefnanefnda (áður í formi draga) af fyrrnefndum flokksráðsfundi. Uppfærð gögn voru send á matsaðila, eftir að nafn flokksins hafði verið afmáð. Þau mistök urðu að matsaðilar skildu sem svo að hér væri um að ræða uppfærslu á öllum þeim gögnum sem þeim hafði áður borist frá flokknum. Því voru einungis nýsamþykktar ályktanir málefnanefnda af flokksráðsfundi teknar með í matið, en ályktun umhverfis- og samgöngunefndar frá landsfundi flokksins árið 2018 ekki notuð til grundvallar matsins,“ segir í tilkynningu Ungra umhverfissinna. Eftir að mistökin uppgötvuðust hafi matsaðilar aftur farið yfir gögnin frá Sjálfstæðisflokknum og 15,7 stig bæst við stigafjölda flokksins. Hér má finna uppfærða einkunnatöflu. Umhverfismál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Gefa ríkisstjórnarflokkunum falleinkunn í umhverfisvænni landbúnaðarstefnu Þrenn náttúruverndarsamtök gefa ríkisstjórnarflokkunum þremur nær algera falleinkunn hvað varðar umhverfisáherslur þeirra í landbúnaðarmálum. Stefna þriggja stjórnarandstöðuflokka hlaut náð fyrir augum þeirra. 9. september 2021 15:45 Stjórnmálaflokkar fá falleinkunn Stóru málin í þessari kosningabaráttu ættu fyrst og fremst að vera umhverfis- og loftslagsmál, því yfir okkur vofir neyðarástand. Í gær kynntu Ungir umhverfissinnar niðurstöður á Sólarkvarðanum. Kvarðinn var hannaður til að meta stefnur allra stjórnmálaflokka í umhverfis- og loftslagsmálum svo að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun í kjörklefanum. Niðurstöðurnar voru sláandi. 4. september 2021 11:30 Fjölmargir flokkar féllu á prófi Ungra umhverfissinna Segja má að Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Sósíalistar hafi fallið á prófinu sem Ungir umhverfissinnar lögðu fyrir stjórnmálaflokkanna hvar litið var til umhverfis- og loftslagsstefnu flokkanna. Píratar, Vinstri græn og Viðreisn bera höfuð og herðar yfir aðra flokka í þessum málaflokki. 3. september 2021 14:17 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Í tilkynningu frá Ungum umhverfissinnum segjast samtökin harma mistökin og biðja Sjálfstæðisflokkinn afsökunar á þeim. Þar segir að stjórnmálaflokkunum hafi verið tilkynnt að þau gögn sem yrðu notuð við matið væru samþykktar stefnur og landsfundarályktanir og kosningaáherslur. Sjálfstæðismenn hefðu skilað inn ályktun umhverfis- og samgöngunefndar frá landsfundinum 2018 og drög að ályktunum málefnanefnda sem tilkynnt var að yrðu uppfærð að loknum flokksráðsfundi þann 28. ágúst síðastliðinn. „Ofangreind gögn voru send á matsaðila eftir að nafn flokksins hafði verið afmáð (líkt og með öll önnur gögn). Að flokksráðsfundi loknum, voru birtar samþykktar ályktanir málefnanefnda (áður í formi draga) af fyrrnefndum flokksráðsfundi. Uppfærð gögn voru send á matsaðila, eftir að nafn flokksins hafði verið afmáð. Þau mistök urðu að matsaðilar skildu sem svo að hér væri um að ræða uppfærslu á öllum þeim gögnum sem þeim hafði áður borist frá flokknum. Því voru einungis nýsamþykktar ályktanir málefnanefnda af flokksráðsfundi teknar með í matið, en ályktun umhverfis- og samgöngunefndar frá landsfundi flokksins árið 2018 ekki notuð til grundvallar matsins,“ segir í tilkynningu Ungra umhverfissinna. Eftir að mistökin uppgötvuðust hafi matsaðilar aftur farið yfir gögnin frá Sjálfstæðisflokknum og 15,7 stig bæst við stigafjölda flokksins. Hér má finna uppfærða einkunnatöflu.
Umhverfismál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Gefa ríkisstjórnarflokkunum falleinkunn í umhverfisvænni landbúnaðarstefnu Þrenn náttúruverndarsamtök gefa ríkisstjórnarflokkunum þremur nær algera falleinkunn hvað varðar umhverfisáherslur þeirra í landbúnaðarmálum. Stefna þriggja stjórnarandstöðuflokka hlaut náð fyrir augum þeirra. 9. september 2021 15:45 Stjórnmálaflokkar fá falleinkunn Stóru málin í þessari kosningabaráttu ættu fyrst og fremst að vera umhverfis- og loftslagsmál, því yfir okkur vofir neyðarástand. Í gær kynntu Ungir umhverfissinnar niðurstöður á Sólarkvarðanum. Kvarðinn var hannaður til að meta stefnur allra stjórnmálaflokka í umhverfis- og loftslagsmálum svo að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun í kjörklefanum. Niðurstöðurnar voru sláandi. 4. september 2021 11:30 Fjölmargir flokkar féllu á prófi Ungra umhverfissinna Segja má að Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Sósíalistar hafi fallið á prófinu sem Ungir umhverfissinnar lögðu fyrir stjórnmálaflokkanna hvar litið var til umhverfis- og loftslagsstefnu flokkanna. Píratar, Vinstri græn og Viðreisn bera höfuð og herðar yfir aðra flokka í þessum málaflokki. 3. september 2021 14:17 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Gefa ríkisstjórnarflokkunum falleinkunn í umhverfisvænni landbúnaðarstefnu Þrenn náttúruverndarsamtök gefa ríkisstjórnarflokkunum þremur nær algera falleinkunn hvað varðar umhverfisáherslur þeirra í landbúnaðarmálum. Stefna þriggja stjórnarandstöðuflokka hlaut náð fyrir augum þeirra. 9. september 2021 15:45
Stjórnmálaflokkar fá falleinkunn Stóru málin í þessari kosningabaráttu ættu fyrst og fremst að vera umhverfis- og loftslagsmál, því yfir okkur vofir neyðarástand. Í gær kynntu Ungir umhverfissinnar niðurstöður á Sólarkvarðanum. Kvarðinn var hannaður til að meta stefnur allra stjórnmálaflokka í umhverfis- og loftslagsmálum svo að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun í kjörklefanum. Niðurstöðurnar voru sláandi. 4. september 2021 11:30
Fjölmargir flokkar féllu á prófi Ungra umhverfissinna Segja má að Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Sósíalistar hafi fallið á prófinu sem Ungir umhverfissinnar lögðu fyrir stjórnmálaflokkanna hvar litið var til umhverfis- og loftslagsstefnu flokkanna. Píratar, Vinstri græn og Viðreisn bera höfuð og herðar yfir aðra flokka í þessum málaflokki. 3. september 2021 14:17