Dæmdur fyrir að hárreyta og stugga við dóttur sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2021 15:08 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands í síðustu viku. Vísir/JóiK Faðir nokkur á Austfjörðum hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að beita fjórtán ára dóttur sína ofbeldi. Þá þarf hann að greiða henni 350 þúsund krónur í miskabætur. Föðurnum var gefið að sök brot á hegningar- og barnaverndarlögum með því að hafa síðdegis dag nokkurn í október í fyrra reiðst fjórtán ára dóttur sinni, tekið í axlir hennar og ýtt inn í svefnherbergi. Þar hafi hann rifið í hana og ýtt svo hún féll á gólfið, haldið henni niðri og sparkað að minnsta kosti einu sinni í fætur hennar eða læri. Afleiðingarnar voru þær að stúlkan hlaut eymsli fyrir ofan hægra eyra og varð hrædd, fór að hágráta en allt framtalið var metið ruddalegt og særandi gagnvart stúlkunni. Faðirinn neitaði sök í málinu. Föðurnum, sambýliskonu hans og stúlkunni bar í öllum meginatriðum saman um aðdraganda þess sem gerðist á sameiginlegu heimili þeirra. Upphafið hafi verið fúkyrði sem stúlkan lét falla í eldhúsinu. Faðirinn hélt allan tímann fram við meðferð málsins að hann hefði snöggreiðst, risið úr stól sínum en svo farið í skyndingu á eftir stúlkunni þar sem hún var á leið sinni eftir gangi að eigin herbergi. Varðandi það sem gerðist í framhaldinu eru feðginin ein til frásagnar um. Báru þau bæði við nokkru minnisleysi um atvik við meðferð málsins. Dómurinn telur að þar hafi komið til hugaræsingur þeirra og tilfinningalegt ójafnvægi auk bræði föður. Hann lýsti því að hafa misst stjórn á skapi sínu um stund en stúlkan lýsti verulegri hræðslu á verknaðarstund. Lögreglumenn á vettvangi báru að stúlkan hefði verið í miklu ójafnvægi skömmu eftir samskiptin við föður sinn. Dómurinn taldi sig ekki geta litið fram hjá því að stúlkan var ung að árum og faðirinn vel meðvitaður um vandkvæði sem höfðu hrjáð hana misserin á undan. Hann hafði leitað aðstoðar hjá fagaðilum vegna félagslegra erfiðleika, vanlíðunar og áhættuhegðunar. Viðurkenndi hann að hafa ýtt stúlkunni til í herberginu þannig að hún hefði farið á eigið rúm og haldið henni þar. Þá játaði hann að stúlkan hefði fallið á herbergisgólfið. Auk þessa sagði stúlkan að faðir hennar hefði beitt hana valdi. Það hefði byrjað fyrir utan herbergið og svo færst þangað inn. Hún hefði mátt þola tök um axlir, ýtingar og hárreytingu af hálfu föður. Dómurinn taldi þá frásögn fá nokkra stoð í vottorði læknis meðal annars varðandi höfuðeymsli. Einnig í ljósmynd og myndatexta lögreglu af vettvangi og svo frásögn lögreglu af vettvangi og starfsmanns barnaverndar sem mætti þangað. Að öllu þessu sögðu þótti frásögn stúlkunnar um valdbeitingu trúverðug og lögð til grundvallar. Var faðirinn dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 350 þúsund króna miskabóta. Réttargæslumaður stúlkunnar hafði farið fram á 2,5 milljónir króna í bætur. Faðirinn á ekki að baki sakaferil. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Föðurnum var gefið að sök brot á hegningar- og barnaverndarlögum með því að hafa síðdegis dag nokkurn í október í fyrra reiðst fjórtán ára dóttur sinni, tekið í axlir hennar og ýtt inn í svefnherbergi. Þar hafi hann rifið í hana og ýtt svo hún féll á gólfið, haldið henni niðri og sparkað að minnsta kosti einu sinni í fætur hennar eða læri. Afleiðingarnar voru þær að stúlkan hlaut eymsli fyrir ofan hægra eyra og varð hrædd, fór að hágráta en allt framtalið var metið ruddalegt og særandi gagnvart stúlkunni. Faðirinn neitaði sök í málinu. Föðurnum, sambýliskonu hans og stúlkunni bar í öllum meginatriðum saman um aðdraganda þess sem gerðist á sameiginlegu heimili þeirra. Upphafið hafi verið fúkyrði sem stúlkan lét falla í eldhúsinu. Faðirinn hélt allan tímann fram við meðferð málsins að hann hefði snöggreiðst, risið úr stól sínum en svo farið í skyndingu á eftir stúlkunni þar sem hún var á leið sinni eftir gangi að eigin herbergi. Varðandi það sem gerðist í framhaldinu eru feðginin ein til frásagnar um. Báru þau bæði við nokkru minnisleysi um atvik við meðferð málsins. Dómurinn telur að þar hafi komið til hugaræsingur þeirra og tilfinningalegt ójafnvægi auk bræði föður. Hann lýsti því að hafa misst stjórn á skapi sínu um stund en stúlkan lýsti verulegri hræðslu á verknaðarstund. Lögreglumenn á vettvangi báru að stúlkan hefði verið í miklu ójafnvægi skömmu eftir samskiptin við föður sinn. Dómurinn taldi sig ekki geta litið fram hjá því að stúlkan var ung að árum og faðirinn vel meðvitaður um vandkvæði sem höfðu hrjáð hana misserin á undan. Hann hafði leitað aðstoðar hjá fagaðilum vegna félagslegra erfiðleika, vanlíðunar og áhættuhegðunar. Viðurkenndi hann að hafa ýtt stúlkunni til í herberginu þannig að hún hefði farið á eigið rúm og haldið henni þar. Þá játaði hann að stúlkan hefði fallið á herbergisgólfið. Auk þessa sagði stúlkan að faðir hennar hefði beitt hana valdi. Það hefði byrjað fyrir utan herbergið og svo færst þangað inn. Hún hefði mátt þola tök um axlir, ýtingar og hárreytingu af hálfu föður. Dómurinn taldi þá frásögn fá nokkra stoð í vottorði læknis meðal annars varðandi höfuðeymsli. Einnig í ljósmynd og myndatexta lögreglu af vettvangi og svo frásögn lögreglu af vettvangi og starfsmanns barnaverndar sem mætti þangað. Að öllu þessu sögðu þótti frásögn stúlkunnar um valdbeitingu trúverðug og lögð til grundvallar. Var faðirinn dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 350 þúsund króna miskabóta. Réttargæslumaður stúlkunnar hafði farið fram á 2,5 milljónir króna í bætur. Faðirinn á ekki að baki sakaferil.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira