Miklar verðhækkanir hlutabréfa skiluðu Stoðum nærri 13 milljarða hagnaði Hörður Ægisson skrifar 14. september 2021 12:39 Hlutabréfaeign Stoða í Arion, sem jafngildir tæplega fimm prósenta hlut í bankanum, hækkaði í virði um liðlega fimm milljarða króna á fyrri árshelmingi þessa árs. Vísir/eyþór Stoðir, umsvifamesta fjárfestingafélagið á íslenskum hlutabréfamarkaði um þessar mundir, hagnaðist um rúmlega 12,6 milljarða króna á fyrri árshelmingi þessa árs. Hagnaður Stoða, sem er nánast alfarið í eigu einkafjárfesta og verðbréfasjóða, er drifin áfram af miklum verðhækkunum á hlutabréfaeign félagsins. Stoðir eru stærsti hluthafi Símans og Kviku auk þess að vera á meðal leiðandi fjárfesta í hluthafahópi Arion banka og flugfélagsins Play sem var skráð á markað í byrjun júlí. Eigið fé fjárfestingafélagsins, sem er skuldlaust, stóð í 43 milljörðum króna um mitt þetta ár og hefur það hækkað um meira en 18 milljarða á aðeins einu ári. Á sama tímabili fyrir ári, þegar óvissa vegna kórónuverufaraldursins skók innlenda og erlenda hlutabréfamarkaði, var afkoma Stoða neikvæð um tæplega 480 milljónir króna. Þegar líða tók seinni hluta ársins varð hins vegar mikill viðsnúningur á fjármálamörkuðum og hagnaður Stoðir yfir allt árið 2020 nam samtals um 7,6 milljörðum króna. Fjárfestingaeignir Stoða, sem samanstanda einkum af verðbréfaeign í skráðum innlendum félögum, voru bókfærðar á 39,2 milljarða í lok júní á þessu ári og þá nam handbært fé félagsins um 3,5 milljörðum. Keyptu eigin bréf fyrir 1,4 milljarða Hlutabréfaeign Stoða í Arion banka, sem nemur tæplega fimm prósentum og er í dag metin á liðlega 13,5 milljarða króna, hækkaði um 63 prósent á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Miklar hækkanir voru einnig á gengi bréfa félagsins í Símanum, sem fór upp um 38 prósent á tímabilinu, á meðan hlutabréfaverð Kviku banka hækkaði um 35 prósent. Til samanburðar hækkaði Úrvalsvísitala Kauphallarinnar á sama tíma um 23 prósent. Í lok síðasta mánaðar keyptu Stoðir allan 6,2 prósenta hlut Helga Magnússonar, aðaleigenda útgáfufélags Fréttablaðsins, í Bláa lóninu og nam kaupverðið vel á fjórða milljarð króna. Jón Sigurðsson, forstjóri og stjórnarmaður Stoða. Fram kemur í skýrslu stjórnar Stoða í nýbirtum ársreikningi að félagið hafi á árinu keypt eigin bréf upp á 491 milljón hluta að nafnvirði, fyrir samtals 1.430 milljónir króna, og nam hlutur Stoða í sjálfu sér 9,77 prósent um mitt þetta ár. TM seldu allt í Stoðum Í maí síðastliðnum seldi tryggingafélagið TM, dótturfélag Kviku banka, allan 12 prósenta hlut sinn í Stoðum fyrir um 4,5 milljarða króna. Félag í eigu fjárfestanna Magnúsar Ármanns og Þorsteins M. Jónssonar, M&M Capital, var stærsti einstaki kaupandinn að bréfum TM og keypti samanlagt tæplega 2,8 prósenta hlut fyrir um milljarð króna. Þá keypti félagið Arcus Invest, sem er í eigu Þorvaldar H. Gissurarsonar, forstjóra og eigenda ÞG Verks, fyrir rúmlega 600 milljónir króna í Stoðum og fer í dag með 1,77 prósenta hlut sem gerir félagið að áttunda stærsta hluthafanum. Langsamlega stærsti eigandi Stoða er eignarhaldsfélagið S121 með 56 prósenta hlut. Þeir sem standa að því félagi eru meðal annars Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða og stjórnarformaður Símans, Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs og stjórnarformaður Play, og Örvar Kjærnested, fjárfestir. Aðrir helstu hluthafar Stoða eru sjóðir í stýringu Stefnis, sem fara samanlagt með um 11 prósenta hlut, og félagið Mótás sem á tæplega 6 prósenta hlut. Kauphöllin Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Hagnaður Stoða, sem er nánast alfarið í eigu einkafjárfesta og verðbréfasjóða, er drifin áfram af miklum verðhækkunum á hlutabréfaeign félagsins. Stoðir eru stærsti hluthafi Símans og Kviku auk þess að vera á meðal leiðandi fjárfesta í hluthafahópi Arion banka og flugfélagsins Play sem var skráð á markað í byrjun júlí. Eigið fé fjárfestingafélagsins, sem er skuldlaust, stóð í 43 milljörðum króna um mitt þetta ár og hefur það hækkað um meira en 18 milljarða á aðeins einu ári. Á sama tímabili fyrir ári, þegar óvissa vegna kórónuverufaraldursins skók innlenda og erlenda hlutabréfamarkaði, var afkoma Stoða neikvæð um tæplega 480 milljónir króna. Þegar líða tók seinni hluta ársins varð hins vegar mikill viðsnúningur á fjármálamörkuðum og hagnaður Stoðir yfir allt árið 2020 nam samtals um 7,6 milljörðum króna. Fjárfestingaeignir Stoða, sem samanstanda einkum af verðbréfaeign í skráðum innlendum félögum, voru bókfærðar á 39,2 milljarða í lok júní á þessu ári og þá nam handbært fé félagsins um 3,5 milljörðum. Keyptu eigin bréf fyrir 1,4 milljarða Hlutabréfaeign Stoða í Arion banka, sem nemur tæplega fimm prósentum og er í dag metin á liðlega 13,5 milljarða króna, hækkaði um 63 prósent á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Miklar hækkanir voru einnig á gengi bréfa félagsins í Símanum, sem fór upp um 38 prósent á tímabilinu, á meðan hlutabréfaverð Kviku banka hækkaði um 35 prósent. Til samanburðar hækkaði Úrvalsvísitala Kauphallarinnar á sama tíma um 23 prósent. Í lok síðasta mánaðar keyptu Stoðir allan 6,2 prósenta hlut Helga Magnússonar, aðaleigenda útgáfufélags Fréttablaðsins, í Bláa lóninu og nam kaupverðið vel á fjórða milljarð króna. Jón Sigurðsson, forstjóri og stjórnarmaður Stoða. Fram kemur í skýrslu stjórnar Stoða í nýbirtum ársreikningi að félagið hafi á árinu keypt eigin bréf upp á 491 milljón hluta að nafnvirði, fyrir samtals 1.430 milljónir króna, og nam hlutur Stoða í sjálfu sér 9,77 prósent um mitt þetta ár. TM seldu allt í Stoðum Í maí síðastliðnum seldi tryggingafélagið TM, dótturfélag Kviku banka, allan 12 prósenta hlut sinn í Stoðum fyrir um 4,5 milljarða króna. Félag í eigu fjárfestanna Magnúsar Ármanns og Þorsteins M. Jónssonar, M&M Capital, var stærsti einstaki kaupandinn að bréfum TM og keypti samanlagt tæplega 2,8 prósenta hlut fyrir um milljarð króna. Þá keypti félagið Arcus Invest, sem er í eigu Þorvaldar H. Gissurarsonar, forstjóra og eigenda ÞG Verks, fyrir rúmlega 600 milljónir króna í Stoðum og fer í dag með 1,77 prósenta hlut sem gerir félagið að áttunda stærsta hluthafanum. Langsamlega stærsti eigandi Stoða er eignarhaldsfélagið S121 með 56 prósenta hlut. Þeir sem standa að því félagi eru meðal annars Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða og stjórnarformaður Símans, Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs og stjórnarformaður Play, og Örvar Kjærnested, fjárfestir. Aðrir helstu hluthafar Stoða eru sjóðir í stýringu Stefnis, sem fara samanlagt með um 11 prósenta hlut, og félagið Mótás sem á tæplega 6 prósenta hlut.
Kauphöllin Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira