Birna sleit krossband í þriðja sinn: „Engin endalok fyrir mig“ Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2021 14:36 Birna Berg Haraldsdóttir ætlar sér að snúa aftur af krafti á næsta ári en veit vel að í því felst gríðarleg áskorun. vísir/vilhelm „Ég fann strax hvað hafði gerst og það fóru alls konar hugsanir í gegnum hausinn,“ segir Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðskona í handbolta, sem sleit krossband í hné í þriðja sinn á ferlinum. Birna sleit krossband í hægra hné í stórsigri með ÍBV gegn Gróttu í Coca Cola-bikarnum á föstudagskvöld. Hún hefur áður unnið sig upp úr krossbandsslitum, á báðum hnjám, og veit því vel að nú tekur við langt og strangt endurhæfingarferli. Hún missir af leiktíðinni sem er rétt að hefjast en stefnir nú á næstu leiktíð. „Ég verð alveg að viðurkenna það að yfir helgina hefur þetta verið þannig að eina mínútuna var ég mjög peppuð og fannst ég geta þetta, en næstu var ég kannski hágrenjandi að hugsa um hvort þetta væri þess virði og hvort líkaminn minn væri tilbúinn í þetta. En þetta eru engin endalok fyrir mig og ég myndi aldrei sætta mig við að enda ferilinn svona. Enda ætlaði ég mér að koma heim úr atvinnumennsku og vinna titla með ÍBV. Þetta býr til smá krókaleið að því marki,“ segir Birna sem sneri heim til Íslands úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð. Hugðust búa til sirkusmark og áttu svo að fara út af Þessi 28 ára gamla stórskytta segir sérstaklega svekkjandi að hugsa til þess hvernig hún meiddist í leiknum á föstudag: „Siggi [Sigurður Bragason, þjálfari] tók leikhlé og sagði að við ættum tvær mínútur eftir og svo ætlaði hann að skipta þeim yngri inn á. Við ákváðum þá að búa til sirkusmark og ég hoppa einhvern veginn upp, en Sunnu [Jónsdóttur, liðsfélaga] er hrint á mig og hún lendir á hnénu. Þetta er algjört óhapp og bara ótrúlega svekkjandi en ég þarf að sætta mig við þetta.“ Birna Berg segir lífið tómlegt án handbolta og ætlar sér að snúa aftur á völlinn þrátt fyrir þriðju krossbandsslitin.vísir/vilhelm „Mér finnst þetta rosalega erfitt en ég reyni að hugsa jákvætt. Það eru margir að reyna að hughreysta mann með því að benda á að þetta sé ekki það hræðilegasta sem gæti gerst. En ég er bara handboltakona, ekkert annað, og ef að það er tekið frá manni þá finnst manni lífið vera svo tómlegt. Ég veit að það gæti hljómað dramatískt en handboltinn hefur verið svo stór hluti af lífinu mínu og ég er bara ekkert tilbúin að enda þetta svona. Mér finnst ég eiga nóg eftir og ætlaði mér stóra hluti í vetur. Það gerir þetta svo svekkjandi,“ segir Birna. Sjaldan liðið eins vel og fyrir þetta tímabil Birna meiddist illa í ökkla í byrjun maí og gat því ekki beitt sér með ÍBV í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð. Hún varði sumrinu í að vinna sig upp úr því með hjálp styrktarþjálfara: „Ég get þakkað honum mikið fyrir að ég er sterk í fótunum í dag og er vel undirbúin fyrir það sem ég er að fara að ganga í gegnum. Það er alla vega jákvætt. En áður en að krossbandið fór hafði mér sjaldan liðið eins vel. Ég var svo létt á mér, hafði gengið vel í æfingaleikjunum og fann svo mikla tilhlökkun fyrir tímabilinu eftir þetta síðasta tímabil, með endalausum hléum og Covid-pásum. Þá var maður með úrslitakeppnina sem gulrót og svo var hún tekin af manni þegar ég meiddist,“ segir Birna sem vonast til að komast í aðgerð í lok mánaðarins. „Þetta er erfitt en ég er sterk andlega og ef einhver getur tekist á við þetta þá er það ég. Ég hef gert þetta áður og veit alveg hvað ég er að fara út í.“ Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Birna sleit krossband í hægra hné í stórsigri með ÍBV gegn Gróttu í Coca Cola-bikarnum á föstudagskvöld. Hún hefur áður unnið sig upp úr krossbandsslitum, á báðum hnjám, og veit því vel að nú tekur við langt og strangt endurhæfingarferli. Hún missir af leiktíðinni sem er rétt að hefjast en stefnir nú á næstu leiktíð. „Ég verð alveg að viðurkenna það að yfir helgina hefur þetta verið þannig að eina mínútuna var ég mjög peppuð og fannst ég geta þetta, en næstu var ég kannski hágrenjandi að hugsa um hvort þetta væri þess virði og hvort líkaminn minn væri tilbúinn í þetta. En þetta eru engin endalok fyrir mig og ég myndi aldrei sætta mig við að enda ferilinn svona. Enda ætlaði ég mér að koma heim úr atvinnumennsku og vinna titla með ÍBV. Þetta býr til smá krókaleið að því marki,“ segir Birna sem sneri heim til Íslands úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð. Hugðust búa til sirkusmark og áttu svo að fara út af Þessi 28 ára gamla stórskytta segir sérstaklega svekkjandi að hugsa til þess hvernig hún meiddist í leiknum á föstudag: „Siggi [Sigurður Bragason, þjálfari] tók leikhlé og sagði að við ættum tvær mínútur eftir og svo ætlaði hann að skipta þeim yngri inn á. Við ákváðum þá að búa til sirkusmark og ég hoppa einhvern veginn upp, en Sunnu [Jónsdóttur, liðsfélaga] er hrint á mig og hún lendir á hnénu. Þetta er algjört óhapp og bara ótrúlega svekkjandi en ég þarf að sætta mig við þetta.“ Birna Berg segir lífið tómlegt án handbolta og ætlar sér að snúa aftur á völlinn þrátt fyrir þriðju krossbandsslitin.vísir/vilhelm „Mér finnst þetta rosalega erfitt en ég reyni að hugsa jákvætt. Það eru margir að reyna að hughreysta mann með því að benda á að þetta sé ekki það hræðilegasta sem gæti gerst. En ég er bara handboltakona, ekkert annað, og ef að það er tekið frá manni þá finnst manni lífið vera svo tómlegt. Ég veit að það gæti hljómað dramatískt en handboltinn hefur verið svo stór hluti af lífinu mínu og ég er bara ekkert tilbúin að enda þetta svona. Mér finnst ég eiga nóg eftir og ætlaði mér stóra hluti í vetur. Það gerir þetta svo svekkjandi,“ segir Birna. Sjaldan liðið eins vel og fyrir þetta tímabil Birna meiddist illa í ökkla í byrjun maí og gat því ekki beitt sér með ÍBV í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð. Hún varði sumrinu í að vinna sig upp úr því með hjálp styrktarþjálfara: „Ég get þakkað honum mikið fyrir að ég er sterk í fótunum í dag og er vel undirbúin fyrir það sem ég er að fara að ganga í gegnum. Það er alla vega jákvætt. En áður en að krossbandið fór hafði mér sjaldan liðið eins vel. Ég var svo létt á mér, hafði gengið vel í æfingaleikjunum og fann svo mikla tilhlökkun fyrir tímabilinu eftir þetta síðasta tímabil, með endalausum hléum og Covid-pásum. Þá var maður með úrslitakeppnina sem gulrót og svo var hún tekin af manni þegar ég meiddist,“ segir Birna sem vonast til að komast í aðgerð í lok mánaðarins. „Þetta er erfitt en ég er sterk andlega og ef einhver getur tekist á við þetta þá er það ég. Ég hef gert þetta áður og veit alveg hvað ég er að fara út í.“
Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira