Finnbogi Jónsson er látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. september 2021 16:13 Finnbogi Jónsson var mikill áhugamaður um nýsköpun og kynnti sér nýjustu tækni um borð í Oddeyrinni EA í júlí síðastliðnum. Finnbogi Jónsson verkfræðingur og fyrrverandi stjórnarformaður Samherja lést þann níunda september síðastliðinn í Vancouver í Kanada. Finnbogi lét mjög að sér kveða í íslensku atvinnulífi og sat í stjórn fjölmargra félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana. Greint er frá andláti Finnboga á vefsíðu Samherja. Finnbogi var framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað frá 1986 til 1999, forstjóri Íslenskra sjávarafurða hf. 1999, aðstoðarframkvæmdastjóri SÍF, starfandi stjórnarformaður Samherja hf. 2000 til 2005 og framkvæmdastjóri SR-mjöls h/f frá 2003 til 2006. Finnbogi var framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins frá 2006 til 2010 og sat auk þess í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og stofnana, svo sem háskólaráði Háskólans á Akureyri. „Áhrifa starfa Finnboga gætir víða í íslensku atvinnulífi og við sem förum fyrir Samherja stöndum í mikilli þakkarskuld við hann. Ákvarðanir sem Finnbogi tók eða lagði til, voru vel ígrundaðar og byggðar á þekkingu og glöggu innsæi. Finnbogi hafði einstakt lag á að leiða saman fólk til samstarfs og viðskipta sem skilað hefur atvinnulífinu ávinningi og þar með þjóðarbúinu. Hans er sárt saknað með djúpri virðingu,“ segir Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir Finnboga hafa verið dreng góðan, mikinn Akureyring sem hafi ávallt borið hag bæjarins fyrir brjósti. „Jákvæðni og framsýni var áberandi í fari Finnboga enda hafði hann einstakt lag á að fá fólk til liðs við metnaðarfull og framsækin verkefni. Þátttaka Finnboga Jónssonar í íslensku atvinnulífi hefur verið áhrifarík, sérstaklega í sjávarútvegi og nýsköpun. Við hjá Samherja kveðjum góðan vin og samstarfsmann með einlægu þakklæti,“ segir Þorsteinn. Andlát Sjávarútvegur Íslendingar erlendis Akureyri Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Finnbogi var framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað frá 1986 til 1999, forstjóri Íslenskra sjávarafurða hf. 1999, aðstoðarframkvæmdastjóri SÍF, starfandi stjórnarformaður Samherja hf. 2000 til 2005 og framkvæmdastjóri SR-mjöls h/f frá 2003 til 2006. Finnbogi var framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins frá 2006 til 2010 og sat auk þess í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og stofnana, svo sem háskólaráði Háskólans á Akureyri. „Áhrifa starfa Finnboga gætir víða í íslensku atvinnulífi og við sem förum fyrir Samherja stöndum í mikilli þakkarskuld við hann. Ákvarðanir sem Finnbogi tók eða lagði til, voru vel ígrundaðar og byggðar á þekkingu og glöggu innsæi. Finnbogi hafði einstakt lag á að leiða saman fólk til samstarfs og viðskipta sem skilað hefur atvinnulífinu ávinningi og þar með þjóðarbúinu. Hans er sárt saknað með djúpri virðingu,“ segir Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir Finnboga hafa verið dreng góðan, mikinn Akureyring sem hafi ávallt borið hag bæjarins fyrir brjósti. „Jákvæðni og framsýni var áberandi í fari Finnboga enda hafði hann einstakt lag á að fá fólk til liðs við metnaðarfull og framsækin verkefni. Þátttaka Finnboga Jónssonar í íslensku atvinnulífi hefur verið áhrifarík, sérstaklega í sjávarútvegi og nýsköpun. Við hjá Samherja kveðjum góðan vin og samstarfsmann með einlægu þakklæti,“ segir Þorsteinn.
Andlát Sjávarútvegur Íslendingar erlendis Akureyri Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira