Vilja láta rannsaka hvort brögð séu í tafli hjá útgerðunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. september 2021 13:00 Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður Félags vélstjora og málmtæknimanna. Vísir Formenn þriggja stéttafélaga sjómanna vilja að kannað verði hvort verðmæti sjávarafurða hækki óeðlilega meðan verið er að flytja þær út og því geti vantað um 20 milljarða króna inn í íslenskt hagkerfi. Skýrslu um málið hafi verið stungið ofan í skúffu í fjármálaráðuneytinu. Stéttarfélög sjómanna slitu samningaviðræðum við útgerðarmenn þann 7. september sl. um gerð nýs kjarasamnings. Sjómenn segjast þar hafa farið fram á að greitt yrði sama mótframlag í lífeyrissjóð og annað launafólk fær og að kauptrygging sjómanna hækki um sömu krónutölur og laun á almennum vinnumarkaði. Formenn þriggja stéttafélaga sjómanna skrifa svo grein á Vísi í dag sem er liður í kjarabaráttunni með yfirskriftinni Svik við sjómenn eru svik við þjóðina. Í greininni benda þeir á að í skýrslu sem fjármálaráðherra hafi látið gera 2016 virðist vera að það vanti um 8,3% uppá verðmæti sjávarafurða þegar þær séu skráðar úr landi. Það þýði að verðmæti þeirra hækki meðan verið sé að flytja þær út eða það sem kallað sé hækkun í hafi. En þetta hafi verulega þýðingu því stærstu útgerðirnar eigi allt í senn, bátana, vinnslurnar, íslensku og erlendu sölufyrirtækin. Þá séu dæmi að fyrirtækin eigi hlut í fiskverslunum erlendis. Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður Félags vélstjóra- og málmtæknimanna, einn greinarhöfunda segir gríðarlega mikilvægt að þetta verði rannsakað. „Við höfum reiknað þetta út að þetta þýði að það vanti um 20 milljarða á ári inn í íslenskt hagkerfi. Ef maður er á hlutaskiptakerfi eins og sjómenn eru þá þarf að vera öruggt að það sé reiknað út frá réttum stofni. Þannig að við teljum að það þurfi að rannsaka þessi mál. Hins vegar virðist skýrslu um þessi mál bara hafa verið stungið ofan í skúffu í fjármálaráðuneytinu,“ segir Guðmundur. Hann segir um gríðarlega hagsmuni að ræða. „Það er öll þjóðin sem tapar á þessu. Ef þetta eru 20 milljarðar á ári, þá vantar örugglega 7-8 milljarðar inn í ríkiskassann.“ segir Guðmundur. Guðmundur segir sjómenn velta fyrir sér hvaða stjórnmálaflokkar séu tilbúnir að laga kerfið. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki viljað breyta neinu í þessu kerfi og jafnvel ekki Framsóknarflokkurinn heldur. En við höfum séð það á síðustu 20 árum hvernig auður útgerðarmanna hefur aukist langt umfram annarra í landinu. Þannig að við viljum láta skoða þetta,“ segir Guðmundur. Sjávarútvegur Kjaramál Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Fleiri fréttir Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Sjá meira
Stéttarfélög sjómanna slitu samningaviðræðum við útgerðarmenn þann 7. september sl. um gerð nýs kjarasamnings. Sjómenn segjast þar hafa farið fram á að greitt yrði sama mótframlag í lífeyrissjóð og annað launafólk fær og að kauptrygging sjómanna hækki um sömu krónutölur og laun á almennum vinnumarkaði. Formenn þriggja stéttafélaga sjómanna skrifa svo grein á Vísi í dag sem er liður í kjarabaráttunni með yfirskriftinni Svik við sjómenn eru svik við þjóðina. Í greininni benda þeir á að í skýrslu sem fjármálaráðherra hafi látið gera 2016 virðist vera að það vanti um 8,3% uppá verðmæti sjávarafurða þegar þær séu skráðar úr landi. Það þýði að verðmæti þeirra hækki meðan verið sé að flytja þær út eða það sem kallað sé hækkun í hafi. En þetta hafi verulega þýðingu því stærstu útgerðirnar eigi allt í senn, bátana, vinnslurnar, íslensku og erlendu sölufyrirtækin. Þá séu dæmi að fyrirtækin eigi hlut í fiskverslunum erlendis. Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður Félags vélstjóra- og málmtæknimanna, einn greinarhöfunda segir gríðarlega mikilvægt að þetta verði rannsakað. „Við höfum reiknað þetta út að þetta þýði að það vanti um 20 milljarða á ári inn í íslenskt hagkerfi. Ef maður er á hlutaskiptakerfi eins og sjómenn eru þá þarf að vera öruggt að það sé reiknað út frá réttum stofni. Þannig að við teljum að það þurfi að rannsaka þessi mál. Hins vegar virðist skýrslu um þessi mál bara hafa verið stungið ofan í skúffu í fjármálaráðuneytinu,“ segir Guðmundur. Hann segir um gríðarlega hagsmuni að ræða. „Það er öll þjóðin sem tapar á þessu. Ef þetta eru 20 milljarðar á ári, þá vantar örugglega 7-8 milljarðar inn í ríkiskassann.“ segir Guðmundur. Guðmundur segir sjómenn velta fyrir sér hvaða stjórnmálaflokkar séu tilbúnir að laga kerfið. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki viljað breyta neinu í þessu kerfi og jafnvel ekki Framsóknarflokkurinn heldur. En við höfum séð það á síðustu 20 árum hvernig auður útgerðarmanna hefur aukist langt umfram annarra í landinu. Þannig að við viljum láta skoða þetta,“ segir Guðmundur.
Sjávarútvegur Kjaramál Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Fleiri fréttir Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Sjá meira