MS gagnrýnir þátttöku forstjóra Samkeppniseftirlitsins í kostuðu blaði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. september 2021 11:23 Höfuðstöðvar Mjólkursamsölunnar. Vísir/Vilhelm Pálmi Vilhjálmsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, gagnrýnir harðlega að forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Páll Gunnar Pálsson, skuli hafa veitt Fréttablaðinu viðtal sem var birt í kostuðu kynningarblaði sem bar yfirskriftina „Fögnum frelsinu - Samkeppni lifi“. Á forsíðu blaðsins var stór mynd af Ólafi M. Magnússyni, fyrrverandi eiganda Mjólku og síðar Mjólkurbúsins Kú, og meðal annars haft eftir honum að honum hefði létt þegar Hæstiréttur staðfesti ákvörðum Samkeppniseftirlitsins í vor um brot Mjólkursamsölunnar á samkeppnislögum. Í blaðinu var einnig rætt við Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, undir fyrirsögninni „Samkeppni er drifkraftur nýsköpunar“ og Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóra Örnu í Bolungarvík, undir fyrirsögninni „Við í Örnu fögnum aukinni samkeppni“. Þá var rætt við Pál Gunnar, Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, og Guðmund Marteinsson, framkvæmdastjóra Bónuss, sem allir fóru fögrum orðum um innreið Mjólku á mjólkurmarkaðinn. Ein greinin í blaðinu bar fyrirsögnina „Mjólkurbændur - þrælar einokunar“. Veki spurningar um hæfi eftirlitsins „Blað þetta er gefið út á meðan dómsmál Mjólku á hendur Mjólkursamsölunni er itl meðferðar fyrir dómstólum. Furðu sætir að forstjóri Samkeppniseftirlitsins skuli gefa færi á viðtali við sig í slíku kynningarblaði, sem er fjármagnað af einkaaðila þar sem farið er fram með rangfærslur gagnvart samkeppnisaðila sem Samkeppniseftirlitið á að hafa eftirlit með,“ segir í tilkynningu frá Mjólkursamsölunni og Pálma Vilhjálmssyni. „Gera verður alvarlegar athugasemdir við þessa umfjöllun og vekur hún upp áleitnar spurningar um hæfi Samkeppniseftirlitsins til að fjalla um málefni Mjólkursamsölunnar.“ Fram kemur í tilkynningunni að til standi að svara umræddum rangfærslum síðar. Samkeppnismál Matvælaframleiðsla Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Á forsíðu blaðsins var stór mynd af Ólafi M. Magnússyni, fyrrverandi eiganda Mjólku og síðar Mjólkurbúsins Kú, og meðal annars haft eftir honum að honum hefði létt þegar Hæstiréttur staðfesti ákvörðum Samkeppniseftirlitsins í vor um brot Mjólkursamsölunnar á samkeppnislögum. Í blaðinu var einnig rætt við Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, undir fyrirsögninni „Samkeppni er drifkraftur nýsköpunar“ og Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóra Örnu í Bolungarvík, undir fyrirsögninni „Við í Örnu fögnum aukinni samkeppni“. Þá var rætt við Pál Gunnar, Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, og Guðmund Marteinsson, framkvæmdastjóra Bónuss, sem allir fóru fögrum orðum um innreið Mjólku á mjólkurmarkaðinn. Ein greinin í blaðinu bar fyrirsögnina „Mjólkurbændur - þrælar einokunar“. Veki spurningar um hæfi eftirlitsins „Blað þetta er gefið út á meðan dómsmál Mjólku á hendur Mjólkursamsölunni er itl meðferðar fyrir dómstólum. Furðu sætir að forstjóri Samkeppniseftirlitsins skuli gefa færi á viðtali við sig í slíku kynningarblaði, sem er fjármagnað af einkaaðila þar sem farið er fram með rangfærslur gagnvart samkeppnisaðila sem Samkeppniseftirlitið á að hafa eftirlit með,“ segir í tilkynningu frá Mjólkursamsölunni og Pálma Vilhjálmssyni. „Gera verður alvarlegar athugasemdir við þessa umfjöllun og vekur hún upp áleitnar spurningar um hæfi Samkeppniseftirlitsins til að fjalla um málefni Mjólkursamsölunnar.“ Fram kemur í tilkynningunni að til standi að svara umræddum rangfærslum síðar.
Samkeppnismál Matvælaframleiðsla Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira