Glódís Perla um lífið hjá Bayern: Skipti úr gervigrasliðinu yfir í grasliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2021 14:30 Glódís Perla Viggósdóttir er fyrir löngu komin í hóp reynslumestu leikmanna íslenska landsliðsins. vísir/vilhelm Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir er mjög ánægð með allar aðstæður og alla umgjörð hjá Bayern München en hún gekk til liðs við þýska stórliðið í sumar. Glódís Perla er nú komin til Íslands til að hjálpa kvennalandsliðinu í undankeppni HM en skoraði fyrir Bayern í síðasta leik sínum fyrir landsleikjahléið. Glódís Perla var á fjarfundi með íslenskum blaðamönnum í gær og var spurð út í lífið í München. „Þetta er alveg næsta „level“ þarna og eitt það besta sem er í boði í dag,“ sagði Glódís Perla og hún segir að Bæjarar haldi vel utan um leiðið. „Við erum með eigið svæði með geggjuðum grasvöllum,“ sagði Glódís Perla. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Glódís Perla spilaði með Stjörnunni áður en hún fór út en liðið fór að spilað heimaleiki sína á gervigrasi fyrst íslensku félaganna. Liðin í Svíþjóð spila líka mikið á gervigrasvöllum en þar hafði Glódís spilað undanfarin sex ár. „Ég var alltaf í gervigrasliðinu en nú er ég búin að breyta yfir í grasliðið,“ sagði Glódís sem segir að grasvellirnir séu til mikillar fyrirmyndar. Glódís hrósar líka starfsliðinu í kringum liðið og þar sé allir þeir sérfræðingar til taks með lið þarf á að halda. „Ég get ekki kvartað yfir neinu og þetta er bara eins og það á að vera,“ sagði Glódís. Glódís var hins vegar ekki ákveðin að fara í fyrstu eftir að hafa heyrt slæmar sögur af kvennaliði Bayern. Hún leitaði til Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í byrjun til að fá að vita meira um þetta. Það hefur aftur á móti komið í ljós að Bæjarar hafa gerbreytt hlutunum í kringum kvennaliðið sitt og félagið hefur ákveðið að veðja að knattspyrnukonurnar sínar sem er sérstaklega gaman þegar tvær íslenska landsliðskonur spila með liðinu. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Glódís ætlar sér að taka næsta skref hjá Bayern en hún er enn bara 26 ára gömul þrátt fyrir að hafa spilað 93 landsleiki fyrir Ísland og spilað sem atvinnumaður í sex ár. En hvað þarf hún að bæta að mati þjálfara Bayern? „Ég á bara að verða betri í öllu, að taka næstu skref í öllum mínum leik,“ sagði Glódís en segir að þjálfarateymi Bayern vilji líka að leikmenn sínir geri það sem þær eru góðar í. Þýski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Glódís Perla: Þurfum að vera með augu í hnakkanum á henni allan tímann Ein af bestu knattspyrnukonum heims mætir á Laugardalsvöllinn í næstu viku en þar eru við að tala um hina hollensku Vivianne Miedema. 17. september 2021 12:00 Gunnhildur Yrsa fagnaði því að fá Ólympíugull í fjölskylduna Íslenska landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik með íslenska landsliðinu á þriðjudaginn kemur en kærastan eyddi aftur á móti sumrinu með kanadíska landsliðinu. 17. september 2021 10:30 Með bækistöðvar í Hveragerði og keppa í golfi í dag Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta undirbýr sig á nýjum stað fyrir fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins. 16. september 2021 15:13 Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Sjá meira
Glódís Perla er nú komin til Íslands til að hjálpa kvennalandsliðinu í undankeppni HM en skoraði fyrir Bayern í síðasta leik sínum fyrir landsleikjahléið. Glódís Perla var á fjarfundi með íslenskum blaðamönnum í gær og var spurð út í lífið í München. „Þetta er alveg næsta „level“ þarna og eitt það besta sem er í boði í dag,“ sagði Glódís Perla og hún segir að Bæjarar haldi vel utan um leiðið. „Við erum með eigið svæði með geggjuðum grasvöllum,“ sagði Glódís Perla. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Glódís Perla spilaði með Stjörnunni áður en hún fór út en liðið fór að spilað heimaleiki sína á gervigrasi fyrst íslensku félaganna. Liðin í Svíþjóð spila líka mikið á gervigrasvöllum en þar hafði Glódís spilað undanfarin sex ár. „Ég var alltaf í gervigrasliðinu en nú er ég búin að breyta yfir í grasliðið,“ sagði Glódís sem segir að grasvellirnir séu til mikillar fyrirmyndar. Glódís hrósar líka starfsliðinu í kringum liðið og þar sé allir þeir sérfræðingar til taks með lið þarf á að halda. „Ég get ekki kvartað yfir neinu og þetta er bara eins og það á að vera,“ sagði Glódís. Glódís var hins vegar ekki ákveðin að fara í fyrstu eftir að hafa heyrt slæmar sögur af kvennaliði Bayern. Hún leitaði til Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í byrjun til að fá að vita meira um þetta. Það hefur aftur á móti komið í ljós að Bæjarar hafa gerbreytt hlutunum í kringum kvennaliðið sitt og félagið hefur ákveðið að veðja að knattspyrnukonurnar sínar sem er sérstaklega gaman þegar tvær íslenska landsliðskonur spila með liðinu. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Glódís ætlar sér að taka næsta skref hjá Bayern en hún er enn bara 26 ára gömul þrátt fyrir að hafa spilað 93 landsleiki fyrir Ísland og spilað sem atvinnumaður í sex ár. En hvað þarf hún að bæta að mati þjálfara Bayern? „Ég á bara að verða betri í öllu, að taka næstu skref í öllum mínum leik,“ sagði Glódís en segir að þjálfarateymi Bayern vilji líka að leikmenn sínir geri það sem þær eru góðar í.
Þýski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Glódís Perla: Þurfum að vera með augu í hnakkanum á henni allan tímann Ein af bestu knattspyrnukonum heims mætir á Laugardalsvöllinn í næstu viku en þar eru við að tala um hina hollensku Vivianne Miedema. 17. september 2021 12:00 Gunnhildur Yrsa fagnaði því að fá Ólympíugull í fjölskylduna Íslenska landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik með íslenska landsliðinu á þriðjudaginn kemur en kærastan eyddi aftur á móti sumrinu með kanadíska landsliðinu. 17. september 2021 10:30 Með bækistöðvar í Hveragerði og keppa í golfi í dag Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta undirbýr sig á nýjum stað fyrir fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins. 16. september 2021 15:13 Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Sjá meira
Glódís Perla: Þurfum að vera með augu í hnakkanum á henni allan tímann Ein af bestu knattspyrnukonum heims mætir á Laugardalsvöllinn í næstu viku en þar eru við að tala um hina hollensku Vivianne Miedema. 17. september 2021 12:00
Gunnhildur Yrsa fagnaði því að fá Ólympíugull í fjölskylduna Íslenska landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik með íslenska landsliðinu á þriðjudaginn kemur en kærastan eyddi aftur á móti sumrinu með kanadíska landsliðinu. 17. september 2021 10:30
Með bækistöðvar í Hveragerði og keppa í golfi í dag Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta undirbýr sig á nýjum stað fyrir fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins. 16. september 2021 15:13