Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Njarðvík 93-97 | Sextán ára bikarbið Njarðvíkur lokið Andri Már Eggertsson og skrifa 18. september 2021 22:15 Logi Gunnarsson lyftir fyrsta bikartitli Njarðvíkur í 16 ár á loft. Vísir/Hulda Margrét Njarðvík er VÍS bikarmeistari. 16 ára bikarbið Njarðvíkur er lokið. Góður þriðji leikhluti hjá Njarðvík lagði grunninn að níunda bikarmeistaratitil Njarðvíkur. VÍS bikarinn var undir er Stjarnan og Njarðvík léku til úrslita í Smáranum. Í fyrri hálfleik var sóknarleikur beggja liða í fyrirrúmi. David Gabrovesk tók frumkvæði í sóknarleik Stjörnunnar og átti tvær góðar körfur í upphafi. Bæði lið tóku sín áhlaup í fyrri hálfleik en þau voru aldrei meiri en 10 stig og dugðu skammt. Logi Gunnarsson setti flautu þrist sem kláraði fyrsta leikhluta. Þessi karfa kveikti í stuðningsmönnum Njarðvíkur sem og öllu Njarðvíkurliðinu. Logi Gunnarsson byrjaði að æfa fyrr en hann er vanur að geraVísir/Hulda Margrét Logi var enn í stuði eftir flautukörfuna og varði sniðskot David Gabrovsek strax í upphafi annan leikhluta. Logi byrjaði á bekknum en skilaði 8 stigum í fyrri hálfleik. Undir lok fyrri hálfleiks náði Njarðvík upp góðu áhlaupi, Fotios Lampropoulos var þar allt í öllu. Njarðvík var mest 9 stigum yfir um tíma en Stjarnan var ekki lengi að taka við sér. Í hálfleik var Njarðvík fimm stigum yfir 49-54. Þriðji leikhluti Njarðvíkur var magnaður. Þeir þéttu varnarleikinn talsvert sem Stjarnan átti enginn svör við. Stjarnan skoraði aðeins 15 stig í þriðja leikhluta sem var lang minnsta sem liðið gerði í leikhluta. Með góðri vörn fengu þeir auðveldar körfur og unnu leikhlutann með ellefu stigum. Ríkjandi bikarmeistarar voru þó hvergi hættir og svöruðu fyrir sig í síðustu lotu. Í tæplega sjö mínútur skoraði Njarðvík ekki stig í fjórða leikhluta. Stjarnan tókst ekki að nýta þann kafla eins vel og til þurfti. Leikurinn endaði með fjögurra stiga sigri Njarðvíkur 97-93. Bikar við það að fara á loft.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Njarðvík Njarðvík breytti áherslum í varnarleiknum hjá sér í seinni hálfleik sem svínvirkaði. Stjarnan gerði aðeins 15 stig í þriðja leikhluta. Njarðvík var sextán stigum yfir þegar þriðja leikhluta lauk. Óhætt er að segja að þessar tíu mínútur fóru langt með bikarmeistaratitil Njarðvíkur. Hverjir stóðu upp úr? Dedrick Basile fór á kostum í þriðja leikhluta. Hann endaði leikinn með 24 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar. Dedrick Deon Basile sáttur.Vísir/Hulda Margrét Fotios Lampropoulos var illviðráðanlegur í kvöld. Körfur á mikilvægum augnablikum í leiknum var hans þema í kvöld. Fotios Lampropoulos endaði með 20 stig. Hvað gekk illa? Stjarnan byrjaði seinni hálfleikinn afar illa. Þeir misstu Njarðvík sextán stigum fram úr sér, sem var of stór biti til að kyngja. Stjarnan hitti illa úr þriggja stiga skotunum sínum. Þeir tók alls fjörutíu skot og hittu þeir aðeins úr ellefu. Hvað gerist næst? Deildin er næst á dagskrá. Njarðvík mætir Íslandsmeisturum Þór Þorlákshöfn 7. október. Á sama degi mætast Stjarnan og ÍR. Ég kom mér fyrr í stand heldur en ég er vanur að gera Loga leiddist þetta ekki.Vísir/Hulda Margrét Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur, var afar glaður eftir leik. „Þetta er frábær tilfinning en mikil léttir líka. Við vorum í úrslitum 2019 þar sem við töpuðum. Ég fann það þegar við komumst 19 stigum yfir að við myndum ekki missa þetta frá okkur. Fyrir félagið og fólkið í Njarðvík skiptir þetta rosalega miklu máli.“ Varnarleikur Njarðvíkur var töluvert betri í þriðja leikhluta sem Stjarnan átti erfitt með að leysa. „Við settum meiri pressu á boltann og færslurnar í vörninni voru betri. Við hittum síðan úr skotunum okkar.“ Logi fær að finna fyrir því.Vísir/Hulda Margrét Njarðvík gerði ekki stig á tæplega sjö mínútna kafla í fjórða leikhluta sem hleypti Stjörnunni inn í leikinn á ný. „Stjarnan er hörkulið, þeir verða í baráttunni við okkur í vetur. Við vissum að þeir myndu aldrei gefast upp. Við héldum síðan sjó og kláruðum leikinn.“ Bikarinn er á öðrum tíma en á venjulegu árferði og setti Logi sig fyrr í stellingar en hann er vanur. „Við vissum að bikarkeppnin yrði í september. Ég byrjaði að æfa fyrr og lagði meira á mig, sem ég er að fá borgað núna,“ sagði Logi að lokum. Myndir Hart barist.Vísir/Hulda Margrét Úr leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Unglambið Hlynur Bæringsson stóð sig með prýði að vanda.Vísir/Hulda Margrét Hart barist.Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét Barist í háloftunum.Vísir/Hulda Margrét Hendur út um allt.Vísir/Hulda Margrét Karfa góð.Vísir/Hulda Margrét Úr leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Barist um bolta.Vísir/Hulda Margrét Sjáumst seinna.Vísir/Hulda Margrét Úr leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Villa?Vísir/Hulda Margrét Einn, tveir og troða.Vísir/Hulda Margrét Logi og Mario Matasovic.Vísir/Hulda Margrét Loga leiddist þetta ekki.Vísir/Hulda Margrét Körfubolti Stjarnan UMF Njarðvík
Njarðvík er VÍS bikarmeistari. 16 ára bikarbið Njarðvíkur er lokið. Góður þriðji leikhluti hjá Njarðvík lagði grunninn að níunda bikarmeistaratitil Njarðvíkur. VÍS bikarinn var undir er Stjarnan og Njarðvík léku til úrslita í Smáranum. Í fyrri hálfleik var sóknarleikur beggja liða í fyrirrúmi. David Gabrovesk tók frumkvæði í sóknarleik Stjörnunnar og átti tvær góðar körfur í upphafi. Bæði lið tóku sín áhlaup í fyrri hálfleik en þau voru aldrei meiri en 10 stig og dugðu skammt. Logi Gunnarsson setti flautu þrist sem kláraði fyrsta leikhluta. Þessi karfa kveikti í stuðningsmönnum Njarðvíkur sem og öllu Njarðvíkurliðinu. Logi Gunnarsson byrjaði að æfa fyrr en hann er vanur að geraVísir/Hulda Margrét Logi var enn í stuði eftir flautukörfuna og varði sniðskot David Gabrovsek strax í upphafi annan leikhluta. Logi byrjaði á bekknum en skilaði 8 stigum í fyrri hálfleik. Undir lok fyrri hálfleiks náði Njarðvík upp góðu áhlaupi, Fotios Lampropoulos var þar allt í öllu. Njarðvík var mest 9 stigum yfir um tíma en Stjarnan var ekki lengi að taka við sér. Í hálfleik var Njarðvík fimm stigum yfir 49-54. Þriðji leikhluti Njarðvíkur var magnaður. Þeir þéttu varnarleikinn talsvert sem Stjarnan átti enginn svör við. Stjarnan skoraði aðeins 15 stig í þriðja leikhluta sem var lang minnsta sem liðið gerði í leikhluta. Með góðri vörn fengu þeir auðveldar körfur og unnu leikhlutann með ellefu stigum. Ríkjandi bikarmeistarar voru þó hvergi hættir og svöruðu fyrir sig í síðustu lotu. Í tæplega sjö mínútur skoraði Njarðvík ekki stig í fjórða leikhluta. Stjarnan tókst ekki að nýta þann kafla eins vel og til þurfti. Leikurinn endaði með fjögurra stiga sigri Njarðvíkur 97-93. Bikar við það að fara á loft.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Njarðvík Njarðvík breytti áherslum í varnarleiknum hjá sér í seinni hálfleik sem svínvirkaði. Stjarnan gerði aðeins 15 stig í þriðja leikhluta. Njarðvík var sextán stigum yfir þegar þriðja leikhluta lauk. Óhætt er að segja að þessar tíu mínútur fóru langt með bikarmeistaratitil Njarðvíkur. Hverjir stóðu upp úr? Dedrick Basile fór á kostum í þriðja leikhluta. Hann endaði leikinn með 24 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar. Dedrick Deon Basile sáttur.Vísir/Hulda Margrét Fotios Lampropoulos var illviðráðanlegur í kvöld. Körfur á mikilvægum augnablikum í leiknum var hans þema í kvöld. Fotios Lampropoulos endaði með 20 stig. Hvað gekk illa? Stjarnan byrjaði seinni hálfleikinn afar illa. Þeir misstu Njarðvík sextán stigum fram úr sér, sem var of stór biti til að kyngja. Stjarnan hitti illa úr þriggja stiga skotunum sínum. Þeir tók alls fjörutíu skot og hittu þeir aðeins úr ellefu. Hvað gerist næst? Deildin er næst á dagskrá. Njarðvík mætir Íslandsmeisturum Þór Þorlákshöfn 7. október. Á sama degi mætast Stjarnan og ÍR. Ég kom mér fyrr í stand heldur en ég er vanur að gera Loga leiddist þetta ekki.Vísir/Hulda Margrét Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur, var afar glaður eftir leik. „Þetta er frábær tilfinning en mikil léttir líka. Við vorum í úrslitum 2019 þar sem við töpuðum. Ég fann það þegar við komumst 19 stigum yfir að við myndum ekki missa þetta frá okkur. Fyrir félagið og fólkið í Njarðvík skiptir þetta rosalega miklu máli.“ Varnarleikur Njarðvíkur var töluvert betri í þriðja leikhluta sem Stjarnan átti erfitt með að leysa. „Við settum meiri pressu á boltann og færslurnar í vörninni voru betri. Við hittum síðan úr skotunum okkar.“ Logi fær að finna fyrir því.Vísir/Hulda Margrét Njarðvík gerði ekki stig á tæplega sjö mínútna kafla í fjórða leikhluta sem hleypti Stjörnunni inn í leikinn á ný. „Stjarnan er hörkulið, þeir verða í baráttunni við okkur í vetur. Við vissum að þeir myndu aldrei gefast upp. Við héldum síðan sjó og kláruðum leikinn.“ Bikarinn er á öðrum tíma en á venjulegu árferði og setti Logi sig fyrr í stellingar en hann er vanur. „Við vissum að bikarkeppnin yrði í september. Ég byrjaði að æfa fyrr og lagði meira á mig, sem ég er að fá borgað núna,“ sagði Logi að lokum. Myndir Hart barist.Vísir/Hulda Margrét Úr leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Unglambið Hlynur Bæringsson stóð sig með prýði að vanda.Vísir/Hulda Margrét Hart barist.Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét Barist í háloftunum.Vísir/Hulda Margrét Hendur út um allt.Vísir/Hulda Margrét Karfa góð.Vísir/Hulda Margrét Úr leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Barist um bolta.Vísir/Hulda Margrét Sjáumst seinna.Vísir/Hulda Margrét Úr leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Villa?Vísir/Hulda Margrét Einn, tveir og troða.Vísir/Hulda Margrét Logi og Mario Matasovic.Vísir/Hulda Margrét Loga leiddist þetta ekki.Vísir/Hulda Margrét
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum