Norskur ráðherra: Segir af sér vegna skattaklandurs Þorgils Jónsson skrifar 18. september 2021 13:24 Kjell Ingolf Ropstad, sem hér sést hægra megin við Ernu Solberg forsætisráðherra, sagði af sér embætti sem barnamálaráðherra og formanns Kristilega þjóðarflokksins í dag. Hann hafði orðið uppvís af skattamisferli. Mynd Kjell Ingolf Ropstad, barna-. fjölskyldu og kirkjumálaráðherra og formaður Kristilega þjóðarflokksins (KrF) í Noregi, sagði af sér á blaðamannafundi í morgun eftir að fjölmiðlar höfðu flett ofan af skattamisferli hans. Ropstad fékk, sem þingmaður, niðurgreiðslu á húsnæði í Osló og taldi fram leigugreiðslur til foreldra sinna þar sem hann gisti á æskuheimili sínu. Síðar kom í ljós að hann hafði sannarlega ekki greitt foreldrum sínum krónu, og þannig komist undan því að greiða 175.000 norskar krónur í skatt, sem nemur hátt í þremur milljónum íslenskra króna. Flokkur hans fékk harða útreið í nýafstöðnum kosningum og ljóst að samsteypustjórn Ernu Solberg er fallin og vinstri stjórn er í kortunum. Eftir að misferli Ropstads lá fyrir steig hann fram í gær og baðst afsökunar, en ætlaði að sitja sem fastast, bæði á ráðherrastól og sem formaður. ´ Í morgun var hins vegar komið annað hljóð í strokkinn og Ropstad tilkynnti um afsögn. „Það er rétt rúmur sólarhringur síðan ég stóð hér síðast. Í gær fannst mér mikilvægast að biðjast afsökunar. Síðasta sólarhring hef ég fengið tóm til að andarólega, stíga eitt skref til baka og íhuga stöðuna fyrir flokkinn, mína nánustu og sjálfan mig,“ sagði hann og bætti við að hann hafði fundið stuðning flokksfélaga sinna, en rétt væri að annar tæki nú við keflinu. Hann hafi einnig tilkynnt forsætisráðherra afsögn úr ráðherrastóli, í gærkvöldi. „Hún sýndi því skilning. Ég vil þakka Ernu Solberg fyrir traustið sem hún hefur sýnt mér. Það var heiður að fá að sitja í ríkisstjórn og ég er stoltur af framlagi KrF. Noregur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Ropstad fékk, sem þingmaður, niðurgreiðslu á húsnæði í Osló og taldi fram leigugreiðslur til foreldra sinna þar sem hann gisti á æskuheimili sínu. Síðar kom í ljós að hann hafði sannarlega ekki greitt foreldrum sínum krónu, og þannig komist undan því að greiða 175.000 norskar krónur í skatt, sem nemur hátt í þremur milljónum íslenskra króna. Flokkur hans fékk harða útreið í nýafstöðnum kosningum og ljóst að samsteypustjórn Ernu Solberg er fallin og vinstri stjórn er í kortunum. Eftir að misferli Ropstads lá fyrir steig hann fram í gær og baðst afsökunar, en ætlaði að sitja sem fastast, bæði á ráðherrastól og sem formaður. ´ Í morgun var hins vegar komið annað hljóð í strokkinn og Ropstad tilkynnti um afsögn. „Það er rétt rúmur sólarhringur síðan ég stóð hér síðast. Í gær fannst mér mikilvægast að biðjast afsökunar. Síðasta sólarhring hef ég fengið tóm til að andarólega, stíga eitt skref til baka og íhuga stöðuna fyrir flokkinn, mína nánustu og sjálfan mig,“ sagði hann og bætti við að hann hafði fundið stuðning flokksfélaga sinna, en rétt væri að annar tæki nú við keflinu. Hann hafi einnig tilkynnt forsætisráðherra afsögn úr ráðherrastóli, í gærkvöldi. „Hún sýndi því skilning. Ég vil þakka Ernu Solberg fyrir traustið sem hún hefur sýnt mér. Það var heiður að fá að sitja í ríkisstjórn og ég er stoltur af framlagi KrF.
Noregur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira