Leikskólakennari lagði VÍS vegna töfrasprotaslyss Árni Sæberg skrifar 18. september 2021 22:25 Landsréttur kvað upp dóm í málinu í gær. Vísir/Vilhelm VÍS var í gær dæmt til að greiða konu bætur úr slysatryggingu launþega vegna slyss sem hún lent í á heimili sínu þegar hún var að þrífa svokallaðan töfrasprota. Töfrasproti er geysivinsælt eldhústæki sem getur þó verið vandmeðfarið. Konan starfaði sem leikskólakennari hjá Fjarðabyggð en var í fæðingarorlofi þegar slysið varð árið 2016. VÍS neitaði að greiða henni bætur vegna slyssins á þeim forsendum að hún hefði ekki tilkynnt réttilega um það innan tilskilins frests. Samkvæmt ákvæðum laga um vátryggingar og tryggingaskírteinis bar konunni að tilkynna um slysið innan eins árs. Konan tilkynnti slysið tveimur vikum eftir atburðinn með þar til gerðu eyðublaði sem skilað var til VÍS. Rúmum tveimur árum eftir slysið fól konan lögmannstofu að krefjast bóta vegna þess. Lögmannstofan sendi í kjölfarið bréf á VÍS þar sem óskað var eftir afstöðu til bótaskyldu. VÍS staðfesti bótaskyldu vegna frjálsrar fjöslkyldutryggingar sem konan hafði keypt hjá félaginu en tók fram að ef ætlunin væri að sækja bætur í launþegatryggingu vinnuveitanda þyrfti alltaf að koma undirrituð tilkynning frá vinnuveitanda og var óskað eftir því að slík tilkynning yrði send. Lögmaður konunnar aflaði þá staðfestingar vinnuveitanda á slysinu og sendi ósk um staðfestingu VÍS á bótaskyldu úr launþegatryggingu. Konan hlaut níu prósent örorku Með matsgerð sem óskað var eftir árið 2019 var varanleg örorka konunnar metin níu prósent vegna slyssins. VÍS tilkynnti konunni skömmu eftir að niðurstaða matsgerðar lá fyrir að félagið væri reiðubúið að gera upp við konunna vegna slyssins á grundvelli matsgerðarinnar vegna fjölskyldutryggingarinnar. Hins vegar var bótaskyldu úr slysatryggingu launþega sem Fjarðabyggð var með hjá VÍS hafnað. Höfnunina rökstuddi VÍS með þeim rökum að ekki hefði verið tilkynnt um slysið fyrr en um þremur árum eftir tjónsatburð hvað varðaði slysatryggingu launþega. Þannig hafi hvergi komið fram í upprunalegri tilkynningu að konan væri leikskólakennara sem nyti kjarasamningsbundinnar slysatryggingar launþega. Konan hafnaði þeirri málsástæðu og tók fram á tilkynningareyðublaði hafi staðið að hún væri leikskólakennari. VÍS ítrekaði í kjölfarið fyrri afstöðu sína með tölvupósti til konunnar. Dómurinn féllst ekki á málatilbúnað VÍS Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfestir, var málatilbúnaði VÍS hafnað á þeim ástæðum meðal annars að hvergi í lögum um vátryggingar sé að finna kröfu um að vátryggingartaki skuli tilgreina úr hvaða tryggingu krafist er bóta. Því hafi upphafleg tilkynning um tjónið fullnægt kröfum um eins árs tilkynningarfrest. Þá var og bent á að konan hafi tekið fram á eyðublaði að hún væri leikskólakennari í fæðingarorlofi. Af þeim ástæðum féllst dómurinn á kröfur konunnar og viðurkenndi bótaskyldu VÍS úr kjarasamningsbundinni slysatryggingu launþega Fjarðabyggða vegna slyssins. Þá var VÍS gert að greiða konunni málskostnað á báðum dómstigum, alls 1,7 milljón króna. Dómsmál Tryggingar Neytendur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Konan starfaði sem leikskólakennari hjá Fjarðabyggð en var í fæðingarorlofi þegar slysið varð árið 2016. VÍS neitaði að greiða henni bætur vegna slyssins á þeim forsendum að hún hefði ekki tilkynnt réttilega um það innan tilskilins frests. Samkvæmt ákvæðum laga um vátryggingar og tryggingaskírteinis bar konunni að tilkynna um slysið innan eins árs. Konan tilkynnti slysið tveimur vikum eftir atburðinn með þar til gerðu eyðublaði sem skilað var til VÍS. Rúmum tveimur árum eftir slysið fól konan lögmannstofu að krefjast bóta vegna þess. Lögmannstofan sendi í kjölfarið bréf á VÍS þar sem óskað var eftir afstöðu til bótaskyldu. VÍS staðfesti bótaskyldu vegna frjálsrar fjöslkyldutryggingar sem konan hafði keypt hjá félaginu en tók fram að ef ætlunin væri að sækja bætur í launþegatryggingu vinnuveitanda þyrfti alltaf að koma undirrituð tilkynning frá vinnuveitanda og var óskað eftir því að slík tilkynning yrði send. Lögmaður konunnar aflaði þá staðfestingar vinnuveitanda á slysinu og sendi ósk um staðfestingu VÍS á bótaskyldu úr launþegatryggingu. Konan hlaut níu prósent örorku Með matsgerð sem óskað var eftir árið 2019 var varanleg örorka konunnar metin níu prósent vegna slyssins. VÍS tilkynnti konunni skömmu eftir að niðurstaða matsgerðar lá fyrir að félagið væri reiðubúið að gera upp við konunna vegna slyssins á grundvelli matsgerðarinnar vegna fjölskyldutryggingarinnar. Hins vegar var bótaskyldu úr slysatryggingu launþega sem Fjarðabyggð var með hjá VÍS hafnað. Höfnunina rökstuddi VÍS með þeim rökum að ekki hefði verið tilkynnt um slysið fyrr en um þremur árum eftir tjónsatburð hvað varðaði slysatryggingu launþega. Þannig hafi hvergi komið fram í upprunalegri tilkynningu að konan væri leikskólakennara sem nyti kjarasamningsbundinnar slysatryggingar launþega. Konan hafnaði þeirri málsástæðu og tók fram á tilkynningareyðublaði hafi staðið að hún væri leikskólakennari. VÍS ítrekaði í kjölfarið fyrri afstöðu sína með tölvupósti til konunnar. Dómurinn féllst ekki á málatilbúnað VÍS Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfestir, var málatilbúnaði VÍS hafnað á þeim ástæðum meðal annars að hvergi í lögum um vátryggingar sé að finna kröfu um að vátryggingartaki skuli tilgreina úr hvaða tryggingu krafist er bóta. Því hafi upphafleg tilkynning um tjónið fullnægt kröfum um eins árs tilkynningarfrest. Þá var og bent á að konan hafi tekið fram á eyðublaði að hún væri leikskólakennari í fæðingarorlofi. Af þeim ástæðum féllst dómurinn á kröfur konunnar og viðurkenndi bótaskyldu VÍS úr kjarasamningsbundinni slysatryggingu launþega Fjarðabyggða vegna slyssins. Þá var VÍS gert að greiða konunni málskostnað á báðum dómstigum, alls 1,7 milljón króna.
Dómsmál Tryggingar Neytendur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira