Leikskólakennari lagði VÍS vegna töfrasprotaslyss Árni Sæberg skrifar 18. september 2021 22:25 Landsréttur kvað upp dóm í málinu í gær. Vísir/Vilhelm VÍS var í gær dæmt til að greiða konu bætur úr slysatryggingu launþega vegna slyss sem hún lent í á heimili sínu þegar hún var að þrífa svokallaðan töfrasprota. Töfrasproti er geysivinsælt eldhústæki sem getur þó verið vandmeðfarið. Konan starfaði sem leikskólakennari hjá Fjarðabyggð en var í fæðingarorlofi þegar slysið varð árið 2016. VÍS neitaði að greiða henni bætur vegna slyssins á þeim forsendum að hún hefði ekki tilkynnt réttilega um það innan tilskilins frests. Samkvæmt ákvæðum laga um vátryggingar og tryggingaskírteinis bar konunni að tilkynna um slysið innan eins árs. Konan tilkynnti slysið tveimur vikum eftir atburðinn með þar til gerðu eyðublaði sem skilað var til VÍS. Rúmum tveimur árum eftir slysið fól konan lögmannstofu að krefjast bóta vegna þess. Lögmannstofan sendi í kjölfarið bréf á VÍS þar sem óskað var eftir afstöðu til bótaskyldu. VÍS staðfesti bótaskyldu vegna frjálsrar fjöslkyldutryggingar sem konan hafði keypt hjá félaginu en tók fram að ef ætlunin væri að sækja bætur í launþegatryggingu vinnuveitanda þyrfti alltaf að koma undirrituð tilkynning frá vinnuveitanda og var óskað eftir því að slík tilkynning yrði send. Lögmaður konunnar aflaði þá staðfestingar vinnuveitanda á slysinu og sendi ósk um staðfestingu VÍS á bótaskyldu úr launþegatryggingu. Konan hlaut níu prósent örorku Með matsgerð sem óskað var eftir árið 2019 var varanleg örorka konunnar metin níu prósent vegna slyssins. VÍS tilkynnti konunni skömmu eftir að niðurstaða matsgerðar lá fyrir að félagið væri reiðubúið að gera upp við konunna vegna slyssins á grundvelli matsgerðarinnar vegna fjölskyldutryggingarinnar. Hins vegar var bótaskyldu úr slysatryggingu launþega sem Fjarðabyggð var með hjá VÍS hafnað. Höfnunina rökstuddi VÍS með þeim rökum að ekki hefði verið tilkynnt um slysið fyrr en um þremur árum eftir tjónsatburð hvað varðaði slysatryggingu launþega. Þannig hafi hvergi komið fram í upprunalegri tilkynningu að konan væri leikskólakennara sem nyti kjarasamningsbundinnar slysatryggingar launþega. Konan hafnaði þeirri málsástæðu og tók fram á tilkynningareyðublaði hafi staðið að hún væri leikskólakennari. VÍS ítrekaði í kjölfarið fyrri afstöðu sína með tölvupósti til konunnar. Dómurinn féllst ekki á málatilbúnað VÍS Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfestir, var málatilbúnaði VÍS hafnað á þeim ástæðum meðal annars að hvergi í lögum um vátryggingar sé að finna kröfu um að vátryggingartaki skuli tilgreina úr hvaða tryggingu krafist er bóta. Því hafi upphafleg tilkynning um tjónið fullnægt kröfum um eins árs tilkynningarfrest. Þá var og bent á að konan hafi tekið fram á eyðublaði að hún væri leikskólakennari í fæðingarorlofi. Af þeim ástæðum féllst dómurinn á kröfur konunnar og viðurkenndi bótaskyldu VÍS úr kjarasamningsbundinni slysatryggingu launþega Fjarðabyggða vegna slyssins. Þá var VÍS gert að greiða konunni málskostnað á báðum dómstigum, alls 1,7 milljón króna. Dómsmál Tryggingar Neytendur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira
Konan starfaði sem leikskólakennari hjá Fjarðabyggð en var í fæðingarorlofi þegar slysið varð árið 2016. VÍS neitaði að greiða henni bætur vegna slyssins á þeim forsendum að hún hefði ekki tilkynnt réttilega um það innan tilskilins frests. Samkvæmt ákvæðum laga um vátryggingar og tryggingaskírteinis bar konunni að tilkynna um slysið innan eins árs. Konan tilkynnti slysið tveimur vikum eftir atburðinn með þar til gerðu eyðublaði sem skilað var til VÍS. Rúmum tveimur árum eftir slysið fól konan lögmannstofu að krefjast bóta vegna þess. Lögmannstofan sendi í kjölfarið bréf á VÍS þar sem óskað var eftir afstöðu til bótaskyldu. VÍS staðfesti bótaskyldu vegna frjálsrar fjöslkyldutryggingar sem konan hafði keypt hjá félaginu en tók fram að ef ætlunin væri að sækja bætur í launþegatryggingu vinnuveitanda þyrfti alltaf að koma undirrituð tilkynning frá vinnuveitanda og var óskað eftir því að slík tilkynning yrði send. Lögmaður konunnar aflaði þá staðfestingar vinnuveitanda á slysinu og sendi ósk um staðfestingu VÍS á bótaskyldu úr launþegatryggingu. Konan hlaut níu prósent örorku Með matsgerð sem óskað var eftir árið 2019 var varanleg örorka konunnar metin níu prósent vegna slyssins. VÍS tilkynnti konunni skömmu eftir að niðurstaða matsgerðar lá fyrir að félagið væri reiðubúið að gera upp við konunna vegna slyssins á grundvelli matsgerðarinnar vegna fjölskyldutryggingarinnar. Hins vegar var bótaskyldu úr slysatryggingu launþega sem Fjarðabyggð var með hjá VÍS hafnað. Höfnunina rökstuddi VÍS með þeim rökum að ekki hefði verið tilkynnt um slysið fyrr en um þremur árum eftir tjónsatburð hvað varðaði slysatryggingu launþega. Þannig hafi hvergi komið fram í upprunalegri tilkynningu að konan væri leikskólakennara sem nyti kjarasamningsbundinnar slysatryggingar launþega. Konan hafnaði þeirri málsástæðu og tók fram á tilkynningareyðublaði hafi staðið að hún væri leikskólakennari. VÍS ítrekaði í kjölfarið fyrri afstöðu sína með tölvupósti til konunnar. Dómurinn féllst ekki á málatilbúnað VÍS Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfestir, var málatilbúnaði VÍS hafnað á þeim ástæðum meðal annars að hvergi í lögum um vátryggingar sé að finna kröfu um að vátryggingartaki skuli tilgreina úr hvaða tryggingu krafist er bóta. Því hafi upphafleg tilkynning um tjónið fullnægt kröfum um eins árs tilkynningarfrest. Þá var og bent á að konan hafi tekið fram á eyðublaði að hún væri leikskólakennari í fæðingarorlofi. Af þeim ástæðum féllst dómurinn á kröfur konunnar og viðurkenndi bótaskyldu VÍS úr kjarasamningsbundinni slysatryggingu launþega Fjarðabyggða vegna slyssins. Þá var VÍS gert að greiða konunni málskostnað á báðum dómstigum, alls 1,7 milljón króna.
Dómsmál Tryggingar Neytendur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira