Breiðablik getur tryggt sér titilinn í dag með smá hjálp frá KR Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2021 08:01 Breiðablik getur orðið Íslandsmeistari í dag. Vísir/Hulda Margrét Fimm leikir fara fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta í dag og gæti farið svo að Breiðablik sé orðið Íslandsmeistari áður en það fer að myrkva um kvöldmatarleytið. Tveir leikir eru á dagskrá klukkan 16.15 í dag. Breiðablik heimsækir FH í Kaplakrika á meðan Víkingur heimsækir KR í Frostaskjól. Ekki er langt síðan það voru KR og FH sem voru að berjast um Íslandsmeistaratitilinn en tímarnir breytast og mennirnir með. Eins og staðan er í dag eru Blikar með tveggja stiga forskot á Víkinga ásamt því að vera með mun betri markatölu, 32 mörk í plús gegn 14 mörkum hjá Víkingum. Jafntefli gæti því jafnvel svo gott sem tryggt Blikum titilinn ef KR vinnur Víking. Blikar hafa verið hreint út sagt magnaðir undanfarnar vikur eða allt síðan liðið tapaði 2-0 gegn Keflavík þann 25. júlí. Síðan þá hafa Blikar spilað sjö leiki og unnið þá alla. 4-0 gegn Víkingum 3-1 gegn Stjörnunni 2-1 gegn ÍA 2-0 gegn KA 2-0 gegn KA 7-0 gegn Fylki 3-0 gegn Val Þá vann Breiðablik fyrri leik liðanna í sumar 4-0 og því hallast allar spár að því að Blikar fari heim í Kópavog með þrjú stig í pokanum síðar í dag. Hvort það dugi til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn verður að koma í ljós. Víkinga bíður erfitt verkefni síðar í dag. Þó liðið hafi unnið 3-1 sigur á KR í Mjólkurbikarnum fyrr á leiktíðinni þá gerðu liðin jafntefli er þau mættust í Fossvogi fyrr í sumar. Fyrir tímabilið í ár höfðu Víkingar tapað sex leikjum í röð gegn KR með markatölunni 10-0. Þeir stefna eflaust á aðra eins frammistöðu og í Mjólkurbikarnum til að eiga möguleika á fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins frá árinu 1991. Báðir leikir verða sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 15.45 og leikirnir síðan klukkan 16.15. Farið verður yfir báða leiki, sama hver niðurstaða þeirra verður, í Pepsi Max Stúkunni klukkan 20.30. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Tveir leikir eru á dagskrá klukkan 16.15 í dag. Breiðablik heimsækir FH í Kaplakrika á meðan Víkingur heimsækir KR í Frostaskjól. Ekki er langt síðan það voru KR og FH sem voru að berjast um Íslandsmeistaratitilinn en tímarnir breytast og mennirnir með. Eins og staðan er í dag eru Blikar með tveggja stiga forskot á Víkinga ásamt því að vera með mun betri markatölu, 32 mörk í plús gegn 14 mörkum hjá Víkingum. Jafntefli gæti því jafnvel svo gott sem tryggt Blikum titilinn ef KR vinnur Víking. Blikar hafa verið hreint út sagt magnaðir undanfarnar vikur eða allt síðan liðið tapaði 2-0 gegn Keflavík þann 25. júlí. Síðan þá hafa Blikar spilað sjö leiki og unnið þá alla. 4-0 gegn Víkingum 3-1 gegn Stjörnunni 2-1 gegn ÍA 2-0 gegn KA 2-0 gegn KA 7-0 gegn Fylki 3-0 gegn Val Þá vann Breiðablik fyrri leik liðanna í sumar 4-0 og því hallast allar spár að því að Blikar fari heim í Kópavog með þrjú stig í pokanum síðar í dag. Hvort það dugi til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn verður að koma í ljós. Víkinga bíður erfitt verkefni síðar í dag. Þó liðið hafi unnið 3-1 sigur á KR í Mjólkurbikarnum fyrr á leiktíðinni þá gerðu liðin jafntefli er þau mættust í Fossvogi fyrr í sumar. Fyrir tímabilið í ár höfðu Víkingar tapað sex leikjum í röð gegn KR með markatölunni 10-0. Þeir stefna eflaust á aðra eins frammistöðu og í Mjólkurbikarnum til að eiga möguleika á fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins frá árinu 1991. Báðir leikir verða sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 15.45 og leikirnir síðan klukkan 16.15. Farið verður yfir báða leiki, sama hver niðurstaða þeirra verður, í Pepsi Max Stúkunni klukkan 20.30. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira