Breiðablik getur tryggt sér titilinn í dag með smá hjálp frá KR Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2021 08:01 Breiðablik getur orðið Íslandsmeistari í dag. Vísir/Hulda Margrét Fimm leikir fara fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta í dag og gæti farið svo að Breiðablik sé orðið Íslandsmeistari áður en það fer að myrkva um kvöldmatarleytið. Tveir leikir eru á dagskrá klukkan 16.15 í dag. Breiðablik heimsækir FH í Kaplakrika á meðan Víkingur heimsækir KR í Frostaskjól. Ekki er langt síðan það voru KR og FH sem voru að berjast um Íslandsmeistaratitilinn en tímarnir breytast og mennirnir með. Eins og staðan er í dag eru Blikar með tveggja stiga forskot á Víkinga ásamt því að vera með mun betri markatölu, 32 mörk í plús gegn 14 mörkum hjá Víkingum. Jafntefli gæti því jafnvel svo gott sem tryggt Blikum titilinn ef KR vinnur Víking. Blikar hafa verið hreint út sagt magnaðir undanfarnar vikur eða allt síðan liðið tapaði 2-0 gegn Keflavík þann 25. júlí. Síðan þá hafa Blikar spilað sjö leiki og unnið þá alla. 4-0 gegn Víkingum 3-1 gegn Stjörnunni 2-1 gegn ÍA 2-0 gegn KA 2-0 gegn KA 7-0 gegn Fylki 3-0 gegn Val Þá vann Breiðablik fyrri leik liðanna í sumar 4-0 og því hallast allar spár að því að Blikar fari heim í Kópavog með þrjú stig í pokanum síðar í dag. Hvort það dugi til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn verður að koma í ljós. Víkinga bíður erfitt verkefni síðar í dag. Þó liðið hafi unnið 3-1 sigur á KR í Mjólkurbikarnum fyrr á leiktíðinni þá gerðu liðin jafntefli er þau mættust í Fossvogi fyrr í sumar. Fyrir tímabilið í ár höfðu Víkingar tapað sex leikjum í röð gegn KR með markatölunni 10-0. Þeir stefna eflaust á aðra eins frammistöðu og í Mjólkurbikarnum til að eiga möguleika á fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins frá árinu 1991. Báðir leikir verða sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 15.45 og leikirnir síðan klukkan 16.15. Farið verður yfir báða leiki, sama hver niðurstaða þeirra verður, í Pepsi Max Stúkunni klukkan 20.30. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Handbolti Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Enski boltinn „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Handbolti Erin frá Stjörnunni til Kanada Fótbolti Grétar í átta mánaða bann: Sakaður um ofbeldi og tal um typpalykt Sport Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Körfubolti Uppgjörið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Handbolti Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Handbolti Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann „Maður var eiginlega að óska þess að Víkingur myndi ekki tapa“ „Þetta kjaftæði, það stoppar ekki Kópavoginn“ „Höfum fengið að blómstra fyrir það sem við nákvæmlega erum“ „Langbesta liðið í þessari deild“ Uppgjörið: Víkingur R. - Breiðablik 0-3 | Titillinn í Kópavog eftir meistaraframmistöðu Blikar þurftu að gera breytingu eftir slæman árekstur Stress og spenna hjá stuðningsmönnum fyrir úrslitaleikinn Byrjunarliðin í úrslitaleiknum: Oliver Ekroth mættur aftur og Nikolaj Hansen byrjar Pétur hættur með Val Bretti í Víkinni máluð græn og Víkingar ætla að kæra Blika Útilegustemmning hjá stuðningsmönnum Blika í Víkinni „Feginn að okkur dugir ekki jafntefli“ „Vona að þessi leikur verði epískur“ Stúkumenn svara stóru spurningunum fyrir úrslitaleikinn Sjáðu markaflóðið úr Bestu deildinni í gær Sjá meira
Tveir leikir eru á dagskrá klukkan 16.15 í dag. Breiðablik heimsækir FH í Kaplakrika á meðan Víkingur heimsækir KR í Frostaskjól. Ekki er langt síðan það voru KR og FH sem voru að berjast um Íslandsmeistaratitilinn en tímarnir breytast og mennirnir með. Eins og staðan er í dag eru Blikar með tveggja stiga forskot á Víkinga ásamt því að vera með mun betri markatölu, 32 mörk í plús gegn 14 mörkum hjá Víkingum. Jafntefli gæti því jafnvel svo gott sem tryggt Blikum titilinn ef KR vinnur Víking. Blikar hafa verið hreint út sagt magnaðir undanfarnar vikur eða allt síðan liðið tapaði 2-0 gegn Keflavík þann 25. júlí. Síðan þá hafa Blikar spilað sjö leiki og unnið þá alla. 4-0 gegn Víkingum 3-1 gegn Stjörnunni 2-1 gegn ÍA 2-0 gegn KA 2-0 gegn KA 7-0 gegn Fylki 3-0 gegn Val Þá vann Breiðablik fyrri leik liðanna í sumar 4-0 og því hallast allar spár að því að Blikar fari heim í Kópavog með þrjú stig í pokanum síðar í dag. Hvort það dugi til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn verður að koma í ljós. Víkinga bíður erfitt verkefni síðar í dag. Þó liðið hafi unnið 3-1 sigur á KR í Mjólkurbikarnum fyrr á leiktíðinni þá gerðu liðin jafntefli er þau mættust í Fossvogi fyrr í sumar. Fyrir tímabilið í ár höfðu Víkingar tapað sex leikjum í röð gegn KR með markatölunni 10-0. Þeir stefna eflaust á aðra eins frammistöðu og í Mjólkurbikarnum til að eiga möguleika á fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins frá árinu 1991. Báðir leikir verða sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 15.45 og leikirnir síðan klukkan 16.15. Farið verður yfir báða leiki, sama hver niðurstaða þeirra verður, í Pepsi Max Stúkunni klukkan 20.30. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Handbolti Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Enski boltinn „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Handbolti Erin frá Stjörnunni til Kanada Fótbolti Grétar í átta mánaða bann: Sakaður um ofbeldi og tal um typpalykt Sport Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Körfubolti Uppgjörið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Handbolti Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Handbolti Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann „Maður var eiginlega að óska þess að Víkingur myndi ekki tapa“ „Þetta kjaftæði, það stoppar ekki Kópavoginn“ „Höfum fengið að blómstra fyrir það sem við nákvæmlega erum“ „Langbesta liðið í þessari deild“ Uppgjörið: Víkingur R. - Breiðablik 0-3 | Titillinn í Kópavog eftir meistaraframmistöðu Blikar þurftu að gera breytingu eftir slæman árekstur Stress og spenna hjá stuðningsmönnum fyrir úrslitaleikinn Byrjunarliðin í úrslitaleiknum: Oliver Ekroth mættur aftur og Nikolaj Hansen byrjar Pétur hættur með Val Bretti í Víkinni máluð græn og Víkingar ætla að kæra Blika Útilegustemmning hjá stuðningsmönnum Blika í Víkinni „Feginn að okkur dugir ekki jafntefli“ „Vona að þessi leikur verði epískur“ Stúkumenn svara stóru spurningunum fyrir úrslitaleikinn Sjáðu markaflóðið úr Bestu deildinni í gær Sjá meira
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti