Fámennt og tíðindalítið á mótmælunum í Washington Þorgils Jónsson skrifar 19. september 2021 09:59 Fáir mættu í gær á mótmælin til stuðnings rósturseggjum sem gerðu aðsúg að þinghúsinu í Washingtonborg í upphafi árs. Svo fór sem margan grunaði að mótmælin í Washingtonborg í gær voru fámenn og tíðindalítil. Lögregla tefldi þó ekki á tvær hættur í aðdraganda, heldur var með mikinn viðbúnað, minnug óeirðanna sem brutust út hinn 6. janúar síðastliðinn þegar þúsundir stuðningsfólks Donalds Trump gerðu aðsúg að þinghúsinu. Fjölmennt lögreglulið var til reiðu að þessu sinni og varnargirðingar höfðu verið reistar utan um þinghúsið. Skipuleggjendur í gær efndu einmitt til mótmælanna til stuðnings þeim óeirðaseggjum sem sitja inni eða hafa verið ákærð fyrir þátttöku sína í mótmælunum í janúar. Forystufólk af hægri vængnum hafði gert lítið úr fyrirhugaðri samkomu í gær og Trump sjálfur var aldrei væntanlegur. Matt Braynard, sem skipulagði mótmælin gagnrýndi kjörna fulltrúa Repúblikana fyrir að ljá málstaðnum ekki stuðning. And-mótmælendur söfnuðust einnig saman á svæðinu við þinghúsið, en ekki kom til alvarlegra átaka. Einn var handtekinn úr þeim ranni og tveir úr hópi mótmælendanna, annar var með hníf, en hinn var grunaður um að vera með skotvopn á sér. Eins og er eru 63 í haldi fyrir framgang sinn í óeirðunum 6. janúar og rúmlega 600 hafa verið ákærð. Tugir lögreglumanna slösuðust við skyldustörf og einn lést daginn eftir. Fjórir lögreglumenn hafa síðar svipt sig lífi, en einn mótmælandi var skotinn til bana inni í þinghúsinu. Bandaríkin Tengdar fréttir Þinghúsið girt af vegna fyrirhugaðra mótmæla í dag Mikill viðbúnaður er við þinghús Bandaríkjanna í Washington vegna fyrirhugaðrar samkomu í dag til stuðning þeirra sem sæta rannsókn og gæsluvarðhaldi vegna óeirðanna hinn 6. janúar sl. 18. september 2021 12:09 Þinghúsið í Washington: Herða öryggi fyrir samkomu til stuðnings rósturseggja Áformað er að herða á öryggisráðstöfunum í kringum þinghúsið í Washingtonborg fyrir næstu helgi þegar hinir ýmsu öfgahópar hliðhollir Donald Trumps fyrrverandi forseta hyggjast koma saman. 12. september 2021 10:35 Lögregluþjónar þingsins segja sögu sína: „Þú munt deyja á hnjánum“ Yfirheyrslur hófust í dag fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings vegna árásarinnar á þinghúsið í Washington DC í byrjun árs. Lögregluþjónar sem voru á vakt þann dag voru þeir fyrstu sem mættu fyrir þingnefnd sem ætlað er að rannsaka árásina á þinghúsið þann dag. 27. júlí 2021 23:00 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Lögregla tefldi þó ekki á tvær hættur í aðdraganda, heldur var með mikinn viðbúnað, minnug óeirðanna sem brutust út hinn 6. janúar síðastliðinn þegar þúsundir stuðningsfólks Donalds Trump gerðu aðsúg að þinghúsinu. Fjölmennt lögreglulið var til reiðu að þessu sinni og varnargirðingar höfðu verið reistar utan um þinghúsið. Skipuleggjendur í gær efndu einmitt til mótmælanna til stuðnings þeim óeirðaseggjum sem sitja inni eða hafa verið ákærð fyrir þátttöku sína í mótmælunum í janúar. Forystufólk af hægri vængnum hafði gert lítið úr fyrirhugaðri samkomu í gær og Trump sjálfur var aldrei væntanlegur. Matt Braynard, sem skipulagði mótmælin gagnrýndi kjörna fulltrúa Repúblikana fyrir að ljá málstaðnum ekki stuðning. And-mótmælendur söfnuðust einnig saman á svæðinu við þinghúsið, en ekki kom til alvarlegra átaka. Einn var handtekinn úr þeim ranni og tveir úr hópi mótmælendanna, annar var með hníf, en hinn var grunaður um að vera með skotvopn á sér. Eins og er eru 63 í haldi fyrir framgang sinn í óeirðunum 6. janúar og rúmlega 600 hafa verið ákærð. Tugir lögreglumanna slösuðust við skyldustörf og einn lést daginn eftir. Fjórir lögreglumenn hafa síðar svipt sig lífi, en einn mótmælandi var skotinn til bana inni í þinghúsinu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Þinghúsið girt af vegna fyrirhugaðra mótmæla í dag Mikill viðbúnaður er við þinghús Bandaríkjanna í Washington vegna fyrirhugaðrar samkomu í dag til stuðning þeirra sem sæta rannsókn og gæsluvarðhaldi vegna óeirðanna hinn 6. janúar sl. 18. september 2021 12:09 Þinghúsið í Washington: Herða öryggi fyrir samkomu til stuðnings rósturseggja Áformað er að herða á öryggisráðstöfunum í kringum þinghúsið í Washingtonborg fyrir næstu helgi þegar hinir ýmsu öfgahópar hliðhollir Donald Trumps fyrrverandi forseta hyggjast koma saman. 12. september 2021 10:35 Lögregluþjónar þingsins segja sögu sína: „Þú munt deyja á hnjánum“ Yfirheyrslur hófust í dag fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings vegna árásarinnar á þinghúsið í Washington DC í byrjun árs. Lögregluþjónar sem voru á vakt þann dag voru þeir fyrstu sem mættu fyrir þingnefnd sem ætlað er að rannsaka árásina á þinghúsið þann dag. 27. júlí 2021 23:00 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Þinghúsið girt af vegna fyrirhugaðra mótmæla í dag Mikill viðbúnaður er við þinghús Bandaríkjanna í Washington vegna fyrirhugaðrar samkomu í dag til stuðning þeirra sem sæta rannsókn og gæsluvarðhaldi vegna óeirðanna hinn 6. janúar sl. 18. september 2021 12:09
Þinghúsið í Washington: Herða öryggi fyrir samkomu til stuðnings rósturseggja Áformað er að herða á öryggisráðstöfunum í kringum þinghúsið í Washingtonborg fyrir næstu helgi þegar hinir ýmsu öfgahópar hliðhollir Donald Trumps fyrrverandi forseta hyggjast koma saman. 12. september 2021 10:35
Lögregluþjónar þingsins segja sögu sína: „Þú munt deyja á hnjánum“ Yfirheyrslur hófust í dag fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings vegna árásarinnar á þinghúsið í Washington DC í byrjun árs. Lögregluþjónar sem voru á vakt þann dag voru þeir fyrstu sem mættu fyrir þingnefnd sem ætlað er að rannsaka árásina á þinghúsið þann dag. 27. júlí 2021 23:00