Sara Björk um markið í úrslitum Meistaradeildar Evrópu: „Hugsaði að þetta væri allt frekar óraunverulegt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2021 22:31 Sara Björk fagnar sigri í Meistaradeild Evrópu fyrir rúmlega ári síðan. Alex Caparros/Getty Images Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir viðurkennir að hún hafi horft á markið sem hún skoraði í úrslitum Meistaradeildar Evrópu fyrir rúmlega ári töluvert oftar en einu sinni. Sara Björk - sem er sem stendur í barneignarleyfi - ræddi við Heimavöllinn nýverið. Þar fór hún yfir víðan völl í lið sem kallast „Hraðaspurningar.“ Spurningarnar voru þó margar hverjar í erfiðari kantinum og því ekki um neinar hraðaspurningar að ræða. Ásamt því að ræða markið í úrslitaleiknum - sem sjá má hér að neðan - þá fór fyrirliðinn yfir víðan völl. Allt það helsta má sjá hér að neðan. Sara Björk hefur ekki leikið fótbolta undanfarna mánuði þar sem hún þurfti að taka sér pásu vegna barnsburðar. Lyon, lið hennar, saknaði hennar sárt undir lok síðustu leiktíðar þar sem Lyon missti af franska meistaratitlinum sem og Meistaradeild Evrópu. View this post on Instagram A post shared by Heimavo llurinn (@heimavollurinn) Berglind Björg Þorvaldsdóttir má fylla skarð Rakelar Hönnudóttur en Söru Björk vantar nýjan herbergisfélaga þar sem Rakel hefur lagt landsliðskóna á hilluna. „Maður getur hlegið nógu mikið með henni,“ er helsta ástæða þess að Sara Björk væri til í Berglindi sem herbergisfélaga. Sú fyndnasta sem Sara Björk spilaði með er hins vegar Ella Copple Masar en þær léku saman hjá Wolfsburg. Þar sem Masar hefur lagt skóna á hilluna fær hin ástralska Ellie Carpenter titilinn en hún er liðsfélagi Söru Bjarkar hjá Lyon í dag. „Ég segi Edda Garðarsdóttir, en samt svona tough love,“ svaraði landsliðsfyrirliðinn aðspurð hver hefði tekið best á móti hennar þegar hún kom kornung inn í íslenska A-landsiðið á sínum tíma. Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal í dag, er besti þjálfari sem Sara Björk hefur haft á sínum ferli. Hann þjálfaði Söru á sínum tíma hjá Rosengård. „Ég hugsaði að við værum búnar að vinna þetta. Ég kom okkur i 3-1 og það var ekki mikið eftir. Ég hugsaði í fyrsta lagi, við erum búnar að vinna þetta, ég væri búin að skora gegn mínu gamla liði og þetta væri allt frekar óraunverulegt.“ „Nokkrum sinnum,“ sagði Sara Björk og glotti aðspurð hversu oft hún hefði horft á markið gegn Wolfsburg. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Sjá meira
Sara Björk - sem er sem stendur í barneignarleyfi - ræddi við Heimavöllinn nýverið. Þar fór hún yfir víðan völl í lið sem kallast „Hraðaspurningar.“ Spurningarnar voru þó margar hverjar í erfiðari kantinum og því ekki um neinar hraðaspurningar að ræða. Ásamt því að ræða markið í úrslitaleiknum - sem sjá má hér að neðan - þá fór fyrirliðinn yfir víðan völl. Allt það helsta má sjá hér að neðan. Sara Björk hefur ekki leikið fótbolta undanfarna mánuði þar sem hún þurfti að taka sér pásu vegna barnsburðar. Lyon, lið hennar, saknaði hennar sárt undir lok síðustu leiktíðar þar sem Lyon missti af franska meistaratitlinum sem og Meistaradeild Evrópu. View this post on Instagram A post shared by Heimavo llurinn (@heimavollurinn) Berglind Björg Þorvaldsdóttir má fylla skarð Rakelar Hönnudóttur en Söru Björk vantar nýjan herbergisfélaga þar sem Rakel hefur lagt landsliðskóna á hilluna. „Maður getur hlegið nógu mikið með henni,“ er helsta ástæða þess að Sara Björk væri til í Berglindi sem herbergisfélaga. Sú fyndnasta sem Sara Björk spilaði með er hins vegar Ella Copple Masar en þær léku saman hjá Wolfsburg. Þar sem Masar hefur lagt skóna á hilluna fær hin ástralska Ellie Carpenter titilinn en hún er liðsfélagi Söru Bjarkar hjá Lyon í dag. „Ég segi Edda Garðarsdóttir, en samt svona tough love,“ svaraði landsliðsfyrirliðinn aðspurð hver hefði tekið best á móti hennar þegar hún kom kornung inn í íslenska A-landsiðið á sínum tíma. Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal í dag, er besti þjálfari sem Sara Björk hefur haft á sínum ferli. Hann þjálfaði Söru á sínum tíma hjá Rosengård. „Ég hugsaði að við værum búnar að vinna þetta. Ég kom okkur i 3-1 og það var ekki mikið eftir. Ég hugsaði í fyrsta lagi, við erum búnar að vinna þetta, ég væri búin að skora gegn mínu gamla liði og þetta væri allt frekar óraunverulegt.“ „Nokkrum sinnum,“ sagði Sara Björk og glotti aðspurð hversu oft hún hefði horft á markið gegn Wolfsburg.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Sjá meira