Erlent

Pútín vinnur öruggan sigur en mikið rætt um kosningasvindl

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Stjórnarandstæðingar saka stjórnvöld um víðtækt kosningasvindl.
Stjórnarandstæðingar saka stjórnvöld um víðtækt kosningasvindl. epa/Valeriy Melnikov

Flokkur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, Sameinað Rússland, virðist öruggur með þægilega sigur í þingkosningunum sem fram fóru um helgina þar í landi. 

Þó hefur dregið nokkuð úr fylgi flokksins og fjölmargir saka yfirvöld í Rússlandi um víðtækt kosningasvindl.

Þegar 64 prósent atkvæða hafa verið talin hefur Sameinað Rússland fengið um 48 prósent atkvæða en þar á eftir kemur Kommúnistaflokkur Rússlands með 21 prósent. 

Pútín og félagar lýstu yfir sigri strax við lokun kjörstaða og þrátt fyrir ásakanir um kosningasvindl hefur kosningastjórn landsins þegar gefið það út að ekkert bendi til víðtæks svindls. 

Ef niðurstöðurnar verða á þessa leið þegar búið er að telja upp úr öllum kössum eru úrslitin þó heldur lakari fyrir Pútín en í síðustu kosningum, þegar Sameinað Rússland náði 54 prósent atkvæða. 

Þá virðast kommúnistar hafa sótt í sig veðrið en fylgi þeirra hefur aukist um 8 prósent miðað þessar tölur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×