Telja sig hafa fundið lík ungrar konu sem hvarf á ferðalagi með kærastanum Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2021 10:21 Fjölskylda Gabrielle Petito tilkynnti að hennar væri saknað 11. september en ekkert hafði þá heyrst til hennar frá því í Wyoming í ágúst. Kærasti hennar sneri heim úr ferðalagi þeirra í byrjun september en vildi engar upplýsingar veita um afdrif hennar. AP/FBI Bandaríska alríkislögreglan staðfesti í gær að lík Gabrielle Petito, sem var saknað eftir að hún fór í ferðalag með kærastanum þvert yfir Bandaríkin, hefði að líkindum fundist í Wyoming. Kærasta hennar er nú einnig saknað og fór umfangsmikil leit fram á náttúruverndarsvæði á Flórída um helgina. Hvarf Petito, sem var 22 ára gömul, vakti athygli um öll Bandaríkin. Hún hélt af stað í ferðalag til að skoða þjóðgarða í vestanverðum Bandaríkjunum á breyttum sendiferðabíl ásamt Brian Laundrie, kærasta sínum í júlí. Laundrie sneri hins vegar einn heim úr ferðalaginu til foreldra sinna á Flórída 1. september. Fjölskylda Petito hafði þá ekkert heyrt frá henni frá því að hún var á ferð við Grand Teton-þjóðgarðinn í Wyoming seint í ágúst. Laundrie, sem er 23 ára gamall, neitaði að ræða við yfirvöld eftir að hann sneri heim. Hann lét sig hverfa í kjölfarið. Foreldrar hans segjast ekki hafa séð hann frá því á þriðjudag. Lögreglumenn sem leituðu að Petito við eystri mörk þjóðgarðsins fundu það sem er nær örugglega talið lík hennar í gær. Alríkislögreglan FBI segir að dánarorsök hennar liggi enn ekki fyrir. AP-fréttastofan segir að upplýsingar um hvar og hvernig líkið fannst hafi ekki verið gefnar upp. Líkið sem fannst er sagt passa við lýsingar á Petito en yfirvöld segjast ekki geta staðfest að það sé af Petito fyrr en réttarmeinarannsókn hefur farið fram. Til stendur að kryfja líkið á morgun. Fjölskylda Petito var þó látin vita af líkfundinum. Grét óstjórnlega eftir átök við kærastann Petito og Laundrie skrásettu ferðalag sitt í röð samfélagsmiðlafærslna og virtist þá allt leika í lyndi. Eftir að Petito hvarf var myndband frá lögreglumönnum sem höfðu afskipti af parinu í Utah 12. ágúst birt. Þar sást Petito gráta óstjórnlega eftir að þeim Laundrie sinnaðist og til stimpinga kom á milli þeirra. Í lögregluskýrslu kom fram að Petito hefði verið í miklu tilfinningalegu uppnámi. Á myndbandinu heyrðist Petito segja að þau hafi byrjað að rífast eftir að Laundrie kom inn í sendiferðabílinn með skítugar fætur. Laundrie sagði lögreglumönnunum að margra vikna ferðalag hefði sett „tilfinningalegt álag“ á samband þeirra, að því er segir í frétt Washington Post. Viku síðar virtist allt hafa fallið í ljúfa löð aftur þegar þau birtu myndir af sér að leik á strönd. Þar sáust þau meðal annars kyssast og leiðast. Lögreglubílar við Charlton-náttúruverndarsvæðið á Flórída þar sem Brians Laundrie var leitað um helgina.AP/Lögreglan í North Port Vildi engar upplýsingar veita Laundrie er ekki formlega grunaður um að hafa ráðið Petito bana þrátt fyrir að bæði hann og fjölskylda hans hafi þverneitað að veita upplýsingar um afdrif hennar við yfirvöld. Lögreglan hefur þó mikinn áhuga á að ræða við hann. Lögmaður Laundrie ráðlagði honum að ræða ekki við lögreglu þrátt fyrir að lögreglustjórinn í North Port á Flórída hefði biðlað til hans um að fá unga manninn til að leysa frá skjóðunni. Leit að Laundrie um helgina bar engan árangur. AP segir að fleiri en fimmtíu lögreglumenn hafi leitað hans á Carlton-náttúruverndarsvæðinu í Sarasota-sýslu á Flórída í gær. Svæðið er víðáttumikið með um 160 kílómetrum af gönguleiðum. Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Fleiri fréttir Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Sjá meira
Hvarf Petito, sem var 22 ára gömul, vakti athygli um öll Bandaríkin. Hún hélt af stað í ferðalag til að skoða þjóðgarða í vestanverðum Bandaríkjunum á breyttum sendiferðabíl ásamt Brian Laundrie, kærasta sínum í júlí. Laundrie sneri hins vegar einn heim úr ferðalaginu til foreldra sinna á Flórída 1. september. Fjölskylda Petito hafði þá ekkert heyrt frá henni frá því að hún var á ferð við Grand Teton-þjóðgarðinn í Wyoming seint í ágúst. Laundrie, sem er 23 ára gamall, neitaði að ræða við yfirvöld eftir að hann sneri heim. Hann lét sig hverfa í kjölfarið. Foreldrar hans segjast ekki hafa séð hann frá því á þriðjudag. Lögreglumenn sem leituðu að Petito við eystri mörk þjóðgarðsins fundu það sem er nær örugglega talið lík hennar í gær. Alríkislögreglan FBI segir að dánarorsök hennar liggi enn ekki fyrir. AP-fréttastofan segir að upplýsingar um hvar og hvernig líkið fannst hafi ekki verið gefnar upp. Líkið sem fannst er sagt passa við lýsingar á Petito en yfirvöld segjast ekki geta staðfest að það sé af Petito fyrr en réttarmeinarannsókn hefur farið fram. Til stendur að kryfja líkið á morgun. Fjölskylda Petito var þó látin vita af líkfundinum. Grét óstjórnlega eftir átök við kærastann Petito og Laundrie skrásettu ferðalag sitt í röð samfélagsmiðlafærslna og virtist þá allt leika í lyndi. Eftir að Petito hvarf var myndband frá lögreglumönnum sem höfðu afskipti af parinu í Utah 12. ágúst birt. Þar sást Petito gráta óstjórnlega eftir að þeim Laundrie sinnaðist og til stimpinga kom á milli þeirra. Í lögregluskýrslu kom fram að Petito hefði verið í miklu tilfinningalegu uppnámi. Á myndbandinu heyrðist Petito segja að þau hafi byrjað að rífast eftir að Laundrie kom inn í sendiferðabílinn með skítugar fætur. Laundrie sagði lögreglumönnunum að margra vikna ferðalag hefði sett „tilfinningalegt álag“ á samband þeirra, að því er segir í frétt Washington Post. Viku síðar virtist allt hafa fallið í ljúfa löð aftur þegar þau birtu myndir af sér að leik á strönd. Þar sáust þau meðal annars kyssast og leiðast. Lögreglubílar við Charlton-náttúruverndarsvæðið á Flórída þar sem Brians Laundrie var leitað um helgina.AP/Lögreglan í North Port Vildi engar upplýsingar veita Laundrie er ekki formlega grunaður um að hafa ráðið Petito bana þrátt fyrir að bæði hann og fjölskylda hans hafi þverneitað að veita upplýsingar um afdrif hennar við yfirvöld. Lögreglan hefur þó mikinn áhuga á að ræða við hann. Lögmaður Laundrie ráðlagði honum að ræða ekki við lögreglu þrátt fyrir að lögreglustjórinn í North Port á Flórída hefði biðlað til hans um að fá unga manninn til að leysa frá skjóðunni. Leit að Laundrie um helgina bar engan árangur. AP segir að fleiri en fimmtíu lögreglumenn hafi leitað hans á Carlton-náttúruverndarsvæðinu í Sarasota-sýslu á Flórída í gær. Svæðið er víðáttumikið með um 160 kílómetrum af gönguleiðum.
Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Fleiri fréttir Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Sjá meira