Okkar ofurkraftur Haraldur Ingi Haraldsson skrifar 20. september 2021 10:31 Við sósíalistar tölum um kærleikshagkerfið. Það þýðir einfaldlega að undirstaða efnahagsstjórnar á Íslandi skuli vera samkennd, mannúð og hlýja. Öll helstu afrek sín hefur mannskepnan unnið í samvinnu. Það er einkenni okkar sem tegundar. Við erum félagsverur, rísum hæst þegar samfélag okkar er sem heilbrigðast, réttlátast og jafnast. Í núverandi samfélagskipan snýst allt um að fjármálamarkaðurinn, stóru fyrirtækin og hlutabréfamarkaðurinn skili sem mestum skammtíma hagnaði sem síðan er skipt á milli eigenda og stjórnenda. Það er kerfi þar sem hin auðugu og sterku hafa ógnarvöld en hin fátæku og veiku hafa lítil sem engin völd yfir lífi sínu eða samfélagi. Ekki hlusta á þau ósannindi að þetta sé á einhvern hátt réttlátt eða í samræmi við hið „rétta“ eðli mankynsins. Það er áróður þeirra fáu sem hafa hag af þessu óréttláta fyrirkomulagi. Það er áróður þeirra stjórnmálaafla sem stjórna fyrst og fremst fyrir hina fáu ríku eða vilja skríða undir væng þeirra og valdefla stöðugar hægri stjórnirSamkenndin er miðlæg í kærleikshagkerfinu. Samkenndin er meira að segja svo margslungin tilfinning að við getum fundið fyrir henni í líkamanum. Þegar við sjáum einhvern þjást bregðast ákveðnar taugafrumur við, svokallaðar spegil nevrónur og endurspegla þjáningar annarra svo við getum beinlínis upplifað þær sjálf. Þetta er alveg stórkostlegur eiginleiki. Hugræn samkennd snýst svo um að skilja aðstæður fólks og geta sett sig í spor þess. Af þessum fögru tilfinningum sprettur svo óeigingjarnt örlæti. En það að geta gefið af sér af öllu hjarta án þess að krefjast endurgjalds eða gróða er einfaldlega besta tilfinningin. Það getum við svo ótal mörg sannreynt í samskiptum við börnin okkar. Við getum átt slíkt samfélag – það sem við þurfum að gera er að hafna áróðrinum um annað og áróðrinum um að við getum ekkert og þurfum alltaf, vinstra fólk, að beygja okkur undi vilja hægrisins. Núna höfum við sjálfstraust og sterka sjálfsmynd og við eigum að taka það sem okkur hefur verið neitað um. Um það snýst erindi Sósíalistaflokksins fyrir þessar kosningar. Höfnum drottnunarhagkerfi hinna fáu og tökum í þess stað upp kærleikshagkerfi fjöldans. Með því að breyta ríkisfjármálum, hefta græðgi fjármálakerfisins, taka upp siðlegri bankastarfsemi með samfélagsbönkum og skattleggja þau ríku svo þau greiði sinn réttláta skerf og ójöfnuður í landinu minki, skjótum við efnahagslegum stoðum undir stórátak í uppbyggingu gjaldfrjálsrar grunnþjónustu, við lyftum fátækum, öldruðum og öryrkjum upp úr fátæktargildrunni, hefjum byggingu félagslegra íbúða í stórum stíl og svo framvegis. Við getum eignast þannig samfélag. Það er fullkomlega mögulegt. Ofurkrafturinn er okkar og það er nóg til í þessu ríka landi. Veljum lífið 25 september, líf okkar allra, líf sem mun aðeins blómstra innan lífvænlegs samfélags byggt á samkennd og virðingu. Kjósum með hjartanu. Skilum rauðu. X-J. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Við sósíalistar tölum um kærleikshagkerfið. Það þýðir einfaldlega að undirstaða efnahagsstjórnar á Íslandi skuli vera samkennd, mannúð og hlýja. Öll helstu afrek sín hefur mannskepnan unnið í samvinnu. Það er einkenni okkar sem tegundar. Við erum félagsverur, rísum hæst þegar samfélag okkar er sem heilbrigðast, réttlátast og jafnast. Í núverandi samfélagskipan snýst allt um að fjármálamarkaðurinn, stóru fyrirtækin og hlutabréfamarkaðurinn skili sem mestum skammtíma hagnaði sem síðan er skipt á milli eigenda og stjórnenda. Það er kerfi þar sem hin auðugu og sterku hafa ógnarvöld en hin fátæku og veiku hafa lítil sem engin völd yfir lífi sínu eða samfélagi. Ekki hlusta á þau ósannindi að þetta sé á einhvern hátt réttlátt eða í samræmi við hið „rétta“ eðli mankynsins. Það er áróður þeirra fáu sem hafa hag af þessu óréttláta fyrirkomulagi. Það er áróður þeirra stjórnmálaafla sem stjórna fyrst og fremst fyrir hina fáu ríku eða vilja skríða undir væng þeirra og valdefla stöðugar hægri stjórnirSamkenndin er miðlæg í kærleikshagkerfinu. Samkenndin er meira að segja svo margslungin tilfinning að við getum fundið fyrir henni í líkamanum. Þegar við sjáum einhvern þjást bregðast ákveðnar taugafrumur við, svokallaðar spegil nevrónur og endurspegla þjáningar annarra svo við getum beinlínis upplifað þær sjálf. Þetta er alveg stórkostlegur eiginleiki. Hugræn samkennd snýst svo um að skilja aðstæður fólks og geta sett sig í spor þess. Af þessum fögru tilfinningum sprettur svo óeigingjarnt örlæti. En það að geta gefið af sér af öllu hjarta án þess að krefjast endurgjalds eða gróða er einfaldlega besta tilfinningin. Það getum við svo ótal mörg sannreynt í samskiptum við börnin okkar. Við getum átt slíkt samfélag – það sem við þurfum að gera er að hafna áróðrinum um annað og áróðrinum um að við getum ekkert og þurfum alltaf, vinstra fólk, að beygja okkur undi vilja hægrisins. Núna höfum við sjálfstraust og sterka sjálfsmynd og við eigum að taka það sem okkur hefur verið neitað um. Um það snýst erindi Sósíalistaflokksins fyrir þessar kosningar. Höfnum drottnunarhagkerfi hinna fáu og tökum í þess stað upp kærleikshagkerfi fjöldans. Með því að breyta ríkisfjármálum, hefta græðgi fjármálakerfisins, taka upp siðlegri bankastarfsemi með samfélagsbönkum og skattleggja þau ríku svo þau greiði sinn réttláta skerf og ójöfnuður í landinu minki, skjótum við efnahagslegum stoðum undir stórátak í uppbyggingu gjaldfrjálsrar grunnþjónustu, við lyftum fátækum, öldruðum og öryrkjum upp úr fátæktargildrunni, hefjum byggingu félagslegra íbúða í stórum stíl og svo framvegis. Við getum eignast þannig samfélag. Það er fullkomlega mögulegt. Ofurkrafturinn er okkar og það er nóg til í þessu ríka landi. Veljum lífið 25 september, líf okkar allra, líf sem mun aðeins blómstra innan lífvænlegs samfélags byggt á samkennd og virðingu. Kjósum með hjartanu. Skilum rauðu. X-J. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun