Geðheilbrigðisbylting – níu aðgerðir Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 21. september 2021 14:01 Við Píratar lítum á geðheilbrigði sem eina af grunnstoðum samfélagsins. Geðheilbrigði varðar ekki einungis heilsu og velferð einstaklingsins heldur er geðheilbrigði ákveðinn mælikvarði á heilbrigði samfélagsins sem við búum í. Síðasta ár féllu 47 sálir fyrir eigin hendi hér á landi og við þurfum byltingu í þessum málaflokki til að breyta þessari sorglegu staðreynd. Píratar vilja leiða þær aðgerðir. Geðheilbrigðisstefna Pírata er metnaðarfull og framsækin. Við vitum að það verður að bregðast við skorti á fullnægjandi þjónustu strax og það ætla Píratar að gera. Við teljum þessar aðgerðir okkar vera nauðsynlegt leiðarljós inn í heilbrigðiskerfið, þannig að við getum sagt með sannfæringu að það sé í raun og veru verið að huga að þessum mikilvæga málaflokki. Í geðheilbrigðisþjónustu ætti að leggja áherslu á forvarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir og snemmtæka íhlutun, með nægilegu fjármagni til fyrsta og annars stigs þjónustu til að tryggja aðgengi allra að kerfinu og stytta biðlista. Styðja skal sérfræðinga við rannsóknir og þróun nýrra aðferða. Leitað verði leiða til að draga úr þvingunum og sviptingum vegna geðrænna vandkvæða. Koma þarf upp öðrum meðferðarúrræðum sem byggjast á samþykki og samvinnu. Styðja skal við réttindi notenda til að leita réttar síns gagnvart ákvörðunum um þvinganir og sviptingar. Sérmenntaðir viðbragðsaðilar bregðist við útköllum þar sem ætla má að geðræn veikindi séu til staðar. Niðurgreiða skal sálfræðiþjónustu og viðurkenndar samtalsmeðferðir til að tryggja besta mögulega aðgengi. Tryggja skal viðeigandi fjármögnun fyrir þær niðurgreiðslur. Tryggja skal réttindi og fjárhagslegan stuðning einstaklinga til að fá bestu gagnreyndu þjónustu sem stendur til boða. Tryggja skal aðgengi nemenda í grunn-, fram- og háskólum að sálfræðiþjónustu, meðal annars með því að tryggja að sálfræðingar séu til staðar innan veggja skólanna. Útfæra skal í aðalnámskrám hæfniviðmið um þekkingu á geðheilbrigði og einkennum algengra geðkvilla. Tryggja þarf aðgengi fyrir alla að geðheilbrigðisþjónustu og huga að hópum sem að hættir til að falla á milli kerfa. Búseta á ekki að koma í veg fyrir að fólk nálgist geðheilbrigðisþjónustu. Tryggja þarf fagleg og sérhæfð úrræði fyrir fólk með geðrænan vanda sem þarf bráðaaðstoð. Slík þjónusta skal vera í boði allstaðar á landinu allan sólarhringinn. Öllum sem eru með geðfötlunargreiningu skal tryggð búseta við hæfi og eftirfylgni með líðan eftir að formlegri meðferð lýkur. Tryggja skal aðstandendum viðeigandi þjónustu og fræðslu. Valdefla skal rödd notenda þjónustunnar. Notendur og fyrrum notendur skulu hafðir með í ráðum í stefnumótun á sviði geðheilbrigðisþjónustu og við útfærslu þjónustunnar. Eins og sjá má byggir geðheilbrigðisstefna Pírata á mannúð, virðingu fyrir fólki og samráði við þau sem hafa reynslu af þessum mikilvæga málaflokki. Við björgum lífum ef að við gerum þetta rétt og Píratar boða byltingu í geðheilbrigðismálum! Geðheilbrigði – ekkert kjaftæði! Höfundur er sálfræðingur og skipar þriðja sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Suðvesturkjördæmi Geðheilbrigði Eva Sjöfn Helgadóttir Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Við Píratar lítum á geðheilbrigði sem eina af grunnstoðum samfélagsins. Geðheilbrigði varðar ekki einungis heilsu og velferð einstaklingsins heldur er geðheilbrigði ákveðinn mælikvarði á heilbrigði samfélagsins sem við búum í. Síðasta ár féllu 47 sálir fyrir eigin hendi hér á landi og við þurfum byltingu í þessum málaflokki til að breyta þessari sorglegu staðreynd. Píratar vilja leiða þær aðgerðir. Geðheilbrigðisstefna Pírata er metnaðarfull og framsækin. Við vitum að það verður að bregðast við skorti á fullnægjandi þjónustu strax og það ætla Píratar að gera. Við teljum þessar aðgerðir okkar vera nauðsynlegt leiðarljós inn í heilbrigðiskerfið, þannig að við getum sagt með sannfæringu að það sé í raun og veru verið að huga að þessum mikilvæga málaflokki. Í geðheilbrigðisþjónustu ætti að leggja áherslu á forvarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir og snemmtæka íhlutun, með nægilegu fjármagni til fyrsta og annars stigs þjónustu til að tryggja aðgengi allra að kerfinu og stytta biðlista. Styðja skal sérfræðinga við rannsóknir og þróun nýrra aðferða. Leitað verði leiða til að draga úr þvingunum og sviptingum vegna geðrænna vandkvæða. Koma þarf upp öðrum meðferðarúrræðum sem byggjast á samþykki og samvinnu. Styðja skal við réttindi notenda til að leita réttar síns gagnvart ákvörðunum um þvinganir og sviptingar. Sérmenntaðir viðbragðsaðilar bregðist við útköllum þar sem ætla má að geðræn veikindi séu til staðar. Niðurgreiða skal sálfræðiþjónustu og viðurkenndar samtalsmeðferðir til að tryggja besta mögulega aðgengi. Tryggja skal viðeigandi fjármögnun fyrir þær niðurgreiðslur. Tryggja skal réttindi og fjárhagslegan stuðning einstaklinga til að fá bestu gagnreyndu þjónustu sem stendur til boða. Tryggja skal aðgengi nemenda í grunn-, fram- og háskólum að sálfræðiþjónustu, meðal annars með því að tryggja að sálfræðingar séu til staðar innan veggja skólanna. Útfæra skal í aðalnámskrám hæfniviðmið um þekkingu á geðheilbrigði og einkennum algengra geðkvilla. Tryggja þarf aðgengi fyrir alla að geðheilbrigðisþjónustu og huga að hópum sem að hættir til að falla á milli kerfa. Búseta á ekki að koma í veg fyrir að fólk nálgist geðheilbrigðisþjónustu. Tryggja þarf fagleg og sérhæfð úrræði fyrir fólk með geðrænan vanda sem þarf bráðaaðstoð. Slík þjónusta skal vera í boði allstaðar á landinu allan sólarhringinn. Öllum sem eru með geðfötlunargreiningu skal tryggð búseta við hæfi og eftirfylgni með líðan eftir að formlegri meðferð lýkur. Tryggja skal aðstandendum viðeigandi þjónustu og fræðslu. Valdefla skal rödd notenda þjónustunnar. Notendur og fyrrum notendur skulu hafðir með í ráðum í stefnumótun á sviði geðheilbrigðisþjónustu og við útfærslu þjónustunnar. Eins og sjá má byggir geðheilbrigðisstefna Pírata á mannúð, virðingu fyrir fólki og samráði við þau sem hafa reynslu af þessum mikilvæga málaflokki. Við björgum lífum ef að við gerum þetta rétt og Píratar boða byltingu í geðheilbrigðismálum! Geðheilbrigði – ekkert kjaftæði! Höfundur er sálfræðingur og skipar þriðja sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun