Leikur Stjörnunnar og ÍBV er fyrsta útsending dagsins, en hægt verður að fylgjast með gangi mála á Stöð 2 Sport frá klukkan 17:50.
Útsendingar frá öllum þrem leikjum enska deildabikarsins hefjast klukkan 18:35, en á Stöð 2 Sport 2 er það viðureign Manchester United og West Ham sem fer fram. Liðin mættust um síðustu helgi og þar voru það United-menn sem að höfðu betur í dramatískum leik.
Chelsea tekur á móti Aston Villa á Stöð 2 Sport 3 og á Stöð 2 Sport 4 verður hægt að fylgjast með viðureign Wolves og Tottenham.
Klukkan 21:00 er það svo Babe Patrol sem að endar daginn á Stöð 2 eSport þar sem þær Alma, Eva, Högna og Kamila munu án efa valda miklum usla á götum Verdansk í leiknum Call of Duty: Warzone.