Hætta fjármögnun kolaorkuvera erlendis Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2021 23:27 Xi Jinping, forseti Kína. AP/Sameinuðu þjóðirnar Xi Jinping, forseti Kína, tilkynnti í ræðu sinni á allsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna í dag að Kínverjar væru hættir að fjármagna byggingu nýrra kolaorkuvera á erlendri grund. Xi fór ekki nánar út í ákvörðun sína en mögulega gæti hún haft veruleg áhrif á fjármögnun kolaorkuvera í þróunarríkjum á næstu árum. Xi hét þó því að Kína myndi hjálpa þróunarríkjum við að koma upp grænni orku. Kínverjar hafa verið undir töluverðum þrýstingi um að hætta fjármögnun slíkra orkuvera með hliðsjón af markmiðum Parísarsamkomulagsins um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda, samkvæmt frétt Reuters. Þeir hafa einnig orðið fyrir mikilli gagnrýni vegna fjölda kolaorkuvera í Kína en ríkið er það ríki heimsins sem losar mest af gróðurhúsalofttegundum og kolabruni er stærsta einstaka uppspretta þeirra í heiminum. Sérfræðinar hafa haldið því fram að Bank of China, sem er í eigu kínverska ríkisins, hafi varið um 35 milljörðum dala í byggingu kolaorkuvera í heiminum frá samþykkt Parísarsamkomulagsins árið 2015. Sjá einnig: Tugir nýrra kolaorkuvera á teikniborðinu í Kína Tilkynnt hefur verið um áform um byggingu átján nýrra kolaorkuvera í Kína á fyrri hluta þessa árs og þá liggja fyrir tillögur að 43 til viðbótar. Kínversk stjórnvöld hafa heitið því að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. AFP fréttaveitan segir að í fyrra hafi yfirvöld í Kína reist ný kolaorkuver sem framleiða 38,4 gígawött. Það sé rúmlega þrisvar sinnum meira en ný kolaorkuver framleiddu í öllum heiminum í fyrra. Kína Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Ekki á réttri leið í losun eftir faraldurinn Ekkert bendir til töluverður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda í kórónuveirufaraldrinum í fyrra hafi nokkur varanleg áhrif á loftslagsbreytingar á jörðinni. Losun vegna orkuframleiðslu og iðnaðar var þegar orðin jafnmikil eða meiri á fyrri helmingi þessa árs en fyrir faraldurinn. 16. september 2021 07:01 Loftgæði bötnuðu tímabundið í kórónuveirufaraldrinum Svifryksmengun minnkaði umtalsvert, sérstaklega í borgum, þegar kórónuveiruheimsfaraldurinn hægði á hagkerf heimsins. Þrátt fyrir samdráttinn var loftmengun víða enn yfir heilsuverndarmörkum. 3. september 2021 13:26 Bensíni með blýi útrýmt í heiminum Ekkert land í heiminum notar lengur bensín með blýi til að knýja bifreiðar eftir að síðustu dropar þess kláruðust í Alsír í júlí. Blýi var blandað út í bensíni í hátt í heila öld þrátt fyrir að það mengaði loft, jarðveg og vatn. 31. ágúst 2021 10:33 Stærstu gróðureldar á jörðinni loga í Síberíu Gróðureldar sem nú loga á þúsundum ferkílómetra lands í Síberíu eru stærri en allir aðrir gróðureldar sem loga á jörðinni. Rússnesk yfirvöld berjast nú við fleiri en 190 skógarelda en tugir annarra elda fá að loga óáreittir fjarri mannabyggð. 11. ágúst 2021 14:53 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Xi fór ekki nánar út í ákvörðun sína en mögulega gæti hún haft veruleg áhrif á fjármögnun kolaorkuvera í þróunarríkjum á næstu árum. Xi hét þó því að Kína myndi hjálpa þróunarríkjum við að koma upp grænni orku. Kínverjar hafa verið undir töluverðum þrýstingi um að hætta fjármögnun slíkra orkuvera með hliðsjón af markmiðum Parísarsamkomulagsins um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda, samkvæmt frétt Reuters. Þeir hafa einnig orðið fyrir mikilli gagnrýni vegna fjölda kolaorkuvera í Kína en ríkið er það ríki heimsins sem losar mest af gróðurhúsalofttegundum og kolabruni er stærsta einstaka uppspretta þeirra í heiminum. Sérfræðinar hafa haldið því fram að Bank of China, sem er í eigu kínverska ríkisins, hafi varið um 35 milljörðum dala í byggingu kolaorkuvera í heiminum frá samþykkt Parísarsamkomulagsins árið 2015. Sjá einnig: Tugir nýrra kolaorkuvera á teikniborðinu í Kína Tilkynnt hefur verið um áform um byggingu átján nýrra kolaorkuvera í Kína á fyrri hluta þessa árs og þá liggja fyrir tillögur að 43 til viðbótar. Kínversk stjórnvöld hafa heitið því að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. AFP fréttaveitan segir að í fyrra hafi yfirvöld í Kína reist ný kolaorkuver sem framleiða 38,4 gígawött. Það sé rúmlega þrisvar sinnum meira en ný kolaorkuver framleiddu í öllum heiminum í fyrra.
Kína Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Ekki á réttri leið í losun eftir faraldurinn Ekkert bendir til töluverður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda í kórónuveirufaraldrinum í fyrra hafi nokkur varanleg áhrif á loftslagsbreytingar á jörðinni. Losun vegna orkuframleiðslu og iðnaðar var þegar orðin jafnmikil eða meiri á fyrri helmingi þessa árs en fyrir faraldurinn. 16. september 2021 07:01 Loftgæði bötnuðu tímabundið í kórónuveirufaraldrinum Svifryksmengun minnkaði umtalsvert, sérstaklega í borgum, þegar kórónuveiruheimsfaraldurinn hægði á hagkerf heimsins. Þrátt fyrir samdráttinn var loftmengun víða enn yfir heilsuverndarmörkum. 3. september 2021 13:26 Bensíni með blýi útrýmt í heiminum Ekkert land í heiminum notar lengur bensín með blýi til að knýja bifreiðar eftir að síðustu dropar þess kláruðust í Alsír í júlí. Blýi var blandað út í bensíni í hátt í heila öld þrátt fyrir að það mengaði loft, jarðveg og vatn. 31. ágúst 2021 10:33 Stærstu gróðureldar á jörðinni loga í Síberíu Gróðureldar sem nú loga á þúsundum ferkílómetra lands í Síberíu eru stærri en allir aðrir gróðureldar sem loga á jörðinni. Rússnesk yfirvöld berjast nú við fleiri en 190 skógarelda en tugir annarra elda fá að loga óáreittir fjarri mannabyggð. 11. ágúst 2021 14:53 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Ekki á réttri leið í losun eftir faraldurinn Ekkert bendir til töluverður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda í kórónuveirufaraldrinum í fyrra hafi nokkur varanleg áhrif á loftslagsbreytingar á jörðinni. Losun vegna orkuframleiðslu og iðnaðar var þegar orðin jafnmikil eða meiri á fyrri helmingi þessa árs en fyrir faraldurinn. 16. september 2021 07:01
Loftgæði bötnuðu tímabundið í kórónuveirufaraldrinum Svifryksmengun minnkaði umtalsvert, sérstaklega í borgum, þegar kórónuveiruheimsfaraldurinn hægði á hagkerf heimsins. Þrátt fyrir samdráttinn var loftmengun víða enn yfir heilsuverndarmörkum. 3. september 2021 13:26
Bensíni með blýi útrýmt í heiminum Ekkert land í heiminum notar lengur bensín með blýi til að knýja bifreiðar eftir að síðustu dropar þess kláruðust í Alsír í júlí. Blýi var blandað út í bensíni í hátt í heila öld þrátt fyrir að það mengaði loft, jarðveg og vatn. 31. ágúst 2021 10:33
Stærstu gróðureldar á jörðinni loga í Síberíu Gróðureldar sem nú loga á þúsundum ferkílómetra lands í Síberíu eru stærri en allir aðrir gróðureldar sem loga á jörðinni. Rússnesk yfirvöld berjast nú við fleiri en 190 skógarelda en tugir annarra elda fá að loga óáreittir fjarri mannabyggð. 11. ágúst 2021 14:53