Ein dýrategund að kvelja aðra sjálfri sér til yndisauka Jakob Bjarnar skrifar 22. september 2021 11:26 Henry Alexander telur algerlega ljóst að þeir stangveiðimenn sem stunda veiðiaðferðina veiða/sleppa geta ekki hossað sér fyrir siðferðilega yfirburði. Henry Alexander Henrysson siðfræðingur, doktor í heimspeki, veltir fyrir sér þeirri spurningu hvort það sé siðferðilega rétt að veiða lax í þeim eina tilgangi að sleppa honum? Og hans niðurstaða er ótvíræð. „Stangveiðimenn sem sleppa öllum fiski sem þeir landa aftur út í ána geta því ekki gert kröfu um að þeim sé veitt siðferðilegt hrós eða að þeir hljóti viðurkenningu fyrir einhvers konar siðferðilega yfirburði í veiðiheiminum,“ segir Henry Alexander gagnmerku svari á Vísindavefnum. Og ætti þá þetta áralanga þrætuepli að vera til lykta leitt. Geta ekki skákað í skjóli dyggða Sigurður Örn og Grétar Eiríksson vörpuðu fram þessari spurningu sem er viðfangsefni siðfræðingsins. En þetta hefur lengi verið umdeilt meðal stangveiðimanna eftir að veiða-sleppa varð viðtekið í laxveiðiám landsins, þá með það fyrir augum að vernda laxastofninn. Þar með er í raun búið að taka út þann þátt veiðanna að þær séu liður í því að afla sér matar og þannig með skírskotun til frumeðlis. Á meðan hafa þeir sem vilja hafa þann háttinn á að vilja setja í lax og sleppa honum aftur til verndunar stofninum verið harðir á því að þeir séu með þessu að leggja sitt að mörkum til verndunar. En nú er búið að kveða uppúr um það: Siðferðilega eru þeir á hálum ís. Henry Alexander fer ítarlega í saumana á þessu flókna viðfangsefni og segir að hugsanlega sé þessi veiðiaðferð að einhverju leyti skárri en aðrar og hefðbundnari veiðiaðferðir hvað varðar vistfræði og verndun, og má þar til dæmis nefna þá reglu að sleppa öllum stórlaxi. „En þegar öllu er á botninn hvolft felst stangveiði í að ein dýrategund er að kvelja aðra sjálfum sér til ánægju og yndisauka.“ Fagurfræðilegar réttlætingar Vert er að halda því til haga að siðfræðingurinn er ekki að fordæma þá stangveiðimenn sem vilja hafa þann háttinn á þó hann telji þá á hálum ís með að vilja hrósa sjálfum sér fyrir að vera dyggðum prýddir. Kannski þurfi ekki allt það sem við tökum okkur fyrir hendur að vera stutt siðferðilegum rökum. „Sumt leyfum við okkur ánægjunnar og nautnarinnar vegna, án þess að viðkomandi athöfn sé siðferðilega rétt. Slíkar athafnir eru krydd í tilveruna og er helsta siðferðilega skylda okkar að gæta hófs og valda sem minnstum skaða,“ segir Henry Alexander. Ástæður fyrir því að sumar slíkar athafnir eru meira aðlaðandi en aðrar geta hins vegar átt sér fagurfræðilegar réttlætingar: „Hógvær fluguveiði þar sem hverjum laxi er sleppt eftir átökin er ótvírætt meira aðlaðandi heldur en aðfarir sem fela í sér blóðgun og plöstun afla. Og hún getur verið til fyrirmyndar í þeim skilningi þótt hún sé ekki endilega siðferðilega rétt fyrir vikið.“ Dýr Stangveiði Háskólar Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Sjá meira
„Stangveiðimenn sem sleppa öllum fiski sem þeir landa aftur út í ána geta því ekki gert kröfu um að þeim sé veitt siðferðilegt hrós eða að þeir hljóti viðurkenningu fyrir einhvers konar siðferðilega yfirburði í veiðiheiminum,“ segir Henry Alexander gagnmerku svari á Vísindavefnum. Og ætti þá þetta áralanga þrætuepli að vera til lykta leitt. Geta ekki skákað í skjóli dyggða Sigurður Örn og Grétar Eiríksson vörpuðu fram þessari spurningu sem er viðfangsefni siðfræðingsins. En þetta hefur lengi verið umdeilt meðal stangveiðimanna eftir að veiða-sleppa varð viðtekið í laxveiðiám landsins, þá með það fyrir augum að vernda laxastofninn. Þar með er í raun búið að taka út þann þátt veiðanna að þær séu liður í því að afla sér matar og þannig með skírskotun til frumeðlis. Á meðan hafa þeir sem vilja hafa þann háttinn á að vilja setja í lax og sleppa honum aftur til verndunar stofninum verið harðir á því að þeir séu með þessu að leggja sitt að mörkum til verndunar. En nú er búið að kveða uppúr um það: Siðferðilega eru þeir á hálum ís. Henry Alexander fer ítarlega í saumana á þessu flókna viðfangsefni og segir að hugsanlega sé þessi veiðiaðferð að einhverju leyti skárri en aðrar og hefðbundnari veiðiaðferðir hvað varðar vistfræði og verndun, og má þar til dæmis nefna þá reglu að sleppa öllum stórlaxi. „En þegar öllu er á botninn hvolft felst stangveiði í að ein dýrategund er að kvelja aðra sjálfum sér til ánægju og yndisauka.“ Fagurfræðilegar réttlætingar Vert er að halda því til haga að siðfræðingurinn er ekki að fordæma þá stangveiðimenn sem vilja hafa þann háttinn á þó hann telji þá á hálum ís með að vilja hrósa sjálfum sér fyrir að vera dyggðum prýddir. Kannski þurfi ekki allt það sem við tökum okkur fyrir hendur að vera stutt siðferðilegum rökum. „Sumt leyfum við okkur ánægjunnar og nautnarinnar vegna, án þess að viðkomandi athöfn sé siðferðilega rétt. Slíkar athafnir eru krydd í tilveruna og er helsta siðferðilega skylda okkar að gæta hófs og valda sem minnstum skaða,“ segir Henry Alexander. Ástæður fyrir því að sumar slíkar athafnir eru meira aðlaðandi en aðrar geta hins vegar átt sér fagurfræðilegar réttlætingar: „Hógvær fluguveiði þar sem hverjum laxi er sleppt eftir átökin er ótvírætt meira aðlaðandi heldur en aðfarir sem fela í sér blóðgun og plöstun afla. Og hún getur verið til fyrirmyndar í þeim skilningi þótt hún sé ekki endilega siðferðilega rétt fyrir vikið.“
Dýr Stangveiði Háskólar Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Sjá meira