Ekki kjósa oddvita Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 24. september 2021 08:01 Á höfuðborgarsvæðinu eru oddvitar flestra flokkanna öruggir inn. Atkvæðið þitt getur því fyrst og fremst ráðið hvaða frambjóðendur í baráttusætum hljóti sæti á Alþingi. Mig langar til að beina athygli sérstaklega að þremur frambjóðendum sem eru í slíku sæti. Jón Steindór Valdimarsson í Reykjavíkurkjördæmi norður Í Reykjavíkurkjördæmi norður getur atkvæðið þitt skilað inn Jóni Steindóri Valdimarssyni, sem er í 2. sæti á lista Viðreisnar. Jón Steindór hefur verið á þingi í fimm ár og hefur skilað mikilvægum réttarbótum fyrir íslenskt samfélag. Hann lagði fram og fékk í gegn að samþykki yrði sett í forgrunn í skilgreiningu nauðgunar í hegningarlögum. Ef við hefðum ekki notið krafta hans er ólíklegt að það hefði orðið að lögum. Jón Steindór hefur verið ötull talsmaður þolenda og baráttumaður fyrir jafnrétti. Hann lagði einnig til bætta réttarstöðu þolenda heimilisofbeldis við hjúskaparslit. Þessu til viðbótar hefur hann verið talsmaður nýsköpunar og ábyrgðar í efnahagsstjórn og fékk samþykkta þingsályktunartillögu sem tryggir gæði, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga. Ef þetta eru mál sem þú styður er atkvæði þínu vel varið til Jóns Steindórs. María Rut Kristinsdóttir í Reykjavíkurkjördæmi suður Í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur þú tækifæri til að kjósa Maríu Rut Kristinsdóttur, sem situr í 3. sæti á lista Viðreisnar. María Rut var formaður SHÍ þegar stúdentar höfðuðu dómsmál til að berjast gegn kjaraskerðingu. Hún stofnaði líka Hinseginleikann, var talskona Druslugöngunnar um árabil og fór fyrir samráðshóp innanríkisráðherra um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Á liðnu kjörtímabili spilaði María lykilhlutverk í að móta og ná í gegn frumvarpi Viðreisnar um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu. Með hennar kraft og reynslu á þinginu munu þessi mál hafa öflugan málsvara og við getum tryggt að sálfræðiþjónustan verði loksins fjármögnuð. Það skiptir máli að María komist inn. Elín Anna Gísladóttir í Suðvesturkjördæmi Í Suðvesturkjördæmi getur þú stutt Elínu Önnu Gísladóttur, sem er í 3. sæti á lista Viðreisnar. Elín Anna er verkfræðingur og einn af stofnendum FKA Framtíðar, sem styður ungar konur í því að vaxa og ná lengra í atvinnulífinu. Hún berst fyrir umbótum í heilbrigðiskerfinu, styttingu biðlista og betri velferð. Hún hefur einnig verið leiðandi í allri stefnumótun Viðreisnar í menntamálum og situr fyrir okkar hönd í fræðslunefnd Mosfellsbæjar. Það er mikilvægt að hún komist inn til að tryggja að umbótasinnað fólk í þessum málum hafi sterka rödd. Ef þú hefur ekki ákveðið þig þá skiptir máli að skoða í kjölinn hvaða fólk er í baráttusætum. Mitt atkvæði fer til Viðreisnar og ég vona að þitt geri það líka. Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á höfuðborgarsvæðinu eru oddvitar flestra flokkanna öruggir inn. Atkvæðið þitt getur því fyrst og fremst ráðið hvaða frambjóðendur í baráttusætum hljóti sæti á Alþingi. Mig langar til að beina athygli sérstaklega að þremur frambjóðendum sem eru í slíku sæti. Jón Steindór Valdimarsson í Reykjavíkurkjördæmi norður Í Reykjavíkurkjördæmi norður getur atkvæðið þitt skilað inn Jóni Steindóri Valdimarssyni, sem er í 2. sæti á lista Viðreisnar. Jón Steindór hefur verið á þingi í fimm ár og hefur skilað mikilvægum réttarbótum fyrir íslenskt samfélag. Hann lagði fram og fékk í gegn að samþykki yrði sett í forgrunn í skilgreiningu nauðgunar í hegningarlögum. Ef við hefðum ekki notið krafta hans er ólíklegt að það hefði orðið að lögum. Jón Steindór hefur verið ötull talsmaður þolenda og baráttumaður fyrir jafnrétti. Hann lagði einnig til bætta réttarstöðu þolenda heimilisofbeldis við hjúskaparslit. Þessu til viðbótar hefur hann verið talsmaður nýsköpunar og ábyrgðar í efnahagsstjórn og fékk samþykkta þingsályktunartillögu sem tryggir gæði, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga. Ef þetta eru mál sem þú styður er atkvæði þínu vel varið til Jóns Steindórs. María Rut Kristinsdóttir í Reykjavíkurkjördæmi suður Í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur þú tækifæri til að kjósa Maríu Rut Kristinsdóttur, sem situr í 3. sæti á lista Viðreisnar. María Rut var formaður SHÍ þegar stúdentar höfðuðu dómsmál til að berjast gegn kjaraskerðingu. Hún stofnaði líka Hinseginleikann, var talskona Druslugöngunnar um árabil og fór fyrir samráðshóp innanríkisráðherra um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Á liðnu kjörtímabili spilaði María lykilhlutverk í að móta og ná í gegn frumvarpi Viðreisnar um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu. Með hennar kraft og reynslu á þinginu munu þessi mál hafa öflugan málsvara og við getum tryggt að sálfræðiþjónustan verði loksins fjármögnuð. Það skiptir máli að María komist inn. Elín Anna Gísladóttir í Suðvesturkjördæmi Í Suðvesturkjördæmi getur þú stutt Elínu Önnu Gísladóttur, sem er í 3. sæti á lista Viðreisnar. Elín Anna er verkfræðingur og einn af stofnendum FKA Framtíðar, sem styður ungar konur í því að vaxa og ná lengra í atvinnulífinu. Hún berst fyrir umbótum í heilbrigðiskerfinu, styttingu biðlista og betri velferð. Hún hefur einnig verið leiðandi í allri stefnumótun Viðreisnar í menntamálum og situr fyrir okkar hönd í fræðslunefnd Mosfellsbæjar. Það er mikilvægt að hún komist inn til að tryggja að umbótasinnað fólk í þessum málum hafi sterka rödd. Ef þú hefur ekki ákveðið þig þá skiptir máli að skoða í kjölinn hvaða fólk er í baráttusætum. Mitt atkvæði fer til Viðreisnar og ég vona að þitt geri það líka. Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun