Gefðu framtíðinni tækifæri Hópur ungra frambjóðenda Viðreisnar skrifar 24. september 2021 07:01 Á morgun göngum við til kosninga. Það er mikilvægt að kjósendur séu meðvitaðir um þau framboð sem standa þeim til boða ásamt þeim málefnum sem flokkarnir leggja á oddinn. Í Viðreisn er fjöldinn allur af ungu fólki í framboði og sem kom að stofnun flokksins, það endurspeglast í stefnu Viðreisnar. Skilaboð okkar eru skýr: Viðreisn er frjálslyndur flokkur sem gefur ekki afslátt af geðheilbrigðismálum, loftslagsmálum, jafnréttismálum og hagsmunum ungs fólks. Við, unga fólkið í framboði, völdum Viðreisn vegna þess að á okkur er hlustað og stefnumál flokksins einkennast af áherslum frjálslynds ungs fólks. Flokkurinn er sér á báti varðandi frelsismál, jafnréttismál, geðheilbrigðismál, menntamál og loftslagsmál. Flokkurinn hefur barist fyrir niðurgreiddri sálfræðiþjónustu og mun halda því áfram þar til niðurgreiðslan verður fjármögnuð. Við höfum endurskilgreint nauðgun í hegningarlögum þannig lögin svari kalli samfélagsins um mikilvægi samþykkis. Komið í gegn jafnlaunavottun. Talað máli flóttafólks og námsmanna á þingi. Flokkurinn ætlar að taka stærri skref í umhverfis- og loftslagsmálum en tekin hafa verið. Viðreisn berst fyrir auknu jafnrétti hinsegin fólks svo Ísland verði þar fremst í flokki, námslánakerfi að norrænni fyrirmynd, tengingu Íslands við alþjóðasamfélagið og samfélagi sem byggir á frjálslyndi, þar sem fólki er treyst fyrir eigin ákvörðunum. Stjórnmál eiga að snúast um að bæta samfélagið, brjóta niður múra og skapa aukið frelsi fyrir fólk þvert á landamæri. Þau snúast um að treysta einstaklingnum og veita honum tækifæri til að rækta eigin hæfileika og tryggja að þörfum hans sé mætt. Byggja á upp gott öryggisnet sem grípur fólk þegar það villist af leið eða þarf aðstoð. Við viljum færa okkur frá kyrrstöðunni og bjóða þér að kjósa flokk sem leggur áherslu á það sem skiptir máli. Flokk sem hlustar á ungt fólk og tekur skref í samræmi við það. Gefðu framtíðinni tækifæri, kjóstu Viðreisn. Höfundar eru ungir frambjóðendur Viðreisnar á landsvísu. Starri Reynisson, 3. sæti í Norðvesturkjördæmi og forseti Uppreisnar Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, 3. sæti í Reykjavík norður María Rut Kristinsdóttir, 3. sæti í Reykjavík suður Elín Anna Gísladóttir, 3. sæti í Suðvesturkjördæmi Ingvar Þóroddsson, 3. sæti í Norðausturkjördæmi Ingunn Rós Kristjánsdóttir, 4. sæti í Norðvesturkjördæmi Elva Dögg Sigurðardóttir, 4. sæti í Suðurkjördæmi Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, 4. sæti í Reykjavík suður Draumey Ósk Ómarsdóttir, 4. sæti í Norðausturkjördæmi Axel Sigurðsson, 5. sæti í Suðurkjördæmi Ástrós Rut Sigurðardóttir, 5. sæti í Suðvesturkjördæmi Rafn Helgason, 6. sæti í Suðvesturkjördæmi Edit Ómarsdóttir, 6. sæti í Norðvesturkjördæmi Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, 6. sæti í Suðurkjördæmi Arnar Páll Guðmundsson, 7. sæti í Suðurkjördæmi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, 8. sæti í Norðausturkjördæmi Alexander Aron Guðjónsson, 9. sæti í Norðvesturkjördæmi Jóhann Karl Ásgeirsson, 11. sæti í Suðurkjördæmi Aðalbjörg Guðmundsdóttir, 11. sæti í Reykjavík norður Ívar Marinó Lilliendahl, 12. sæti í Suðvesturkjördæmi Emilía Björt Írisardóttir, 13. sæti í Reykjavík norður Kristín Hulda Gísladóttir, 13. sæti í Reykjavík suður Aron Eydal Sigurðarson, 14. sæti í Reykjavík suður Kristján Ingi Svanbergsson, 14. sæti í Reykjavík norður Þuríður Elín Sigurðardóttir, 15. sæti í Reykjavík norður Reynir Hans Reynisson, 16. sæti í Reykjavík suður Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir, 17. sæti í Reykjavík suður Jón Gunnarsson, 18. sæti í Suðvesturkjördæmi Sveinbjörn Finnsson, 18. sæti í Reykjavík norður Gréta Sóley Arngrímsdóttir, 18. sæti í Norðausturkjördæmi Margrét Ósk Gunnarsdóttir, 19. sæti í Reykjavík suður Geir Finnsson, 20. sæti í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Á morgun göngum við til kosninga. Það er mikilvægt að kjósendur séu meðvitaðir um þau framboð sem standa þeim til boða ásamt þeim málefnum sem flokkarnir leggja á oddinn. Í Viðreisn er fjöldinn allur af ungu fólki í framboði og sem kom að stofnun flokksins, það endurspeglast í stefnu Viðreisnar. Skilaboð okkar eru skýr: Viðreisn er frjálslyndur flokkur sem gefur ekki afslátt af geðheilbrigðismálum, loftslagsmálum, jafnréttismálum og hagsmunum ungs fólks. Við, unga fólkið í framboði, völdum Viðreisn vegna þess að á okkur er hlustað og stefnumál flokksins einkennast af áherslum frjálslynds ungs fólks. Flokkurinn er sér á báti varðandi frelsismál, jafnréttismál, geðheilbrigðismál, menntamál og loftslagsmál. Flokkurinn hefur barist fyrir niðurgreiddri sálfræðiþjónustu og mun halda því áfram þar til niðurgreiðslan verður fjármögnuð. Við höfum endurskilgreint nauðgun í hegningarlögum þannig lögin svari kalli samfélagsins um mikilvægi samþykkis. Komið í gegn jafnlaunavottun. Talað máli flóttafólks og námsmanna á þingi. Flokkurinn ætlar að taka stærri skref í umhverfis- og loftslagsmálum en tekin hafa verið. Viðreisn berst fyrir auknu jafnrétti hinsegin fólks svo Ísland verði þar fremst í flokki, námslánakerfi að norrænni fyrirmynd, tengingu Íslands við alþjóðasamfélagið og samfélagi sem byggir á frjálslyndi, þar sem fólki er treyst fyrir eigin ákvörðunum. Stjórnmál eiga að snúast um að bæta samfélagið, brjóta niður múra og skapa aukið frelsi fyrir fólk þvert á landamæri. Þau snúast um að treysta einstaklingnum og veita honum tækifæri til að rækta eigin hæfileika og tryggja að þörfum hans sé mætt. Byggja á upp gott öryggisnet sem grípur fólk þegar það villist af leið eða þarf aðstoð. Við viljum færa okkur frá kyrrstöðunni og bjóða þér að kjósa flokk sem leggur áherslu á það sem skiptir máli. Flokk sem hlustar á ungt fólk og tekur skref í samræmi við það. Gefðu framtíðinni tækifæri, kjóstu Viðreisn. Höfundar eru ungir frambjóðendur Viðreisnar á landsvísu. Starri Reynisson, 3. sæti í Norðvesturkjördæmi og forseti Uppreisnar Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, 3. sæti í Reykjavík norður María Rut Kristinsdóttir, 3. sæti í Reykjavík suður Elín Anna Gísladóttir, 3. sæti í Suðvesturkjördæmi Ingvar Þóroddsson, 3. sæti í Norðausturkjördæmi Ingunn Rós Kristjánsdóttir, 4. sæti í Norðvesturkjördæmi Elva Dögg Sigurðardóttir, 4. sæti í Suðurkjördæmi Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, 4. sæti í Reykjavík suður Draumey Ósk Ómarsdóttir, 4. sæti í Norðausturkjördæmi Axel Sigurðsson, 5. sæti í Suðurkjördæmi Ástrós Rut Sigurðardóttir, 5. sæti í Suðvesturkjördæmi Rafn Helgason, 6. sæti í Suðvesturkjördæmi Edit Ómarsdóttir, 6. sæti í Norðvesturkjördæmi Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, 6. sæti í Suðurkjördæmi Arnar Páll Guðmundsson, 7. sæti í Suðurkjördæmi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, 8. sæti í Norðausturkjördæmi Alexander Aron Guðjónsson, 9. sæti í Norðvesturkjördæmi Jóhann Karl Ásgeirsson, 11. sæti í Suðurkjördæmi Aðalbjörg Guðmundsdóttir, 11. sæti í Reykjavík norður Ívar Marinó Lilliendahl, 12. sæti í Suðvesturkjördæmi Emilía Björt Írisardóttir, 13. sæti í Reykjavík norður Kristín Hulda Gísladóttir, 13. sæti í Reykjavík suður Aron Eydal Sigurðarson, 14. sæti í Reykjavík suður Kristján Ingi Svanbergsson, 14. sæti í Reykjavík norður Þuríður Elín Sigurðardóttir, 15. sæti í Reykjavík norður Reynir Hans Reynisson, 16. sæti í Reykjavík suður Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir, 17. sæti í Reykjavík suður Jón Gunnarsson, 18. sæti í Suðvesturkjördæmi Sveinbjörn Finnsson, 18. sæti í Reykjavík norður Gréta Sóley Arngrímsdóttir, 18. sæti í Norðausturkjördæmi Margrét Ósk Gunnarsdóttir, 19. sæti í Reykjavík suður Geir Finnsson, 20. sæti í Reykjavík suður
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar