Geir Jón skriplar á skötu Jarl Sigurgeirsson skrifar 23. september 2021 18:31 Kýs Sigurð Inga, framsóknarmann vegna verka Sjálfstæðismanna. Geir Jón Þórisson, vinur minn, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann tilkynnti þjóðinni þá ákvörðun sína að hann ætlaði að kjósa Framsóknarflokkinn. Það kom mér sem slíkt ekki á óvart enda ekki langt síðan hann tilkynnti alþjóð að hann væri hættur í Sjálfstæðisflokknum. Skýringin þá var sú að hans kristilega uppeldi væri ekki í samræmi við stefnu flokksins í orkupakkanum. Það kom mér hins vegar á óvart að ástæðan, sem hann gefur fyrir stuðningi við Framsóknarflokkinn, sé að Sigurður Ingi hafi staðið sig svo vel í að fjölga ferðum með Herjólfi, tryggja sömu fargjöld óháð hvert væri siglt og fleira. Þar skriplar Geir Jón á skötu. Ekki dettur mér í hug að hafa neina skoðun á því í hvaða flokki Geir Jón er, hvað flokk hann styður eða hvers vegna. Það væri nú samt sjálfsagt ekki til mikils mælst þó að Geir Jón leyfi þeim sem tryggðu Eyjamönnum þær miklu samgöngubætur, sem við nú þekkjum, að njóta sannmælis. Hið sanna er að það var í ráðherratíð Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og í bæjarstjóratíð Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Sjálfstæðisflokksins, sem árangur náðist. Þekkt er einnig aðkoma Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, að þeim verkum. Fréttatilkynning um hinar stórkostlegu samgöngubætur var birt 27. október 2017. Kosningar fóru fram degi síðar og Sigurður Ingi varð ráðherra 30. nóvember það ár. Þannig er sannleikurinn í þessu. Í fyrrgreindri viljayfirlýsingu, sem sjálfstæðismennirnir Jón Gunnarsson og Elliði Vignisson undirrituðu, voru talin upp helstu markmið samningsins og forsendur hans. Meðal þess sem þar kemur fram er að: Skipið verði nýtt til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar lengur hvern sólarhring en nú er og gangi allt að 8 ferðir á dag í reglulegri áætlun þegar aðstæður krefjast. Núverandi Herjólfur verði til reiðu sem varaskip fyrir ferjusiglingar í landinu eftir að ný ferja hefur siglingar. Sama gjaldskrá gildi á báðum siglingaleiðum. Núverandi fjárveiting til reksturs Herjólfs verði lögð til grundvallar nýs samnings. Þannig verði möguleg hagræðing, vegna rekstrar nýrrar Vestmannaeyjaferju, nýtt til að bæta samgöngur á milli lands og Eyja. Fram fari þarfagreining á þjónustuþörf skipsins. Þarfagreiningin taki mið af þörfum samfélagsins en ekki eingöngu hámarksnýtingu. Rekstur ferjusiglinga milli lands og Eyja sé almannaþjónusta og ekki hagnaðardrifin. Rekstrarhagræðis verði gætt til hins ítrasta. Telji aðilar líklegt að útboð á almennum markaði leiði til aukins hagræðis samhliða þjónustuaukningu, verði Vestmannaeyjabæ það heimilt. (Þeir sem vilja sannreyna þetta geta kíkt hér á fréttatilkynningu sem birtist deginum fyrir kosningar: Viljayfirlýsing undirrituð um rekstur ferju (eyjar.net)) Víst er að samgöngubætur þær sem nefndar hafa verið eru vissulega mikið framfaraskref. Fyrir þá sem horfa vilja til áframhaldandi uppbyggingar í samgöngum er ef til vill bara best að kjósa þann flokk sem raunverulega skilaði árangri. Sá flokkur heitir Sjálfstæðisflokkurinn og með því að setja X við D tryggjum við áframhaldandi uppbyggingu en ekki fækkun ferða og engar flugsamgöngur Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Vestmannaeyjar Herjólfur Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Kýs Sigurð Inga, framsóknarmann vegna verka Sjálfstæðismanna. Geir Jón Þórisson, vinur minn, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann tilkynnti þjóðinni þá ákvörðun sína að hann ætlaði að kjósa Framsóknarflokkinn. Það kom mér sem slíkt ekki á óvart enda ekki langt síðan hann tilkynnti alþjóð að hann væri hættur í Sjálfstæðisflokknum. Skýringin þá var sú að hans kristilega uppeldi væri ekki í samræmi við stefnu flokksins í orkupakkanum. Það kom mér hins vegar á óvart að ástæðan, sem hann gefur fyrir stuðningi við Framsóknarflokkinn, sé að Sigurður Ingi hafi staðið sig svo vel í að fjölga ferðum með Herjólfi, tryggja sömu fargjöld óháð hvert væri siglt og fleira. Þar skriplar Geir Jón á skötu. Ekki dettur mér í hug að hafa neina skoðun á því í hvaða flokki Geir Jón er, hvað flokk hann styður eða hvers vegna. Það væri nú samt sjálfsagt ekki til mikils mælst þó að Geir Jón leyfi þeim sem tryggðu Eyjamönnum þær miklu samgöngubætur, sem við nú þekkjum, að njóta sannmælis. Hið sanna er að það var í ráðherratíð Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og í bæjarstjóratíð Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Sjálfstæðisflokksins, sem árangur náðist. Þekkt er einnig aðkoma Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, að þeim verkum. Fréttatilkynning um hinar stórkostlegu samgöngubætur var birt 27. október 2017. Kosningar fóru fram degi síðar og Sigurður Ingi varð ráðherra 30. nóvember það ár. Þannig er sannleikurinn í þessu. Í fyrrgreindri viljayfirlýsingu, sem sjálfstæðismennirnir Jón Gunnarsson og Elliði Vignisson undirrituðu, voru talin upp helstu markmið samningsins og forsendur hans. Meðal þess sem þar kemur fram er að: Skipið verði nýtt til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar lengur hvern sólarhring en nú er og gangi allt að 8 ferðir á dag í reglulegri áætlun þegar aðstæður krefjast. Núverandi Herjólfur verði til reiðu sem varaskip fyrir ferjusiglingar í landinu eftir að ný ferja hefur siglingar. Sama gjaldskrá gildi á báðum siglingaleiðum. Núverandi fjárveiting til reksturs Herjólfs verði lögð til grundvallar nýs samnings. Þannig verði möguleg hagræðing, vegna rekstrar nýrrar Vestmannaeyjaferju, nýtt til að bæta samgöngur á milli lands og Eyja. Fram fari þarfagreining á þjónustuþörf skipsins. Þarfagreiningin taki mið af þörfum samfélagsins en ekki eingöngu hámarksnýtingu. Rekstur ferjusiglinga milli lands og Eyja sé almannaþjónusta og ekki hagnaðardrifin. Rekstrarhagræðis verði gætt til hins ítrasta. Telji aðilar líklegt að útboð á almennum markaði leiði til aukins hagræðis samhliða þjónustuaukningu, verði Vestmannaeyjabæ það heimilt. (Þeir sem vilja sannreyna þetta geta kíkt hér á fréttatilkynningu sem birtist deginum fyrir kosningar: Viljayfirlýsing undirrituð um rekstur ferju (eyjar.net)) Víst er að samgöngubætur þær sem nefndar hafa verið eru vissulega mikið framfaraskref. Fyrir þá sem horfa vilja til áframhaldandi uppbyggingar í samgöngum er ef til vill bara best að kjósa þann flokk sem raunverulega skilaði árangri. Sá flokkur heitir Sjálfstæðisflokkurinn og með því að setja X við D tryggjum við áframhaldandi uppbyggingu en ekki fækkun ferða og engar flugsamgöngur Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar