Stóðu í skugganum en tæpar tvær milljónir sáu þær mæta Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2021 07:30 Hollenska landsliðið var nokkuð sannfærandi gegn Íslandi á Laugardalsvelli á þriðjudag og vann 2-0 sigur. vísir/hulda margrét Einn af vitnisburðum þess hvernig knattspyrnu kvenna hefur vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum er snaraukinn áhugi Hollendinga á kvennalandsliði sínu sem mætti Íslandi í vikunni. Þrátt fyrir að Holland teljist ein af stórþjóðum knattspyrnusögunnar þá var áhugi á hollenska kvennalandsliðinu afar takmarkaður fyrir ekki meira en áratug síðan. Þá var liðið þó oftast í 14. sæti heimslistans eða þar um bil og komst í undanúrslit á EM 2009. Þegar Holland mætti Íslandi í undankeppni HM á þriðjudaginn, á Laugardalsvelli, fylgdust hins vegar 1,8 milljón manns með beinni útsendingu í hollenska sjónvarpinu. Þeir áhorfendur ættu að hafa verið ánægðir með úrslitin; 2-0 sigur Hollendinga. Þessar áhorfstölur ríma ágætlega við áhugann á hollenska liðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar þar sem liðið féll úr keppni í 8-liða úrslitum eftir vítaspyrnukeppni gegn Bandaríkjunum. Um 2,4 milljónir sáu leikinn við Bandaríkjunum, segir Emma Coolen sem hefur fjallað um hollenska kvennalandsliðið og fylgdi því meðal annars eftir á HM 2019. | TV viewers in The Netherlands for recent @oranjevrouwen games:Olympicsvs Zambia 1.5Mvs @USWNT 2.4M@FIFAWWC qualifiersvs @footballiceland 1.8MWhile just decade ago, most of the general public didn't know we even had a women's national team.Proud. pic.twitter.com/fdKGjlT7mW— Emma Coolen (@emmacoolen24) September 23, 2021 Hollenski hópurinn sló í gegn á heimavelli á EM 2017 og landaði þar Evrópumeistaratitlinum, og sá árangur festi leikmennina endanlega í sessi sem stjörnur í heimalandinu sem fylgst er með í sjónvarpi. Uppgangurinn var því hraður eftir að Holland féll úr leik í riðlakeppni EM árið 2013, eftir skallamark Dagnýjar Brynjarsdóttur í 1-0 tapi gegn Íslandi. Þá voru stjörnur samtímans á borð við Lieke Martens, Daniëlle van de Donk og Sherida Spitse byrjaðar að gera sig gildandi í hollenska liðinu. Hollendingar fagna Evrópumeistaratitlinum á heimavelli árið 2017.Getty Liðið hefur verið með á öllum stórmótum síðan þá, fyrir utan Ólympíuleikana 2016, og í hópinn hafa bæst stjörnur á borð við markamaskínuna Vivianne Miedema úr Arsenal og Jackie Groenen, miðjumann Manchester United, sem skoraði glæsimark gegn Íslandi, auk fleiri. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Margar lofandi sóknir á móti Evrópumeisturunum en vantaði skotin: Myndir Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hóf undankeppni HM 2023 á 2-0 tapi á heimavelli en það fylgir sögunni að þar fóru Evrópumeistarar Hollands sem var einnig silfurliðið á síðasta heimsmeistaramóti. 21. september 2021 22:01 Glódís: „Við erum í séns og við eigum að nýta þessi hálffæri sem við fáum betur“ Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, segist vera stolt af liðsfélögum sínum eftir 2-0 tap gegn því hollenska. Hún segir enn fremur að liðið geti dregið mikinn lærdóm af leiknum og að þær verði að nýta þau tækifæri sem gefast. 21. september 2021 21:24 Einkunnir Íslands: Dísirnar náðu mestu flugi í Dalnum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst ágætlega frá sínu í leiknum við Evrópumeistara Hollands á Laugardalsvelli í kvöld. Niðurstaðan varð þó 2-0 tap. 21. september 2021 21:04 Umfjöllun: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Þrátt fyrir að Holland teljist ein af stórþjóðum knattspyrnusögunnar þá var áhugi á hollenska kvennalandsliðinu afar takmarkaður fyrir ekki meira en áratug síðan. Þá var liðið þó oftast í 14. sæti heimslistans eða þar um bil og komst í undanúrslit á EM 2009. Þegar Holland mætti Íslandi í undankeppni HM á þriðjudaginn, á Laugardalsvelli, fylgdust hins vegar 1,8 milljón manns með beinni útsendingu í hollenska sjónvarpinu. Þeir áhorfendur ættu að hafa verið ánægðir með úrslitin; 2-0 sigur Hollendinga. Þessar áhorfstölur ríma ágætlega við áhugann á hollenska liðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar þar sem liðið féll úr keppni í 8-liða úrslitum eftir vítaspyrnukeppni gegn Bandaríkjunum. Um 2,4 milljónir sáu leikinn við Bandaríkjunum, segir Emma Coolen sem hefur fjallað um hollenska kvennalandsliðið og fylgdi því meðal annars eftir á HM 2019. | TV viewers in The Netherlands for recent @oranjevrouwen games:Olympicsvs Zambia 1.5Mvs @USWNT 2.4M@FIFAWWC qualifiersvs @footballiceland 1.8MWhile just decade ago, most of the general public didn't know we even had a women's national team.Proud. pic.twitter.com/fdKGjlT7mW— Emma Coolen (@emmacoolen24) September 23, 2021 Hollenski hópurinn sló í gegn á heimavelli á EM 2017 og landaði þar Evrópumeistaratitlinum, og sá árangur festi leikmennina endanlega í sessi sem stjörnur í heimalandinu sem fylgst er með í sjónvarpi. Uppgangurinn var því hraður eftir að Holland féll úr leik í riðlakeppni EM árið 2013, eftir skallamark Dagnýjar Brynjarsdóttur í 1-0 tapi gegn Íslandi. Þá voru stjörnur samtímans á borð við Lieke Martens, Daniëlle van de Donk og Sherida Spitse byrjaðar að gera sig gildandi í hollenska liðinu. Hollendingar fagna Evrópumeistaratitlinum á heimavelli árið 2017.Getty Liðið hefur verið með á öllum stórmótum síðan þá, fyrir utan Ólympíuleikana 2016, og í hópinn hafa bæst stjörnur á borð við markamaskínuna Vivianne Miedema úr Arsenal og Jackie Groenen, miðjumann Manchester United, sem skoraði glæsimark gegn Íslandi, auk fleiri.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Margar lofandi sóknir á móti Evrópumeisturunum en vantaði skotin: Myndir Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hóf undankeppni HM 2023 á 2-0 tapi á heimavelli en það fylgir sögunni að þar fóru Evrópumeistarar Hollands sem var einnig silfurliðið á síðasta heimsmeistaramóti. 21. september 2021 22:01 Glódís: „Við erum í séns og við eigum að nýta þessi hálffæri sem við fáum betur“ Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, segist vera stolt af liðsfélögum sínum eftir 2-0 tap gegn því hollenska. Hún segir enn fremur að liðið geti dregið mikinn lærdóm af leiknum og að þær verði að nýta þau tækifæri sem gefast. 21. september 2021 21:24 Einkunnir Íslands: Dísirnar náðu mestu flugi í Dalnum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst ágætlega frá sínu í leiknum við Evrópumeistara Hollands á Laugardalsvelli í kvöld. Niðurstaðan varð þó 2-0 tap. 21. september 2021 21:04 Umfjöllun: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Margar lofandi sóknir á móti Evrópumeisturunum en vantaði skotin: Myndir Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hóf undankeppni HM 2023 á 2-0 tapi á heimavelli en það fylgir sögunni að þar fóru Evrópumeistarar Hollands sem var einnig silfurliðið á síðasta heimsmeistaramóti. 21. september 2021 22:01
Glódís: „Við erum í séns og við eigum að nýta þessi hálffæri sem við fáum betur“ Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, segist vera stolt af liðsfélögum sínum eftir 2-0 tap gegn því hollenska. Hún segir enn fremur að liðið geti dregið mikinn lærdóm af leiknum og að þær verði að nýta þau tækifæri sem gefast. 21. september 2021 21:24
Einkunnir Íslands: Dísirnar náðu mestu flugi í Dalnum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst ágætlega frá sínu í leiknum við Evrópumeistara Hollands á Laugardalsvelli í kvöld. Niðurstaðan varð þó 2-0 tap. 21. september 2021 21:04
Umfjöllun: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26