Lífið

Ásmundur Einar dró trukk á eftir sér fyrir breskan sjónvarpsþátt

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ásmundur Einar er á fullu í kosningabaráttunni en gaf sér tíma til þess að hitta sjónvarpsmennina.
Ásmundur Einar er á fullu í kosningabaráttunni en gaf sér tíma til þess að hitta sjónvarpsmennina. Vísir/Vilhelm

Í dag voru tökur úti á Granda fyrir þættina Rob and Romesh Vs. Þeir Rob Becket og Romesh Ranganathan voru þar að leysa ýmsar þrautir og þeim til aðstoðar var kraftajötuninn Magnús Ver.

Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra keppti þar við þá og dró meðal annars trukk á eftir sér. Náði hann betri tíma en þáttastjórnendurnir við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Rob and Romesh Vs. eru sýndir á Sky 1 og eru mjög vinsælir á meðal Englendinga. 

Þættirnir Rob and Romesh Vs. ganga út á að þeir keppa í ýmsum íþróttum við þekkta einstaklinga um allan heim.Vísir/Vilhelm

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari okkar tók af þeim köppum á Granda í dag. 

Magnús Ver sýndi þeim réttu taktana.Vísir/Vilhelm
Ásmundur Einar virðist hafa skemmt sér vel. Vísir/Vilhelm
Ásmundur Einar sýndi leynda hæfileika og stóð uppi með bestu tímatökuna. Vísir/VIlhelm
Magnús Ver keppti ekki við þá félaga í tímatöku, enda hefði sú keppni ekki alveg verið sanngjörn.Vísir/Vilhelm
Romesh Ranganathan fékk litla hvatningu frá félaga sínum.Vísir/Vilhelm
Rob Beckett lagði allt í verkefniðVísir/Vilhelm
Mikil einbeiting!Vísir/Vilhelm





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.