Varð ekkert var við bílinn sem keyrði út af í símamyndbandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2021 18:50 Guðmundur Franklín varð ekki var við það þegar bíllinn keyrði út af fyrir aftan hann. Vísir „Þetta var allt Glúmi að kenna. Bílstjórinn hefur séð hann og ekki trúað eigin augum,“ segir Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksin, um myndband sem hann tók á ferðalagi um landið vegna Alþingiskosninganna. Á myndbandinu sést bíll keyra út af veginum og hvorki Guðmundur né Glúmur Baldvinsson, frambjóðandi flokksins urðu varir við nokkuð. „Við tókum ekkert eftir þessu. Ef við hefðum séð hann keyra út af hefðum við farið og athugað ástandið. Guð minn góður, ég þarf að horfa á þetta á eftir“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu og kannaðist ekkert við þetta. Guðmundur tók myndbandið upp þegar þeir Glúmur Baldvinsson og sonur Guðmundar voru á ferð um landið í síðustu viku í tilefni Alþingiskosninga. Myndbandið er tekið upp í Skagafirði á síma Guðmundar þegar bíll sést óvænt fara út af veginum í afturglugganum. Segir flokkinn hafa verið beittan ofbeldi af fjölmiðlum Guðmundur segir stemninguna í flokknum mjög góða svo stuttu fyrir kosningar. Hann sé þó ósáttur með að flokkurinn hafi ekki fengið næga umfjöllun í aðdraganda kosninganna. „Við höfum bara verið beittir ofbeldi, af Morgunblaðinu til dæmis og öðrum fréttamiðlum. Það hefur ekkert verið fjallað um okkur en samt veit fólk um okkur. Þetta hefur verið og ég held að þegar fólk fer að tala um það úti í bæ þá líki fólki ekki við það. Fólk sér í gegn um svona bolabrögð,“ segir Guðmundur. Ástæðuna telur Guðmundur vilja flokksins til að breyta kvótakerfinu. Guðmundur Franklín fær sviðið í kappræðum á RÚV í kvöld. Hann stefnir á að sveifla til sín atkvæðum á lokasprettinum.Vísir/Vilhelm „Þá hatar Morgunblaðið okkur og Samherji og allt þetta lið. En þetta er allt í lagi, við erum komin til þess að vera og það er bara gaman að standa í þessu og mannbætandi.“ Kosningabaráttan hafi einkennst af þöggun. „Algerri þöggun, sem er ofbeldi, það er eins og að segja ekki fréttir eru falsfréttir. En við erum glimrandi ánægð með kosningabaráttuna sem slíka en við erum ótrúlega óánægð með Morgunblaðið og Fréttablaðið. En það er einkablað og við getum ekki sett út á það en Morgunblaðið, þó það sé einka þá er það allt komið á ríkisstyrki núna. Eftir að við fórum að tala um kvóta frysti Morgunblaðið okkur úti algerlega í umræðunni um stjórnmálaflokka,“ segir Guðmundur. „Þó við værum tíundi flokkurinn, þó við værum inni og þó það væri allt hundrað prósent klárt þá var bara eins og það væru níu flokkar í framboði hjá þeim og þeir birtu ekki greinar frá okkur, birtu ekki fréttatilkynningar. Þannig að við erum ekki parhrifnir af Morgunblaðinu.“ Í nýjustu könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis mældist Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn með 0,8% fylgi. Alþingiskosningar 2021 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Skagafjörður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Á myndbandinu sést bíll keyra út af veginum og hvorki Guðmundur né Glúmur Baldvinsson, frambjóðandi flokksins urðu varir við nokkuð. „Við tókum ekkert eftir þessu. Ef við hefðum séð hann keyra út af hefðum við farið og athugað ástandið. Guð minn góður, ég þarf að horfa á þetta á eftir“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu og kannaðist ekkert við þetta. Guðmundur tók myndbandið upp þegar þeir Glúmur Baldvinsson og sonur Guðmundar voru á ferð um landið í síðustu viku í tilefni Alþingiskosninga. Myndbandið er tekið upp í Skagafirði á síma Guðmundar þegar bíll sést óvænt fara út af veginum í afturglugganum. Segir flokkinn hafa verið beittan ofbeldi af fjölmiðlum Guðmundur segir stemninguna í flokknum mjög góða svo stuttu fyrir kosningar. Hann sé þó ósáttur með að flokkurinn hafi ekki fengið næga umfjöllun í aðdraganda kosninganna. „Við höfum bara verið beittir ofbeldi, af Morgunblaðinu til dæmis og öðrum fréttamiðlum. Það hefur ekkert verið fjallað um okkur en samt veit fólk um okkur. Þetta hefur verið og ég held að þegar fólk fer að tala um það úti í bæ þá líki fólki ekki við það. Fólk sér í gegn um svona bolabrögð,“ segir Guðmundur. Ástæðuna telur Guðmundur vilja flokksins til að breyta kvótakerfinu. Guðmundur Franklín fær sviðið í kappræðum á RÚV í kvöld. Hann stefnir á að sveifla til sín atkvæðum á lokasprettinum.Vísir/Vilhelm „Þá hatar Morgunblaðið okkur og Samherji og allt þetta lið. En þetta er allt í lagi, við erum komin til þess að vera og það er bara gaman að standa í þessu og mannbætandi.“ Kosningabaráttan hafi einkennst af þöggun. „Algerri þöggun, sem er ofbeldi, það er eins og að segja ekki fréttir eru falsfréttir. En við erum glimrandi ánægð með kosningabaráttuna sem slíka en við erum ótrúlega óánægð með Morgunblaðið og Fréttablaðið. En það er einkablað og við getum ekki sett út á það en Morgunblaðið, þó það sé einka þá er það allt komið á ríkisstyrki núna. Eftir að við fórum að tala um kvóta frysti Morgunblaðið okkur úti algerlega í umræðunni um stjórnmálaflokka,“ segir Guðmundur. „Þó við værum tíundi flokkurinn, þó við værum inni og þó það væri allt hundrað prósent klárt þá var bara eins og það væru níu flokkar í framboði hjá þeim og þeir birtu ekki greinar frá okkur, birtu ekki fréttatilkynningar. Þannig að við erum ekki parhrifnir af Morgunblaðinu.“ Í nýjustu könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis mældist Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn með 0,8% fylgi.
Alþingiskosningar 2021 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Skagafjörður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira