Varð ekkert var við bílinn sem keyrði út af í símamyndbandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2021 18:50 Guðmundur Franklín varð ekki var við það þegar bíllinn keyrði út af fyrir aftan hann. Vísir „Þetta var allt Glúmi að kenna. Bílstjórinn hefur séð hann og ekki trúað eigin augum,“ segir Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksin, um myndband sem hann tók á ferðalagi um landið vegna Alþingiskosninganna. Á myndbandinu sést bíll keyra út af veginum og hvorki Guðmundur né Glúmur Baldvinsson, frambjóðandi flokksins urðu varir við nokkuð. „Við tókum ekkert eftir þessu. Ef við hefðum séð hann keyra út af hefðum við farið og athugað ástandið. Guð minn góður, ég þarf að horfa á þetta á eftir“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu og kannaðist ekkert við þetta. Guðmundur tók myndbandið upp þegar þeir Glúmur Baldvinsson og sonur Guðmundar voru á ferð um landið í síðustu viku í tilefni Alþingiskosninga. Myndbandið er tekið upp í Skagafirði á síma Guðmundar þegar bíll sést óvænt fara út af veginum í afturglugganum. Segir flokkinn hafa verið beittan ofbeldi af fjölmiðlum Guðmundur segir stemninguna í flokknum mjög góða svo stuttu fyrir kosningar. Hann sé þó ósáttur með að flokkurinn hafi ekki fengið næga umfjöllun í aðdraganda kosninganna. „Við höfum bara verið beittir ofbeldi, af Morgunblaðinu til dæmis og öðrum fréttamiðlum. Það hefur ekkert verið fjallað um okkur en samt veit fólk um okkur. Þetta hefur verið og ég held að þegar fólk fer að tala um það úti í bæ þá líki fólki ekki við það. Fólk sér í gegn um svona bolabrögð,“ segir Guðmundur. Ástæðuna telur Guðmundur vilja flokksins til að breyta kvótakerfinu. Guðmundur Franklín fær sviðið í kappræðum á RÚV í kvöld. Hann stefnir á að sveifla til sín atkvæðum á lokasprettinum.Vísir/Vilhelm „Þá hatar Morgunblaðið okkur og Samherji og allt þetta lið. En þetta er allt í lagi, við erum komin til þess að vera og það er bara gaman að standa í þessu og mannbætandi.“ Kosningabaráttan hafi einkennst af þöggun. „Algerri þöggun, sem er ofbeldi, það er eins og að segja ekki fréttir eru falsfréttir. En við erum glimrandi ánægð með kosningabaráttuna sem slíka en við erum ótrúlega óánægð með Morgunblaðið og Fréttablaðið. En það er einkablað og við getum ekki sett út á það en Morgunblaðið, þó það sé einka þá er það allt komið á ríkisstyrki núna. Eftir að við fórum að tala um kvóta frysti Morgunblaðið okkur úti algerlega í umræðunni um stjórnmálaflokka,“ segir Guðmundur. „Þó við værum tíundi flokkurinn, þó við værum inni og þó það væri allt hundrað prósent klárt þá var bara eins og það væru níu flokkar í framboði hjá þeim og þeir birtu ekki greinar frá okkur, birtu ekki fréttatilkynningar. Þannig að við erum ekki parhrifnir af Morgunblaðinu.“ Í nýjustu könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis mældist Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn með 0,8% fylgi. Alþingiskosningar 2021 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Skagafjörður Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Á myndbandinu sést bíll keyra út af veginum og hvorki Guðmundur né Glúmur Baldvinsson, frambjóðandi flokksins urðu varir við nokkuð. „Við tókum ekkert eftir þessu. Ef við hefðum séð hann keyra út af hefðum við farið og athugað ástandið. Guð minn góður, ég þarf að horfa á þetta á eftir“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu og kannaðist ekkert við þetta. Guðmundur tók myndbandið upp þegar þeir Glúmur Baldvinsson og sonur Guðmundar voru á ferð um landið í síðustu viku í tilefni Alþingiskosninga. Myndbandið er tekið upp í Skagafirði á síma Guðmundar þegar bíll sést óvænt fara út af veginum í afturglugganum. Segir flokkinn hafa verið beittan ofbeldi af fjölmiðlum Guðmundur segir stemninguna í flokknum mjög góða svo stuttu fyrir kosningar. Hann sé þó ósáttur með að flokkurinn hafi ekki fengið næga umfjöllun í aðdraganda kosninganna. „Við höfum bara verið beittir ofbeldi, af Morgunblaðinu til dæmis og öðrum fréttamiðlum. Það hefur ekkert verið fjallað um okkur en samt veit fólk um okkur. Þetta hefur verið og ég held að þegar fólk fer að tala um það úti í bæ þá líki fólki ekki við það. Fólk sér í gegn um svona bolabrögð,“ segir Guðmundur. Ástæðuna telur Guðmundur vilja flokksins til að breyta kvótakerfinu. Guðmundur Franklín fær sviðið í kappræðum á RÚV í kvöld. Hann stefnir á að sveifla til sín atkvæðum á lokasprettinum.Vísir/Vilhelm „Þá hatar Morgunblaðið okkur og Samherji og allt þetta lið. En þetta er allt í lagi, við erum komin til þess að vera og það er bara gaman að standa í þessu og mannbætandi.“ Kosningabaráttan hafi einkennst af þöggun. „Algerri þöggun, sem er ofbeldi, það er eins og að segja ekki fréttir eru falsfréttir. En við erum glimrandi ánægð með kosningabaráttuna sem slíka en við erum ótrúlega óánægð með Morgunblaðið og Fréttablaðið. En það er einkablað og við getum ekki sett út á það en Morgunblaðið, þó það sé einka þá er það allt komið á ríkisstyrki núna. Eftir að við fórum að tala um kvóta frysti Morgunblaðið okkur úti algerlega í umræðunni um stjórnmálaflokka,“ segir Guðmundur. „Þó við værum tíundi flokkurinn, þó við værum inni og þó það væri allt hundrað prósent klárt þá var bara eins og það væru níu flokkar í framboði hjá þeim og þeir birtu ekki greinar frá okkur, birtu ekki fréttatilkynningar. Þannig að við erum ekki parhrifnir af Morgunblaðinu.“ Í nýjustu könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis mældist Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn með 0,8% fylgi.
Alþingiskosningar 2021 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Skagafjörður Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira