Úrslit: Fjórir leikir í ensku úrvalsdeildinni | Michail Antonio skoraði sigurmark á 90. mínútu Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 25. september 2021 16:15 Jamie Vardy skorði tvö í dag EPA-EFE/Mike Egerton Fjórum leikjum lauk núna rétt í þessu í ensku úrvalsdeildinni. Fjórum leikjum lauk núna klukkan 16:00 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Í Liverpool vann Everton þægilegan 2-0 sigur á Norwich City. Androw Townsend kom heimamönnum yfir á 29. mínútu úr vítaspyrnu og það var svo Abdoulaye Doucoure sem kom Everton í 2-0 á 77. mínútu eftir undirbúning frá Demarai Gray. Everton komnir með þrettán stig í 5. sæti deildarinnar en Norwich sitja enn stigalausir á botninum. Michail Antonio var hetja West Ham þegar liðið vann Leeds, 1-2 á Eiland Road í Leeds. Raphinha kom Leeds yfir á 19. mínútu eftir sendingu frá Klich og þannig stóðu leikar í hálfleik. Það var Junior Firpo leikmaður Leeds sem varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 67. mínútu áður en Michail Antonio skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. West ham með 11 stig í 7. sætinu en Leeds einungis með þrjú stig eftir sex leiki. Unreal. pic.twitter.com/plkxjtOfQB— West Ham United (@WestHam) September 25, 2021 Leicester City og Burnley gerðu stórskemmtilegt 2-2 jafntefli á heimavelli Leicester. Markamaskínan Jamie Vardy var fyrstur á blað, en þó í rangt mark á 12. mínútu. Vardy bætti þetta þó strax upp með marki á 37. mínútu eftir undirbúning Tielemans. Maxvel Cornet kom svo Burnley aftur yfir á 40. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Það var svo Jamie Vardy sem jafnaði aftur á 85. mínútu. Vardy allt í öllu. Leicester er með sjö stig í 12. sæti deildarinnar en Burnley er í 19. sæti með einungis 2 stig. Watford og newcastle skildu svo jöfn, 1-1. Sean Longstaff skoraði stórglæsilegt mark á 23. mínútu en Ismaila Sarr jafnaði leikinn á 72. mínútu. Watford sitja í 11. sætinu með 7 stig en Newcastle er í vandræðum með eingöngu þrjú stig úr fyrstu sex leikjunum. Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Sjá meira
Fjórum leikjum lauk núna klukkan 16:00 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Í Liverpool vann Everton þægilegan 2-0 sigur á Norwich City. Androw Townsend kom heimamönnum yfir á 29. mínútu úr vítaspyrnu og það var svo Abdoulaye Doucoure sem kom Everton í 2-0 á 77. mínútu eftir undirbúning frá Demarai Gray. Everton komnir með þrettán stig í 5. sæti deildarinnar en Norwich sitja enn stigalausir á botninum. Michail Antonio var hetja West Ham þegar liðið vann Leeds, 1-2 á Eiland Road í Leeds. Raphinha kom Leeds yfir á 19. mínútu eftir sendingu frá Klich og þannig stóðu leikar í hálfleik. Það var Junior Firpo leikmaður Leeds sem varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 67. mínútu áður en Michail Antonio skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. West ham með 11 stig í 7. sætinu en Leeds einungis með þrjú stig eftir sex leiki. Unreal. pic.twitter.com/plkxjtOfQB— West Ham United (@WestHam) September 25, 2021 Leicester City og Burnley gerðu stórskemmtilegt 2-2 jafntefli á heimavelli Leicester. Markamaskínan Jamie Vardy var fyrstur á blað, en þó í rangt mark á 12. mínútu. Vardy bætti þetta þó strax upp með marki á 37. mínútu eftir undirbúning Tielemans. Maxvel Cornet kom svo Burnley aftur yfir á 40. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Það var svo Jamie Vardy sem jafnaði aftur á 85. mínútu. Vardy allt í öllu. Leicester er með sjö stig í 12. sæti deildarinnar en Burnley er í 19. sæti með einungis 2 stig. Watford og newcastle skildu svo jöfn, 1-1. Sean Longstaff skoraði stórglæsilegt mark á 23. mínútu en Ismaila Sarr jafnaði leikinn á 72. mínútu. Watford sitja í 11. sætinu með 7 stig en Newcastle er í vandræðum með eingöngu þrjú stig úr fyrstu sex leikjunum.
Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Sjá meira