Innlent

Kári Árna fagnar titlinum á kosninga­kvöldi: „Við náðum að klára okkar og ég vona að minn flokkur nái að klára sitt“

Þorgils Jónsson skrifar
Kári Árnason fagnaði Íslandsmeistaratitili með Víkingum í dag. Hann kaus utan kjörfundar í fyrradag og vonar að sinn flokkur verði líka sigursæll.
Kári Árnason fagnaði Íslandsmeistaratitili með Víkingum í dag. Hann kaus utan kjörfundar í fyrradag og vonar að sinn flokkur verði líka sigursæll.

„Þetta er bara lyginni líkast og eitthvað sem við bjuggumst ekki við svona snemma í ferlinu, en við erum búnir að klára þetta og ánægjan eftir því.“

Þetta sagði Kári Árnason, landsliðsmiðvörður og nýbakaður Íslandsmeistari í fótbolta með Víkingum í samtali við Sunnu Karen Sigurþórsdóttur fréttakonu í kvöld. Sunna hitti á Kára í lokahófi Víkinga í Hörpu, en eins og gefur að skilja var Kári vant við látinn í dag, þegar síðasta umferðin í Pepsi Max deild karla fór fram og átti þess ekki kost að fara á kjörstað.

Hann sýndi þó fyrirhyggju og kaus utan kjörfundar.

„Ég kaus, utan kjörstaðar, í fyrradag. Skilaði mínu.“

Kári vildi ekki gefa upp um hvert atkvæðið hefði farið en jánkaði því að hafa kosið rétt.

Hann sá fram á gleði í kvöld, enda Víkingar að fagna fyrsta meistaratitli sínum í 30 ár. Hann gerði þó ráð fyrir að fylgjast líka með niðurstöðum kosninganna.

„En aðalatriðið er að við náðum að klára okkar og ég vona að minn flokkur nái að klára sitt. Þannig að þá verður það eftir þessu.“

Klippa: Kári Árnason kaus í fyrradag



Fleiri fréttir

Sjá meira


×