Eiríkur Bergmann: Flokkur fólksins „á rífandi siglingu“ Þorgils Jónsson skrifar 25. september 2021 23:26 Inga Sæland og Flokkur fólksins hafa fengið fljúgandi start í fyrstu tölum kvöldsins. Miðað við fyrstu tölur er Flokkur fólksins að bæta verulega við sig. Eiríkur Bergmann segir flokkkinn á „rífandi siglingu“ og Ingu Sæland stefna í að verða eina af stærstu stjörnum stjórnmálanna. Miðað við fyrstu tölur og með þeim fyrirvörum sem fylgja, er Flokkur fólksins með 11,7% á landsvísu, og átta þingmenn. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur sagði í samtali við Heimi Má Pétursson á kosningavöku Stöðvar 2 að af þessum tölum að ráða væri flokkurinn, og Inga Sæland formaður hans, farinn að gera sig gildandi á stjórmálasviðinu. Heimir spurði hvor verið gæti að Flokkur fólksins gæti orðið lím í ríkisstjórn, hugsanlega bjargað Reykjavíkurmódelinu svokallaða með Samfylkingu, Viðreisn, Pírötum og Vinstri Grænum. „Hafi fólk haft áhyggjur af því að Flokkur fólksins væri einhverskonar utangarðsmenn í íslenskum stjórnmálum sem væru ekki taldir stjórntækir, hefur Inga Sæland afsannað það á þessu kjörtímabili með framgöngu sinni,“ sagði Eiríkur. „Og ef fram fer sem horfir er hún orðin ein af stærstu stjörnum íslenskra stjórnmála.“ Hann bætti því við að Inga virtist eiga gott samstarf við aðra stjórnmálaleiðtoga. „Hún er enginn utangarðsmaður.“ Klippa: Inga Sæland í gleðivímu: Ég er komin til að sjá og sigra, Sigurjón digra Inga sagðist sjálf bjartsýn á niðurstöður kosninganna, í samtali við fréttastofu á kosningavöku Flokks fólksins í Grafarvogskirkju. „Mér líður bara yndislega, ég vaknaði með spennufiðring í maganum í morgun og hann er búinn að haldast allan daginn. Ég segi bara að bjartsýni og bros ríki hér í herbúðum Flokks fólksins,“ sagði Inga fyrir stuttu. Hún segist hafa fundið fyrir miklum meðbyr undanfarið. „Alveg ótrúlegum, þetta er alveg gjörólíkt því sem var fyrir fjórum árum síðan. Það er engu líoku saman að jafna. Þannig að við getum ekki annað en verið bjartsýn og við bíðum bara alveg ótrúlega spennt.“ Gríðarleg fylgisaukning hefur verið hjá flokknum undanfarna daga. Hvað heldur Inga að skýri þá aukningu? „Ég held bara að við séum að ná í gegn og fólk skilji það að við meinum það sem við segjum og kannski líka hugsanlega hafa kynnt sér störfin okkar í þinginu því við erum að leggja þau í dóm kjósenda.“ Klippa: Inga Sæland: Ég er í skýjunum Alþingi Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Sjá meira
Miðað við fyrstu tölur og með þeim fyrirvörum sem fylgja, er Flokkur fólksins með 11,7% á landsvísu, og átta þingmenn. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur sagði í samtali við Heimi Má Pétursson á kosningavöku Stöðvar 2 að af þessum tölum að ráða væri flokkurinn, og Inga Sæland formaður hans, farinn að gera sig gildandi á stjórmálasviðinu. Heimir spurði hvor verið gæti að Flokkur fólksins gæti orðið lím í ríkisstjórn, hugsanlega bjargað Reykjavíkurmódelinu svokallaða með Samfylkingu, Viðreisn, Pírötum og Vinstri Grænum. „Hafi fólk haft áhyggjur af því að Flokkur fólksins væri einhverskonar utangarðsmenn í íslenskum stjórnmálum sem væru ekki taldir stjórntækir, hefur Inga Sæland afsannað það á þessu kjörtímabili með framgöngu sinni,“ sagði Eiríkur. „Og ef fram fer sem horfir er hún orðin ein af stærstu stjörnum íslenskra stjórnmála.“ Hann bætti því við að Inga virtist eiga gott samstarf við aðra stjórnmálaleiðtoga. „Hún er enginn utangarðsmaður.“ Klippa: Inga Sæland í gleðivímu: Ég er komin til að sjá og sigra, Sigurjón digra Inga sagðist sjálf bjartsýn á niðurstöður kosninganna, í samtali við fréttastofu á kosningavöku Flokks fólksins í Grafarvogskirkju. „Mér líður bara yndislega, ég vaknaði með spennufiðring í maganum í morgun og hann er búinn að haldast allan daginn. Ég segi bara að bjartsýni og bros ríki hér í herbúðum Flokks fólksins,“ sagði Inga fyrir stuttu. Hún segist hafa fundið fyrir miklum meðbyr undanfarið. „Alveg ótrúlegum, þetta er alveg gjörólíkt því sem var fyrir fjórum árum síðan. Það er engu líoku saman að jafna. Þannig að við getum ekki annað en verið bjartsýn og við bíðum bara alveg ótrúlega spennt.“ Gríðarleg fylgisaukning hefur verið hjá flokknum undanfarna daga. Hvað heldur Inga að skýri þá aukningu? „Ég held bara að við séum að ná í gegn og fólk skilji það að við meinum það sem við segjum og kannski líka hugsanlega hafa kynnt sér störfin okkar í þinginu því við erum að leggja þau í dóm kjósenda.“ Klippa: Inga Sæland: Ég er í skýjunum
Alþingi Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Sjá meira