Innlent

Formennirnir mættu á Sprengisand

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurður Ingi og Bjarni Benediktsson hafa átt margt samtalið undanfarin fjögur ár. Samtölin gætu orðið fleiri.
Sigurður Ingi og Bjarni Benediktsson hafa átt margt samtalið undanfarin fjögur ár. Samtölin gætu orðið fleiri. Vísir/Vilhelm

Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum.

Sérstök útgáfa af Sprengisandi á Stöð 2 og Bylgjunni var í beinni frá klukkan 10:05 þar sem Kristján Kristánsson fékk viðbrögð oddvita helstu framboða við niðurstöðum kosninga og spáði í framhaldið með hinum ýmsu álitsgjöfum.

Tíðindi næturinnar og morgunsins voru rædd í þaula og greind með leiðtogum flokkanna og spekingum.

Klippa: Sprengisandur - Kosningar 2021



Fleiri fréttir

Sjá meira


×