„Fjölskylda og vinir halda að við séum búnir að meika það“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. september 2021 07:01 Adam Viðarsson og Guðmundur Egill Bergsteinsson, stofnendur Lightsnap. Vísir/Vilhelm Í síðustu viku sagði Vísir frá því að íslenska sprotafyrirtækið Lightsnap hefði sprengt öll nýskráningarmet Google þegar það opnaði fyrir appþjónustuna sína í Svíþjóð. Fyrir vikið misskildi Google viðtökurnar og taldi að um netárás væri að ræða. Lightsnap hyggst á enn frekari útrás og stefnir næst á að opna í Bandaríkjunum. „Eftir góðan Hot Yoga tíma í World Class fór umræða í gang um gömlu góðu myndaalbúmin og snjallsímamyndavélar og við fáum þá hugmynd að negla myndum beint úr símanum í prentara, með því tvisti að fólk sjái ekki myndirnar fyrr en eftir framköllun eins og eitt sinn gilti,“ segir Guðmundur Egill Bergsteinsson, aðspurður um það hvernig hugmyndin að Lightsnap er tilkomin. Lightsnap er í eigu Guðmundar og Adams Viðarssonar. Með appinu geta notendur tekið ljósmyndir sem þeir fá ekki að sjá fyrr en prentuð eintök eru send heim að dyrum. Tveir vinir hjá TripAdvisor Adam og Guðmundur kynntust þegar þeir störfuðu hjá TripAdvisor á Íslandi. Það var árið 2018. Fyrirtækið keypti íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Bókun og segjast félagarnir hafa lært margt gott þar. „Að fá að upplifa og taka þátt í að byggja upp Bókun fyrir alþjóðamarkað var algjörlega sturlað og kenndi okkur helling af því hvernig hugbúnaðarvara þarf að skalast upp og hvernig á að markaðssetja svoleiðis herferð,“ segir Adam og bætir við: „Við vorum nú aðallega bara að forrita hjá Bókun en við fengum innsýn í hvernig þetta fór allt saman fram og hvernig fyrirtækið náði að verða hugbúnaðarvara sem er nú í notkun alls staðar í heiminum.“ Sjálfur hætti Adam snemma í skóla til að byrja sem fyrst að starfa við forritun. Meðal annars hefur hann starfað hjá Stokkur Software og eins hefur hann tekið þátt í að þróa og hanna ýmiss vel þekkt og mikið notuð öpp. Þar má nefna Aur, Dominos, Strætó, Alfreð, Wowair og fleiri. Guðmundur er hugbúnaðarverkfræðingur sem meðal annars hefur starfað fyrir EA Games í Þýskalandi við að þróa tölvuleikinn Fifa. Félagarnir segja að það að starfa í smáum sem stórum frumkvöðlafyrirtækjum sé ómetanleg reynsla sem nýtist vel nú, þegar útrás er hafin hjá þeirra eigin sprotafyrirtæki. Lightsnap fæðingin Þótt hugmyndin að Lightsnap væri komin, héldu Adam og Guðmundur áfram að starfa hjá TripAdvisor en nýttu kvöldin í að þróa fyrstu prótótýpuna. Þeir viðurkenna þó að dagarnir hafi verið nokkuð langir því á daginn var unnið hjá TripAdvisor frá klukkan 8-16 en eftir vinnu var síðan unnið til miðnættis að þróun Lightsnap. Svona gekk þetta fyrir sig í um eitt ár. Þegar fyrsta útgáfan lá síðan fyrir, tók við prófunartímabil sem fólst í því að fá vini og vandamenn til að prófa appið. „Við héldum að við gætum gert allt sjálfir; framkalla, pakka inn og sendast með myndir heim til fólks,“ segir Guðmundur en bætir við: „Fljótt áttuðum við okkur á því að framköllun væri eitthvað sem við gætum ekki gert sjálfir og við fengum Hans Petersen með okkur í lið.“ Margt áttu þeir þó enn eftir ólært. Sem dæmi nefna þeir að handavinnan við pökkunina tók svo mikinn tíma frá þeim að eftir fyrstu mánuðina áttuðu þeir sig á því að þeir höfðu ekki lengur tíma til að vinna í sjálfu appinu. „Við erum í raun og veru að læra á allt dæmið jafnóðum sem felst í að eiga og reka fyrirtæki og vissum lítið hvað við vorum að gera á fyrstu mánuðunum,“ segir Adam. Í um eitt ár nýttu Adam og Guðmundur öll kvöld til að þróa prótótýpu Lightsnap en í apríl á þessu ári hættu þeir hjá TripAdvisor til þess að einbeita sér alfarið að útrás og uppbyggingu Lightsnap.Vísir/Vilhelm „Frítt stöff“ hjá Nova Fyrsta tækifærið skapaðist svo þegar að Lightsnap tók þátt í viðskiptahraðlinum Startup SuperNova. Þar lærðum við helling, ekki síst þegar að við hittum mentora á fundum sem teljast helstu sleggjur í íslenska nýsköpunar-geiranum. Sumir hlógu reyndar að hugmyndinni og fannst hún vera mjög steikt en sniðug. En við vorum ekkert að kippa okkur upp við það og héldum bara striki, trúðum á að þessi hugmynd gæti orðið eitthvað,“ segir Adam. „Einn mentorinn okkar, Margrét forstjóri Nova var mega peppuð fyrir því að fara í samstarf með okkur sem varð til þess að Lightsnap fór áfram inn í "Frítt stöff" hjá Nova sumarið 2020. Og viti menn: Í kjölfarið fór notendafjöldinn okkar í fjögur þúsund manns á Íslandi!“ segir Adam. Notendur Lightsnap-appsins taka myndir og fá þær sendar heim að dyrum í útprentuðum eintökum eins og eitt sinn gilti um einnota myndavélar. Leitin að fjármagninu Hver filma í Lightsnap kostar um tvö þúsund krónur, telur 24 myndir og innifelur einnig fría heimsendingu. Um leið og myndirnar eru sendar af stað í prentun, eru þær einnig aðgengilegar í stafrænu formi í appinu. Skýringin á því að kostnaðurinn er ekki meir felst í tæknilausnum Lightsnap því kerfið sér sjálft um samskipti á milli Lightsnap, prentþjónustunnar og Póstsins. Til samanburðar segja félagarnir að kaup á einnotamyndavél og framköllun kostar um fimm þúsund krónur. Í apríl á þessu ári hættu félagarnir hjá TripAdvisor til að einbeita sér alfarið að Lightsnap. Reksturinn er ekki alveg orðinn sjálfbær og hefur töluverður tími og orka farið í það síðustu misseri, að reyna að fá fjármagn. Fjölskylda og vinir halda að við séum búnir að meika það en það er alls ekkert þannig. Við erum enn sveittir að vinna tólf tíma á dag, fjármögnum reksturinn sjálfir launalaust en það er trúin og viljinn við að skapa eitthvað sem keyrir okkur áfram,“ segir Guðmundur. Félagarnir hafa hitt alla fjárfestingasjóði á Íslandi og marga englafjárfesta. „En við erum ekkert að fela það að okkur hefur ekki tekist að loka fjármögnun þótt margir fjárfestar hafi sýnt okkur áhuga og vilja fylgjast áfram með okkur. Við endurskipulögðum okkar plön og byggjum áætlanir okkar nú á því að vera með minna fjármagn á milli handanna,“ segir Adam. Útrásin hefst: Svíþjóð og síðan Bandaríkin Eins og greint var frá í fréttum í síðustu viku, hefur Lightsnap nú opnað fyrir þjónustuna sína í Svíþjóð. En hvers vegna Svíþjóð? „Adam er fæddur og uppalinn í Svíþjóð með gott tengslanet þar við fólk í viðburðargeiranum. Stærðin hentar líka vel, Svíþjóð er ekki of stór markaður en nægilega stór til þess að standa undir sjálfum sér. Sænski markaðurinn er líka ekki mjög ólíkur þeim íslenska og þar er lítið af sterkum samkeppnisaðilum,“ segir Guðmundur. Þá segja þeir snjallsímanotkunina mikla í Svíþjóð í bland við að síðustu fimm árin hefur verið töluverð aukning á notkun einnotamyndavélum. „Íslenski markaðurinn er sennilega ekki nógu stór til þess að appið geti skapað nægilega miklar tekjur til að standa undir sér. Þess vegna fannst okkur mikilvægt að fara af stað á stærra markaði og auðvitað erum við að vonast eftir svipuðum árangri í Svíþjóð og hér á Íslandi“ segir Adam. Í Svíþjóð höfðu félagarnir samband við nokkrar markaðsstofur og enduðu í samstarfi við stofu sem heitir Nine Agency. Með þeim samstarfsaðilum var samið við nokkra sænska áhrifavalda til að kynna appið. Markaðsetningin var sú sama og þegar Lightsnap var fyrst kynnt í samstarfi við Nova: Notendur fengu fríar prufufilmur og eins og áður segir, sprengdi Lightsnap nýskráningarfjölda hjá Google. „Við erum að læra nýja hluti á hverjum degi og hlutirnir eru að gerast hratt í Svíþjóð, margir áhrifavaldar og nokkur viðburðarfyrirtæki hafa strax sett sig í samband og vonast eftir samstarfi með okkur,“ segir Guðmundur. Á Íslandi hefur notkun Lightsnap verið vinsæl á ýmsum viðburðum og þegar sérstakt tilefni er til. Eins og til dæmis í brúðkaupum. Næstu skref í þróun appsins felast í þróun sér viðburðarfilmu, þar sem margir notendur geta myndað á einu filmu saman. Markmiðið okkar núna er að sækja fjármagn í byrjun 2022 til þess að fjármagna þróun viðburðarhliðar Lightsnap og áframhaldandi útrás til Bandaríkjanna, sem er töluvert stærri markaður heldur en Svíþjóð og krefst meira fjármagns. Í framtíðinni sjáum viðfyrir okkur að við getum orðið álitlegur valkostur fyrir stórfyrirtæki eins og Kodak og Fuji, sem hafa ekki náð sér á strik eftir að snjallsímamyndavélarnar komu til sögunnar,“ segir Guðmundur. Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir „Ég fékk oft að heyra að þetta væri nú frekar bjartsýnt hjá mér“ „Ég hafði stofnað fyrirtækið Icelandic Coupons, sem er afsláttarapp fyrir ferðamenn og Íslendinga árið 2015. Í þeirri vegferð var ég mikið að funda á veitingahúsum landsins. Mér fannst ótrúlegt að sjá hvað voru margar aðferðir notaðar við að halda utan um borðabókanir. Sumir voru með stílabækur, aðrir voru að notast við Word í tölvum og enn aðrir við erlend bókunarforrit og svo framvegis,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout um aðdragandann að því að Dineout var stofnað. 13. september 2021 07:01 Á leið í útrás en allt hófst þetta í háskólanum „Við fórum af stað sem ungt teymi með ýmislegt ólært. Okkur vantaði meiri breidd í hópinn og höfðum ekki nægilega mikla þekkingu í sölu- og markaðstengdum málum, þar af leiðandi lentum við í byrjunarörðugleikum við að koma vörunni á markað. Þá tók við erfitt tímabil þar sem við misstum gott fólk frá okkur,“ segir Aðalheiður Hreinsdóttir framkvæmdastjóri og einn stofnenda LearnCove. „Þessum tíma fylgdi þó mikill lærdómur og við erum reynslunni ríkari ásamt því að hafa bætt við okkur öflugum einstaklingum í sölu- og markaðshliðinni. Við erum virkilega ánægð með breidd hópsins í dag og hversu vel hann nær saman,“ segir Aðalheiður. 30. ágúst 2021 07:00 „Einn takki til að sjá rétt laun” „Það er hrein snilld að geta skráð vinnustundir í ókeypis appi og geta séð raunstöðu launa sína hvenær sem er á virku launatímabili með einum smelli,“ segir Baldvin Baldvinsson framkvæmdastjóri UX Design um nýja útgáfu af Curio App og reiknivél launa á netinu sem tekur mið af þeim kjarasamningum sem í gildi eru. 7. júní 2021 07:00 Vilja ná sömu dreifingu um heiminn og Covid-19 „Það er ekki hægt að verða stærri en stærsti fiskurinn í sjónum nema vera með góðan grunn og okkur hefur nú þegar tekist að sanna að fólk vill nota vöruna. Það sem þarf hins vegar að gerast núna er varan þarf að sanna sig á mörkuðum utan landsteinanna og hún þarf að geta dreift sér sjálf, manna á milli, nokkurn veginn eins og kórónuveiran,“ segir Ásgeir Vísir, einn eigenda Smitten stefnumótaappsins sem kynnt var til sögunnar laust fyrir síðustu jól. 10. maí 2021 07:02 610 greiðandi viðskiptavinir erlendis frá en þrír á Íslandi „Í dag erum við með um 610 greiðandi viðskiptavini í sex heimsálfum. Þar af eru þrír á Íslandi. Einnig erum við með tugi þúsunda notenda á „freemium" eða fríplaninu okkar, og þar af eru einhverjir tugir eða hundruði á Íslandi,“ segir Jóhann Tómas Sigurðsson framkvæmdastjóri CrankWheel. Til samanburðar má nefna að fyrir fimm árum síðan voru greiðandi viðskiptavinir CrankWheel sextán talsins, þar af fimmtán á Íslandi en einn erlendis. 29. mars 2021 07:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
„Eftir góðan Hot Yoga tíma í World Class fór umræða í gang um gömlu góðu myndaalbúmin og snjallsímamyndavélar og við fáum þá hugmynd að negla myndum beint úr símanum í prentara, með því tvisti að fólk sjái ekki myndirnar fyrr en eftir framköllun eins og eitt sinn gilti,“ segir Guðmundur Egill Bergsteinsson, aðspurður um það hvernig hugmyndin að Lightsnap er tilkomin. Lightsnap er í eigu Guðmundar og Adams Viðarssonar. Með appinu geta notendur tekið ljósmyndir sem þeir fá ekki að sjá fyrr en prentuð eintök eru send heim að dyrum. Tveir vinir hjá TripAdvisor Adam og Guðmundur kynntust þegar þeir störfuðu hjá TripAdvisor á Íslandi. Það var árið 2018. Fyrirtækið keypti íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Bókun og segjast félagarnir hafa lært margt gott þar. „Að fá að upplifa og taka þátt í að byggja upp Bókun fyrir alþjóðamarkað var algjörlega sturlað og kenndi okkur helling af því hvernig hugbúnaðarvara þarf að skalast upp og hvernig á að markaðssetja svoleiðis herferð,“ segir Adam og bætir við: „Við vorum nú aðallega bara að forrita hjá Bókun en við fengum innsýn í hvernig þetta fór allt saman fram og hvernig fyrirtækið náði að verða hugbúnaðarvara sem er nú í notkun alls staðar í heiminum.“ Sjálfur hætti Adam snemma í skóla til að byrja sem fyrst að starfa við forritun. Meðal annars hefur hann starfað hjá Stokkur Software og eins hefur hann tekið þátt í að þróa og hanna ýmiss vel þekkt og mikið notuð öpp. Þar má nefna Aur, Dominos, Strætó, Alfreð, Wowair og fleiri. Guðmundur er hugbúnaðarverkfræðingur sem meðal annars hefur starfað fyrir EA Games í Þýskalandi við að þróa tölvuleikinn Fifa. Félagarnir segja að það að starfa í smáum sem stórum frumkvöðlafyrirtækjum sé ómetanleg reynsla sem nýtist vel nú, þegar útrás er hafin hjá þeirra eigin sprotafyrirtæki. Lightsnap fæðingin Þótt hugmyndin að Lightsnap væri komin, héldu Adam og Guðmundur áfram að starfa hjá TripAdvisor en nýttu kvöldin í að þróa fyrstu prótótýpuna. Þeir viðurkenna þó að dagarnir hafi verið nokkuð langir því á daginn var unnið hjá TripAdvisor frá klukkan 8-16 en eftir vinnu var síðan unnið til miðnættis að þróun Lightsnap. Svona gekk þetta fyrir sig í um eitt ár. Þegar fyrsta útgáfan lá síðan fyrir, tók við prófunartímabil sem fólst í því að fá vini og vandamenn til að prófa appið. „Við héldum að við gætum gert allt sjálfir; framkalla, pakka inn og sendast með myndir heim til fólks,“ segir Guðmundur en bætir við: „Fljótt áttuðum við okkur á því að framköllun væri eitthvað sem við gætum ekki gert sjálfir og við fengum Hans Petersen með okkur í lið.“ Margt áttu þeir þó enn eftir ólært. Sem dæmi nefna þeir að handavinnan við pökkunina tók svo mikinn tíma frá þeim að eftir fyrstu mánuðina áttuðu þeir sig á því að þeir höfðu ekki lengur tíma til að vinna í sjálfu appinu. „Við erum í raun og veru að læra á allt dæmið jafnóðum sem felst í að eiga og reka fyrirtæki og vissum lítið hvað við vorum að gera á fyrstu mánuðunum,“ segir Adam. Í um eitt ár nýttu Adam og Guðmundur öll kvöld til að þróa prótótýpu Lightsnap en í apríl á þessu ári hættu þeir hjá TripAdvisor til þess að einbeita sér alfarið að útrás og uppbyggingu Lightsnap.Vísir/Vilhelm „Frítt stöff“ hjá Nova Fyrsta tækifærið skapaðist svo þegar að Lightsnap tók þátt í viðskiptahraðlinum Startup SuperNova. Þar lærðum við helling, ekki síst þegar að við hittum mentora á fundum sem teljast helstu sleggjur í íslenska nýsköpunar-geiranum. Sumir hlógu reyndar að hugmyndinni og fannst hún vera mjög steikt en sniðug. En við vorum ekkert að kippa okkur upp við það og héldum bara striki, trúðum á að þessi hugmynd gæti orðið eitthvað,“ segir Adam. „Einn mentorinn okkar, Margrét forstjóri Nova var mega peppuð fyrir því að fara í samstarf með okkur sem varð til þess að Lightsnap fór áfram inn í "Frítt stöff" hjá Nova sumarið 2020. Og viti menn: Í kjölfarið fór notendafjöldinn okkar í fjögur þúsund manns á Íslandi!“ segir Adam. Notendur Lightsnap-appsins taka myndir og fá þær sendar heim að dyrum í útprentuðum eintökum eins og eitt sinn gilti um einnota myndavélar. Leitin að fjármagninu Hver filma í Lightsnap kostar um tvö þúsund krónur, telur 24 myndir og innifelur einnig fría heimsendingu. Um leið og myndirnar eru sendar af stað í prentun, eru þær einnig aðgengilegar í stafrænu formi í appinu. Skýringin á því að kostnaðurinn er ekki meir felst í tæknilausnum Lightsnap því kerfið sér sjálft um samskipti á milli Lightsnap, prentþjónustunnar og Póstsins. Til samanburðar segja félagarnir að kaup á einnotamyndavél og framköllun kostar um fimm þúsund krónur. Í apríl á þessu ári hættu félagarnir hjá TripAdvisor til að einbeita sér alfarið að Lightsnap. Reksturinn er ekki alveg orðinn sjálfbær og hefur töluverður tími og orka farið í það síðustu misseri, að reyna að fá fjármagn. Fjölskylda og vinir halda að við séum búnir að meika það en það er alls ekkert þannig. Við erum enn sveittir að vinna tólf tíma á dag, fjármögnum reksturinn sjálfir launalaust en það er trúin og viljinn við að skapa eitthvað sem keyrir okkur áfram,“ segir Guðmundur. Félagarnir hafa hitt alla fjárfestingasjóði á Íslandi og marga englafjárfesta. „En við erum ekkert að fela það að okkur hefur ekki tekist að loka fjármögnun þótt margir fjárfestar hafi sýnt okkur áhuga og vilja fylgjast áfram með okkur. Við endurskipulögðum okkar plön og byggjum áætlanir okkar nú á því að vera með minna fjármagn á milli handanna,“ segir Adam. Útrásin hefst: Svíþjóð og síðan Bandaríkin Eins og greint var frá í fréttum í síðustu viku, hefur Lightsnap nú opnað fyrir þjónustuna sína í Svíþjóð. En hvers vegna Svíþjóð? „Adam er fæddur og uppalinn í Svíþjóð með gott tengslanet þar við fólk í viðburðargeiranum. Stærðin hentar líka vel, Svíþjóð er ekki of stór markaður en nægilega stór til þess að standa undir sjálfum sér. Sænski markaðurinn er líka ekki mjög ólíkur þeim íslenska og þar er lítið af sterkum samkeppnisaðilum,“ segir Guðmundur. Þá segja þeir snjallsímanotkunina mikla í Svíþjóð í bland við að síðustu fimm árin hefur verið töluverð aukning á notkun einnotamyndavélum. „Íslenski markaðurinn er sennilega ekki nógu stór til þess að appið geti skapað nægilega miklar tekjur til að standa undir sér. Þess vegna fannst okkur mikilvægt að fara af stað á stærra markaði og auðvitað erum við að vonast eftir svipuðum árangri í Svíþjóð og hér á Íslandi“ segir Adam. Í Svíþjóð höfðu félagarnir samband við nokkrar markaðsstofur og enduðu í samstarfi við stofu sem heitir Nine Agency. Með þeim samstarfsaðilum var samið við nokkra sænska áhrifavalda til að kynna appið. Markaðsetningin var sú sama og þegar Lightsnap var fyrst kynnt í samstarfi við Nova: Notendur fengu fríar prufufilmur og eins og áður segir, sprengdi Lightsnap nýskráningarfjölda hjá Google. „Við erum að læra nýja hluti á hverjum degi og hlutirnir eru að gerast hratt í Svíþjóð, margir áhrifavaldar og nokkur viðburðarfyrirtæki hafa strax sett sig í samband og vonast eftir samstarfi með okkur,“ segir Guðmundur. Á Íslandi hefur notkun Lightsnap verið vinsæl á ýmsum viðburðum og þegar sérstakt tilefni er til. Eins og til dæmis í brúðkaupum. Næstu skref í þróun appsins felast í þróun sér viðburðarfilmu, þar sem margir notendur geta myndað á einu filmu saman. Markmiðið okkar núna er að sækja fjármagn í byrjun 2022 til þess að fjármagna þróun viðburðarhliðar Lightsnap og áframhaldandi útrás til Bandaríkjanna, sem er töluvert stærri markaður heldur en Svíþjóð og krefst meira fjármagns. Í framtíðinni sjáum viðfyrir okkur að við getum orðið álitlegur valkostur fyrir stórfyrirtæki eins og Kodak og Fuji, sem hafa ekki náð sér á strik eftir að snjallsímamyndavélarnar komu til sögunnar,“ segir Guðmundur.
Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir „Ég fékk oft að heyra að þetta væri nú frekar bjartsýnt hjá mér“ „Ég hafði stofnað fyrirtækið Icelandic Coupons, sem er afsláttarapp fyrir ferðamenn og Íslendinga árið 2015. Í þeirri vegferð var ég mikið að funda á veitingahúsum landsins. Mér fannst ótrúlegt að sjá hvað voru margar aðferðir notaðar við að halda utan um borðabókanir. Sumir voru með stílabækur, aðrir voru að notast við Word í tölvum og enn aðrir við erlend bókunarforrit og svo framvegis,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout um aðdragandann að því að Dineout var stofnað. 13. september 2021 07:01 Á leið í útrás en allt hófst þetta í háskólanum „Við fórum af stað sem ungt teymi með ýmislegt ólært. Okkur vantaði meiri breidd í hópinn og höfðum ekki nægilega mikla þekkingu í sölu- og markaðstengdum málum, þar af leiðandi lentum við í byrjunarörðugleikum við að koma vörunni á markað. Þá tók við erfitt tímabil þar sem við misstum gott fólk frá okkur,“ segir Aðalheiður Hreinsdóttir framkvæmdastjóri og einn stofnenda LearnCove. „Þessum tíma fylgdi þó mikill lærdómur og við erum reynslunni ríkari ásamt því að hafa bætt við okkur öflugum einstaklingum í sölu- og markaðshliðinni. Við erum virkilega ánægð með breidd hópsins í dag og hversu vel hann nær saman,“ segir Aðalheiður. 30. ágúst 2021 07:00 „Einn takki til að sjá rétt laun” „Það er hrein snilld að geta skráð vinnustundir í ókeypis appi og geta séð raunstöðu launa sína hvenær sem er á virku launatímabili með einum smelli,“ segir Baldvin Baldvinsson framkvæmdastjóri UX Design um nýja útgáfu af Curio App og reiknivél launa á netinu sem tekur mið af þeim kjarasamningum sem í gildi eru. 7. júní 2021 07:00 Vilja ná sömu dreifingu um heiminn og Covid-19 „Það er ekki hægt að verða stærri en stærsti fiskurinn í sjónum nema vera með góðan grunn og okkur hefur nú þegar tekist að sanna að fólk vill nota vöruna. Það sem þarf hins vegar að gerast núna er varan þarf að sanna sig á mörkuðum utan landsteinanna og hún þarf að geta dreift sér sjálf, manna á milli, nokkurn veginn eins og kórónuveiran,“ segir Ásgeir Vísir, einn eigenda Smitten stefnumótaappsins sem kynnt var til sögunnar laust fyrir síðustu jól. 10. maí 2021 07:02 610 greiðandi viðskiptavinir erlendis frá en þrír á Íslandi „Í dag erum við með um 610 greiðandi viðskiptavini í sex heimsálfum. Þar af eru þrír á Íslandi. Einnig erum við með tugi þúsunda notenda á „freemium" eða fríplaninu okkar, og þar af eru einhverjir tugir eða hundruði á Íslandi,“ segir Jóhann Tómas Sigurðsson framkvæmdastjóri CrankWheel. Til samanburðar má nefna að fyrir fimm árum síðan voru greiðandi viðskiptavinir CrankWheel sextán talsins, þar af fimmtán á Íslandi en einn erlendis. 29. mars 2021 07:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
„Ég fékk oft að heyra að þetta væri nú frekar bjartsýnt hjá mér“ „Ég hafði stofnað fyrirtækið Icelandic Coupons, sem er afsláttarapp fyrir ferðamenn og Íslendinga árið 2015. Í þeirri vegferð var ég mikið að funda á veitingahúsum landsins. Mér fannst ótrúlegt að sjá hvað voru margar aðferðir notaðar við að halda utan um borðabókanir. Sumir voru með stílabækur, aðrir voru að notast við Word í tölvum og enn aðrir við erlend bókunarforrit og svo framvegis,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout um aðdragandann að því að Dineout var stofnað. 13. september 2021 07:01
Á leið í útrás en allt hófst þetta í háskólanum „Við fórum af stað sem ungt teymi með ýmislegt ólært. Okkur vantaði meiri breidd í hópinn og höfðum ekki nægilega mikla þekkingu í sölu- og markaðstengdum málum, þar af leiðandi lentum við í byrjunarörðugleikum við að koma vörunni á markað. Þá tók við erfitt tímabil þar sem við misstum gott fólk frá okkur,“ segir Aðalheiður Hreinsdóttir framkvæmdastjóri og einn stofnenda LearnCove. „Þessum tíma fylgdi þó mikill lærdómur og við erum reynslunni ríkari ásamt því að hafa bætt við okkur öflugum einstaklingum í sölu- og markaðshliðinni. Við erum virkilega ánægð með breidd hópsins í dag og hversu vel hann nær saman,“ segir Aðalheiður. 30. ágúst 2021 07:00
„Einn takki til að sjá rétt laun” „Það er hrein snilld að geta skráð vinnustundir í ókeypis appi og geta séð raunstöðu launa sína hvenær sem er á virku launatímabili með einum smelli,“ segir Baldvin Baldvinsson framkvæmdastjóri UX Design um nýja útgáfu af Curio App og reiknivél launa á netinu sem tekur mið af þeim kjarasamningum sem í gildi eru. 7. júní 2021 07:00
Vilja ná sömu dreifingu um heiminn og Covid-19 „Það er ekki hægt að verða stærri en stærsti fiskurinn í sjónum nema vera með góðan grunn og okkur hefur nú þegar tekist að sanna að fólk vill nota vöruna. Það sem þarf hins vegar að gerast núna er varan þarf að sanna sig á mörkuðum utan landsteinanna og hún þarf að geta dreift sér sjálf, manna á milli, nokkurn veginn eins og kórónuveiran,“ segir Ásgeir Vísir, einn eigenda Smitten stefnumótaappsins sem kynnt var til sögunnar laust fyrir síðustu jól. 10. maí 2021 07:02
610 greiðandi viðskiptavinir erlendis frá en þrír á Íslandi „Í dag erum við með um 610 greiðandi viðskiptavini í sex heimsálfum. Þar af eru þrír á Íslandi. Einnig erum við með tugi þúsunda notenda á „freemium" eða fríplaninu okkar, og þar af eru einhverjir tugir eða hundruði á Íslandi,“ segir Jóhann Tómas Sigurðsson framkvæmdastjóri CrankWheel. Til samanburðar má nefna að fyrir fimm árum síðan voru greiðandi viðskiptavinir CrankWheel sextán talsins, þar af fimmtán á Íslandi en einn erlendis. 29. mars 2021 07:01