Faðmlag helgarinnar kom eftir sigur Bandaríkjamanna í Ryderbikarnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2021 16:00 Liðsmenn bandaríska Ryderliðsins fagna sigri með viðeigandi hætti. AP/Ashley Landis Bandaríkjamenn unnu Ryderbikarinn í golfi í fyrsta sinn síðan 2016 eftir öruggan 19-9 sigur á Evrópuúrvalinu um helgina. Evrópumenn voru búnir að vinna í fjögur af síðustu fimm skiptum og oftar en ekki þrátt fyrir að flestir bestu kylfingar heims kæmu frá Bandaríkjunum. Liðsheildin hefur alltaf verið frábær hjá Evrópu en sömu sögu hefur ekki verið að segja af samheldni Bandaríkjamanna. Steve Stricker, fyrirliði bandaríska liðsins, tókst hins vegar að búa til góða liðsstemningu hjá Bandaríkjunum og liðið vann mjög öruggan sigur. Sealed with a hug: Peace breaks out for feuding pair Bryson DeChambeau and Brooks Koepka | @oliverbrown_tel Plus: How America's biggest gun DeChambeau was finally embraced as a stars-and-stripes icon | @simonrbriggs https://t.co/yjwZsU3Avz— Telegraph Sport (@TelegraphSport) September 26, 2021 Stricker náði líka að fá tvo kylfinga til að vinna saman sem höfðu staðið í deilum á samfélagsmiðlum í mjög langan tíma. Þar erum við að tala um þá Bryson DeChambeau og Brooks Koepka. Það þótti því mjög táknrænt fyrir helgina að þeir DeChambeau og Koepka föðmuðust upp á verðlaunapallinum. Báðir unnu sinn leik í einstaklingsviðureignunum, Koepka á móti Austurríkismanninum Bernd Wiesberger og DeChambeau á móti Spánverjanum Sergio Garcia. Allt bandaríska liðið söng „Why Can't We Be Friends“ eða „Af hverju getum við ekki verið vinir“ á sama tíma og Justin Thomas plataði þá DeChambeau og Koepka til að stilla sér upp saman með bikarinn. „Ég held að áður en þetta er allt afstaðið að við ættum að fá þá Brooks og Bryson til að faðmast í miðju herberginu. Til að sanna það hversu gott lið við erum þá ætla þeir að faðmast,“ sagði Justin Thomas. Stricker sagði að kylfingarnir hefðu líka beðið um það að fá að spila saman. „Ég er orðlaus. Það komu allir saman sem einn og allir höfðu bara eitt markmið í þessari viku. Brooks og Bryson vildu spila saman. Það sýnir vel þá liðsheild sem var hjá okkur. Þetta er nýtt tímabil fyrri bandarískt golf,“ sagði Steve Stricker. To the victors goes the trophy.#RyderCup pic.twitter.com/qWcovNNlpu— Ryder Cup (@rydercup) September 26, 2021 Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Sjá meira
Evrópumenn voru búnir að vinna í fjögur af síðustu fimm skiptum og oftar en ekki þrátt fyrir að flestir bestu kylfingar heims kæmu frá Bandaríkjunum. Liðsheildin hefur alltaf verið frábær hjá Evrópu en sömu sögu hefur ekki verið að segja af samheldni Bandaríkjamanna. Steve Stricker, fyrirliði bandaríska liðsins, tókst hins vegar að búa til góða liðsstemningu hjá Bandaríkjunum og liðið vann mjög öruggan sigur. Sealed with a hug: Peace breaks out for feuding pair Bryson DeChambeau and Brooks Koepka | @oliverbrown_tel Plus: How America's biggest gun DeChambeau was finally embraced as a stars-and-stripes icon | @simonrbriggs https://t.co/yjwZsU3Avz— Telegraph Sport (@TelegraphSport) September 26, 2021 Stricker náði líka að fá tvo kylfinga til að vinna saman sem höfðu staðið í deilum á samfélagsmiðlum í mjög langan tíma. Þar erum við að tala um þá Bryson DeChambeau og Brooks Koepka. Það þótti því mjög táknrænt fyrir helgina að þeir DeChambeau og Koepka föðmuðust upp á verðlaunapallinum. Báðir unnu sinn leik í einstaklingsviðureignunum, Koepka á móti Austurríkismanninum Bernd Wiesberger og DeChambeau á móti Spánverjanum Sergio Garcia. Allt bandaríska liðið söng „Why Can't We Be Friends“ eða „Af hverju getum við ekki verið vinir“ á sama tíma og Justin Thomas plataði þá DeChambeau og Koepka til að stilla sér upp saman með bikarinn. „Ég held að áður en þetta er allt afstaðið að við ættum að fá þá Brooks og Bryson til að faðmast í miðju herberginu. Til að sanna það hversu gott lið við erum þá ætla þeir að faðmast,“ sagði Justin Thomas. Stricker sagði að kylfingarnir hefðu líka beðið um það að fá að spila saman. „Ég er orðlaus. Það komu allir saman sem einn og allir höfðu bara eitt markmið í þessari viku. Brooks og Bryson vildu spila saman. Það sýnir vel þá liðsheild sem var hjá okkur. Þetta er nýtt tímabil fyrri bandarískt golf,“ sagði Steve Stricker. To the victors goes the trophy.#RyderCup pic.twitter.com/qWcovNNlpu— Ryder Cup (@rydercup) September 26, 2021
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Sjá meira